Fótbolti

Telja að Ragnar verði ekki áfram í Kaupmannahöfn á næstu leiktíð

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Hvar spilar Raggi Sig á næstu leiktíð?
Hvar spilar Raggi Sig á næstu leiktíð? Vísir/Bára Dröfn Kristinsdóttir

Ragnar Sigurðsson, einn af máttarstólpum íslenska landsliðsins í fótbolta undanfarin ár, skrifaði undir hjá danska stórliðinu FC Kaupmannahöfn í janúar á þessu ári. Er það í annað sinn sem Ragnar gengur til liðs við félagið en hann lék með því frá árunum 2011 til 2014.

Nú virðist sem Ragnar gæti verið á leið frá félaginu.

Landsliðsmiðvörðurinn gekk í raðir FCK þann 12. janúar og skrifaði undir samning fram á sumar. Þar áður hafði hann leikið í Rússlandi frá árinu 2014 ef frá er tekið stutt stopp hjá Fulham í ensku B-deildinni.

Þeir Mikkel Bischoff og Lars Jacobsen, fyrrum atvinnumenn og núverandi sérfræðingar Eurosport í Danmörku, ræddu leikmannahóp FCK á dögunum. Telja þeir að allt fimm leikmenn í hópnum í dag eigi ekki framtíð hjá félaginu. 

Einn af þessum fimm leikmönnum er Raggi Sig.

Ragnar var ekki í leikmannahópi liðsins þegar það mætti Lyngby í fyrsta leik sínum eftir að deildinni var frestað vegna kórónufaraldursins. Mögulega spilar það inn í skoðun þeirra Bischoff og Jacobsen. Þá fékk hinn 33 ára gamli Ragnar aðeins hálfs árs samning hjá félaginu í janúar.

Ragnar hefur átt fast sæti í íslenska landsliðinu undanfarin ár en alls hefur hann leikið 94 leiki fyrir A-landslið Íslands. Nú virðist sem miðvörðurinn öflugi þurfi að leita sér að nýju liði í sumar.


Tengdar fréttir

Ragnar ekki valinn í fyrsta hóp eftir hlé

Landsliðsmiðvörðurinn Ragnar Sigurðsson var ekki valinn í fyrsta leikmannahóp FC Köbenhavn í dönsku úrvalsdeildinni eftir hléið vegna kórónuveirufaraldursins.

„Kannski les hann þá Playboy?“

Liðsfélagar Ragnars Sigurðssonar hjá FC Köbenhavn virðast ekki hafa mikla trú á því að íslenski landsliðsmiðvörðurinn sé lestrarhestur.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.