Íslenski boltinn

„Skagamenn þurfa að komast í takt við raunveruleikann“

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Skagamenn byrjuðu síðasta tímabil frábærlega og voru á toppnum eftir sex umferðir í Pepsi Max-deild karla.
Skagamenn byrjuðu síðasta tímabil frábærlega og voru á toppnum eftir sex umferðir í Pepsi Max-deild karla. vísir/daníel

Þorkell Máni Pétursson, sérfræðingur Stöðvar 2 Sports um Pepsi Max-deild karla, segir að það vanti meiri raunveruleikatengingu hjá þeim sem koma að fótboltanum hjá ÍA.

Skagamenn dreymir um að vera í hópi bestu liða landsins en Máni segir að það sé ekki raunhæft.

„Skagamenn þurfa að komast í takt við raunveruleikann. ÍA er búið að vinna 2. flokkinn undanfarin tvö ár og hafa selt gríðarlega mikið magn af leikmönnum erlendis. Þeir eru að búa til frábæra fótboltamenn,“ sagði Máni í þriðja upphitunarþætti fyrir Pepsi Max-deildina í gær.

„Þeir þurfa að koma sér í skilning um það að í efstu deild karla eru þeir ekki að fara að bera sig saman við Val, KR og Breiðablik. Þeir vilja alltaf gera það og þess vegna mættu þeir ótrúlega gíraðir í alla leiki í byrjun móts í fyrra. Síðan spila þeir við HK og ÍBV eiga ekki möguleika.“

Máni segir að ÍA muni ekki vera í efri helmingi Pepsi Max-deildarinnar í sumar.

„Skagamenn eiga ekki að vera spá í Evrópubaráttu. Ég held líka að væntingarnar sem þeir fóru með inn í síðasta sumar hafi brotið þá,“ sagði Máni.

Klippa: Máni um möguleika ÍA

Tengdar fréttir

Fara fleiri leiðir en bara númer eitt

Þrátt fyrir erfiðleika utan vallar standa Skagamenn saman og ætli að láta að sér kveða í sumar að sögn Árna Snæs Ólafssonar. Markvörðurinn segir að ÍA muni spila öðruvísi fótbolta en í fyrra og vill að Skagamenn endurheimti stöðu sína í íslenskum fótbolta.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.