Fótbolti

Corona skoraði fyrsta mark Porto eftir kórónuhléið

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Jesús Corona var á skotskónum þegar Porto komst loks aftur á völlinn eftir kórónuhléið.
Jesús Corona var á skotskónum þegar Porto komst loks aftur á völlinn eftir kórónuhléið. Jose Manuel Alvarez/Getty Images

Portúgalska úrvalsdeildin fór aftur af stað í gær eftir langt hlé sökum kórónufaraldursins. Topplið Porto tapaði nokkuð óvænt fyrir Famalicao á útivelli. Lokatölur 2-1 Famalicao í vil en nafn markaskorara Porto hefur vakið mikla athygli í ljósi aðstæðna.

Heimamenn í Famalicao komust yfir í upphafi síðari hálfleik en á 74. mínútu jafnaði enginn annar en Jesús Corona metin fyrir Porto. Eflaust hefur mexíkóski kantmaðurinn aldrei fengið jafn mikla umfjöllun og nú en hann hefur hefur leikið með Porto síðan 2015.

Því miður fyrir Jesús Corona og liðsfélaga hans í Porto þá skoraði Pedro Goncalves fyrir heimamenn skömmu síðar. Fleiri urðu mörkin ekki og lokatölur því 2-1 Famalicao í vil.

Tapið þýðir að Porto er bara með eins stigs forystu á Benfica sem fær Tondela í heimsókn í kvöld.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.