Búast við allt að þremur ungmennum á viku á nýja afeitrunardeild Nadine Guðrún Yaghi skrifar 4. júní 2020 20:00 Ný afeitrunardeild er í sama húsi og geðdeildin vísir/vilhelm Búist er við allt að þremur ungmennum á viku á nýja afeitrunardeild fyrir ólögráða ungmenni sem opnuð var á Landspítalanum í vikunni. Forstöðumaður geðþjónustu spítalans segir mikla þörf á að efla þjónustu við ungmenni með alvarlegan fíknivanda. Deildin heyrir undir fíknigeðdeild sjúkrahússins og verður áhersla lögð á fjölskyldumiðaða þjónustu. Þar eru tvö meðferðarrými þar sem ungmenni með alvarlegan vímuefnavanda koma til innlagnar en eftir það taka við önnur úrræði, svo sem Stuðlar. Nanna Breim, forstöðumaður geðþjónustu á Landspítala segir tilkomu deildarinnar mikið framfaraskref í þjónustu við börnin. „Enda hefur verið mikil þörf á að efla þjónustu við unga einstaklinga í alvarlegri fíkniefnaneyslu,“ segir Nanna. Hingað til hafi börnin verið víðs vegar og hvergi í kerfinu. „Vissulega hafa börn verið á Stuðlum, bráðamóttöku og barnageðdeild en það hefur ekki verið svona markvisst utanumhald,“ segir Nanna. Þverfaglegt teymi mun sinna börnunum á meðan á dvöl stendur í samvinnu við BUGL. Einnig verður náið samstarf við Barnaverndarstofu og bráðamóttökuna. „Það var gert ráð fyrir því í forvinnunni að þetta gætu verið eitt til þrjú börn á viku og það er gert ráð fyrir því að þau séu hérna í einn til þrjá sólarhringa,“ segir Nanna. Gert er ráð fyrir að flestir séu á aldrinum 15 til 17 ára. „Það gætu komið einhvern yngri og við erum alveg við því búin,“ segir Nanna. Vissulega sé stórt inngrip í líf ungmenna að setja þau á lokaða deild. „Þess vegna höfum við virkilega lagt okkur fram við að gera deildina huggulega og heimilislega en jafnframt örugga svo það sé ekki hægt að skaða sig hér,“ segir Nanna. Heilbrigðismál Landspítalinn Fíkn Reykjavík Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Búist er við allt að þremur ungmennum á viku á nýja afeitrunardeild fyrir ólögráða ungmenni sem opnuð var á Landspítalanum í vikunni. Forstöðumaður geðþjónustu spítalans segir mikla þörf á að efla þjónustu við ungmenni með alvarlegan fíknivanda. Deildin heyrir undir fíknigeðdeild sjúkrahússins og verður áhersla lögð á fjölskyldumiðaða þjónustu. Þar eru tvö meðferðarrými þar sem ungmenni með alvarlegan vímuefnavanda koma til innlagnar en eftir það taka við önnur úrræði, svo sem Stuðlar. Nanna Breim, forstöðumaður geðþjónustu á Landspítala segir tilkomu deildarinnar mikið framfaraskref í þjónustu við börnin. „Enda hefur verið mikil þörf á að efla þjónustu við unga einstaklinga í alvarlegri fíkniefnaneyslu,“ segir Nanna. Hingað til hafi börnin verið víðs vegar og hvergi í kerfinu. „Vissulega hafa börn verið á Stuðlum, bráðamóttöku og barnageðdeild en það hefur ekki verið svona markvisst utanumhald,“ segir Nanna. Þverfaglegt teymi mun sinna börnunum á meðan á dvöl stendur í samvinnu við BUGL. Einnig verður náið samstarf við Barnaverndarstofu og bráðamóttökuna. „Það var gert ráð fyrir því í forvinnunni að þetta gætu verið eitt til þrjú börn á viku og það er gert ráð fyrir því að þau séu hérna í einn til þrjá sólarhringa,“ segir Nanna. Gert er ráð fyrir að flestir séu á aldrinum 15 til 17 ára. „Það gætu komið einhvern yngri og við erum alveg við því búin,“ segir Nanna. Vissulega sé stórt inngrip í líf ungmenna að setja þau á lokaða deild. „Þess vegna höfum við virkilega lagt okkur fram við að gera deildina huggulega og heimilislega en jafnframt örugga svo það sé ekki hægt að skaða sig hér,“ segir Nanna.
Heilbrigðismál Landspítalinn Fíkn Reykjavík Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira