Fótbolti

Telja að Ragnar verði ekki áfram í Kaupmannahöfn á næstu leiktíð

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Hvar spilar Raggi Sig á næstu leiktíð?
Hvar spilar Raggi Sig á næstu leiktíð? Vísir/Bára Dröfn Kristinsdóttir

Ragnar Sigurðsson, einn af máttarstólpum íslenska landsliðsins í fótbolta undanfarin ár, skrifaði undir hjá danska stórliðinu FC Kaupmannahöfn í janúar á þessu ári. Er það í annað sinn sem Ragnar gengur til liðs við félagið en hann lék með því frá árunum 2011 til 2014.

Nú virðist sem Ragnar gæti verið á leið frá félaginu.

Landsliðsmiðvörðurinn gekk í raðir FCK þann 12. janúar og skrifaði undir samning fram á sumar. Þar áður hafði hann leikið í Rússlandi frá árinu 2014 ef frá er tekið stutt stopp hjá Fulham í ensku B-deildinni.

Þeir Mikkel Bischoff og Lars Jacobsen, fyrrum atvinnumenn og núverandi sérfræðingar Eurosport í Danmörku, ræddu leikmannahóp FCK á dögunum. Telja þeir að allt fimm leikmenn í hópnum í dag eigi ekki framtíð hjá félaginu. 

Einn af þessum fimm leikmönnum er Raggi Sig.

Ragnar var ekki í leikmannahópi liðsins þegar það mætti Lyngby í fyrsta leik sínum eftir að deildinni var frestað vegna kórónufaraldursins. Mögulega spilar það inn í skoðun þeirra Bischoff og Jacobsen. Þá fékk hinn 33 ára gamli Ragnar aðeins hálfs árs samning hjá félaginu í janúar.

Ragnar hefur átt fast sæti í íslenska landsliðinu undanfarin ár en alls hefur hann leikið 94 leiki fyrir A-landslið Íslands. Nú virðist sem miðvörðurinn öflugi þurfi að leita sér að nýju liði í sumar.


Tengdar fréttir

Ragnar ekki valinn í fyrsta hóp eftir hlé

Landsliðsmiðvörðurinn Ragnar Sigurðsson var ekki valinn í fyrsta leikmannahóp FC Köbenhavn í dönsku úrvalsdeildinni eftir hléið vegna kórónuveirufaraldursins.

„Kannski les hann þá Playboy?“

Liðsfélagar Ragnars Sigurðssonar hjá FC Köbenhavn virðast ekki hafa mikla trú á því að íslenski landsliðsmiðvörðurinn sé lestrarhestur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×