Fótbolti

Gaupi og Maggi Bö tóku stöðuna á Meistara­völlum: „Til þess var ég fenginn hingað“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Magnús Valur Böðvarsson hefur verið vallarstjóri á Meistaravöllum í rúmt ár.
Magnús Valur Böðvarsson hefur verið vallarstjóri á Meistaravöllum í rúmt ár. vísir/S2s

Meistarakeppni KSÍ fer fram um helgina er Íslandsmeistarar KR fá bikarmeistara Víkinga í heimsókn en leikið verður á iðagrænum Meistaravöllum.

Guðjón Guðmundsson, Gaupinn, heimsótti völlinn í dag þar sem leikið verður á sunnudaginn en Magnús Valur Böðvarsson, Maggi Bö, vallarstjóri þar á bæ var þar að gera allt klárt fyrir sunnudaginn.

Maggi sagði að það væri nóg að gera hjá sér fyrir leiki og að völlurinn væri allur að taka á sig mynd. Hann segir að stefnan sé að vera með besta völlinn á Íslandi og bætti við:

„Til þess var ég fenginn hingað,“ sagði Maggi en áður var hann vallarstjóri á Kópavogsvelli.

Þetta frábæra innslag má sjá í heild sinni hér að neðan.

Klippa: Sportpakkinn - KR völlurinn í flottu standi


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.