Erlent

Mótmæla lokun hraðbanka í Færeyjum

Sylvía Hall skrifar
Íbúar í Skála á Austurey hafa mótmælt ákvörðuninni.
Íbúar í Skála á Austurey hafa mótmælt ákvörðuninni. Vísir/Getty

Betri Banki í Færeyjum hefur ákveðið að loka hraðbönkum um eyjarnar og fækka þeim svo aðeins átta hraðbankar á þeirra vegum verði eftir á eyjunum. Á sama tíma hefur hinn stóri bankinn í Færeyjum, BankNordik, hækkað þjónustugjöld í sínum hraðbönkum.

Fjallað er um málið á vef Kringvarpsins þar sem rætt er við ósáttan íbúa í Skála. Segir hann nauðsynlegt að hafa hraðbanka á svæðinu, til að mynda þegar fólk ætlar að gefa peningagjafir eða kaupa miða á fótboltaleiki.

Ákvörðunin hefur komið illa við marga og söfnuðust meðal annars 279 undirskriftir í bænum og öðrum nágrannahverfum þar sem ákvörðuninni er mótmælt. Telja íbúar þetta mikla þjónustuskerðingu af hálfu bankans en Olav Guttesen bankastjóri segir það einfaldlega ekki borga sig að halda hraðbönkunum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.