Mjólkurbikarinn fer af stað: Slagurinn um Ísafjörð og beint frá Bessastaðavelli Anton Ingi Leifsson skrifar 5. júní 2020 06:30 Kári Árnason, Halldór Smári Sigurðsson og Sölvi Geir Ottesen með bikarinn á síðustu leiktíð. vísir/vilhelm Íslenska fótboltasumarið hefst formlega í kvöld er Mjólkurbikarinn fer að rúlla. Strákarnir fara af stað í kvöld og stelpurnar hefja svo leik um helgina er fyrstu umferðirnar fara fram. Selfoss og Snæfell annars vegar og ÍR og KÁ hins vegar sparka fótboltasumrinu sparka fótboltanum af stað í kvöld klukkan 19.15 en búast má við því að 2. deildarliðin Selfoss og ÍR klári þau einvígi. Síðar í kvöld er svo flautað til leiks í Fagralundi, nánar tiltekið klukkan 20.00, er 2. deildarlið Njarðvíkur heimsækir reynslumikið lið Smára, þar sem gamlar kemur úr Kópavogi spila saman. Um helgina er svo aragrúi af leikjum í 1. umferðinni en úrvalsdeildarfélögin koma ekki inn fyrr en í 3. umferðinni, sem heitir 32-liða úrslit. Fram að því berjast liðin í 1. til 4. deild um hin tuttugu sætin en Lengjudeildarliðin koma inn bæði í 1. og 2. umferð, eftir því hvar þau enduðu í 1. deildinni á síðustu leiktíð. Leikur Álftanes og Fram verður meðal annars sýndur í beinni á Stöð 2 Sport á morgun í 1. umferðinni en leikið verður á Bessastaðavelli klukkan 14.00. í 2. umferðinni er svo stórleikur Grindavíkur og ÍBV sýndur beint en önnur umferðin fer fram um aðra helgi. Mjólkurbikarinn fer af stað um helgina @mjolkurbikarinn @FAlftanes @framiceland Laugardag 13:50 Opin dagskrá pic.twitter.com/7g0sv5wKIK— Stöð 2 Sport (@St2Sport) June 4, 2020 Mjólkurbikar karla (1. umferð): Föstudagurinn 5. júní: Selfoss - Snæfell ÍR - KÁ Smári - Njarðvík Laugardagur 6. júní: KV - Kári Vængir Júpiters - KH Hvíti riddarinn - KFS Haukar - Elliði Vatnaliljur - Afturelding Álftanes - Fram Dalvík/Reynir - KF Hörður - Vestri Skallagrímur - Ýmir Þróttur Vogum - Ægir Kría - Hamar Höttur/Huginn - Sindri Mídas - KM KFG - KB Þróttur R. - Álafoss Sunnudagurinn 7. júní: KFR - GG SR - Uppsveitir Ísbjörninn - Björninn Tindastóll - Kormákur/Hvöt KFB - Víðir ÍH - Berserkir Samherjar - Nökkvi Stokkseyri - Afríka Árborg - Augnablik Léttir - Reynir S. Alla leikina í fyrstu tveimur umferðunum í Mjólkurbikar karla má sjá hér. Hólmfríður Magnúsdóttir fagnar eftir að Selfoss vann sinn fyrsta bikarmeistaratitil. Hún skoraði fyrra mark Selfoss í 2-1 sigri á KR er liðið varð bikarmeistari á síðustu leiktíð.vísir/daníel Stelpurnar byrja á sunnudaginn er ÍR og Álftanes mætast en það er 1. umferðin hjá stelpunum. Hamar og ÍA spila einnig á sunnudaginn sem og Fjarðabyggð/Höttur/Leiknir gegn Hömrunum. Spilaðar eru tvær umferðir áður en komið er inn í 16-liða úrslitin en þá koma liðin úr Pepsi Max-deildinni inn í keppnina. Fyrsta umferðin hjá stelpunum fer fram á sunnudag og mánudag, önnur umferðin helgina á eftir og 16-liða úrslitin fara svo fram helgina 10. til 11. júlí. Mjólkurbikar kvenna (1. umferð): Sunnudagurinn 7. júní: ÍR - Álftanes Hamar - ÍA Fjarðabyggð/Höttur/Leiknir-HamrarnirMánudagurinn 8. júní: Afturelding - HK Fjölnir - Augnablik Grótta - Víkingur R. Fram - Grindavík Alla leikina í fyrstu tveimur umferðunum í Mjólkurbikar kvenna má sjá hér. Keyrum þetta í gang! #mjólkurbikarinn @Fotboltinet @St2Sport pic.twitter.com/XB2hrgXQQl— Mjólkurbikarinn (@mjolkurbikarinn) June 3, 2020 Mjólkurbikarinn Íslenski boltinn Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar Sport Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Fleiri fréttir Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Sjá meira
Íslenska fótboltasumarið hefst formlega í kvöld er Mjólkurbikarinn fer að rúlla. Strákarnir fara af stað í kvöld og stelpurnar hefja svo leik um helgina er fyrstu umferðirnar fara fram. Selfoss og Snæfell annars vegar og ÍR og KÁ hins vegar sparka fótboltasumrinu sparka fótboltanum af stað í kvöld klukkan 19.15 en búast má við því að 2. deildarliðin Selfoss og ÍR klári þau einvígi. Síðar í kvöld er svo flautað til leiks í Fagralundi, nánar tiltekið klukkan 20.00, er 2. deildarlið Njarðvíkur heimsækir reynslumikið lið Smára, þar sem gamlar kemur úr Kópavogi spila saman. Um helgina er svo aragrúi af leikjum í 1. umferðinni en úrvalsdeildarfélögin koma ekki inn fyrr en í 3. umferðinni, sem heitir 32-liða úrslit. Fram að því berjast liðin í 1. til 4. deild um hin tuttugu sætin en Lengjudeildarliðin koma inn bæði í 1. og 2. umferð, eftir því hvar þau enduðu í 1. deildinni á síðustu leiktíð. Leikur Álftanes og Fram verður meðal annars sýndur í beinni á Stöð 2 Sport á morgun í 1. umferðinni en leikið verður á Bessastaðavelli klukkan 14.00. í 2. umferðinni er svo stórleikur Grindavíkur og ÍBV sýndur beint en önnur umferðin fer fram um aðra helgi. Mjólkurbikarinn fer af stað um helgina @mjolkurbikarinn @FAlftanes @framiceland Laugardag 13:50 Opin dagskrá pic.twitter.com/7g0sv5wKIK— Stöð 2 Sport (@St2Sport) June 4, 2020 Mjólkurbikar karla (1. umferð): Föstudagurinn 5. júní: Selfoss - Snæfell ÍR - KÁ Smári - Njarðvík Laugardagur 6. júní: KV - Kári Vængir Júpiters - KH Hvíti riddarinn - KFS Haukar - Elliði Vatnaliljur - Afturelding Álftanes - Fram Dalvík/Reynir - KF Hörður - Vestri Skallagrímur - Ýmir Þróttur Vogum - Ægir Kría - Hamar Höttur/Huginn - Sindri Mídas - KM KFG - KB Þróttur R. - Álafoss Sunnudagurinn 7. júní: KFR - GG SR - Uppsveitir Ísbjörninn - Björninn Tindastóll - Kormákur/Hvöt KFB - Víðir ÍH - Berserkir Samherjar - Nökkvi Stokkseyri - Afríka Árborg - Augnablik Léttir - Reynir S. Alla leikina í fyrstu tveimur umferðunum í Mjólkurbikar karla má sjá hér. Hólmfríður Magnúsdóttir fagnar eftir að Selfoss vann sinn fyrsta bikarmeistaratitil. Hún skoraði fyrra mark Selfoss í 2-1 sigri á KR er liðið varð bikarmeistari á síðustu leiktíð.vísir/daníel Stelpurnar byrja á sunnudaginn er ÍR og Álftanes mætast en það er 1. umferðin hjá stelpunum. Hamar og ÍA spila einnig á sunnudaginn sem og Fjarðabyggð/Höttur/Leiknir gegn Hömrunum. Spilaðar eru tvær umferðir áður en komið er inn í 16-liða úrslitin en þá koma liðin úr Pepsi Max-deildinni inn í keppnina. Fyrsta umferðin hjá stelpunum fer fram á sunnudag og mánudag, önnur umferðin helgina á eftir og 16-liða úrslitin fara svo fram helgina 10. til 11. júlí. Mjólkurbikar kvenna (1. umferð): Sunnudagurinn 7. júní: ÍR - Álftanes Hamar - ÍA Fjarðabyggð/Höttur/Leiknir-HamrarnirMánudagurinn 8. júní: Afturelding - HK Fjölnir - Augnablik Grótta - Víkingur R. Fram - Grindavík Alla leikina í fyrstu tveimur umferðunum í Mjólkurbikar kvenna má sjá hér. Keyrum þetta í gang! #mjólkurbikarinn @Fotboltinet @St2Sport pic.twitter.com/XB2hrgXQQl— Mjólkurbikarinn (@mjolkurbikarinn) June 3, 2020
Mjólkurbikarinn Íslenski boltinn Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar Sport Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Fleiri fréttir Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Sjá meira