Bandaríkjamaður ákærður fyrir kynferðisbrot gegn þremur drengjum Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. júní 2020 18:22 Lögreglan á Suðurnesjum fer með rannsókn málsins. Vísir/vilhelm Bandarískur karlmaður á fertugsaldri sem hefur verið í varðhaldi síðan í lok janúar hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot gegn þremur drengjum. RÚV greindi fyrst frá en Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari staðfestir í samtali við Vísi að maðurinn hafi verið ákærður. Rannsókn málsins er umfangsmikil og tekur til nokkurra landa. Hún var jafnframt unnin í samstarfi við lögregluyfirvöld erlendis en maðurinn hafði ekki fasta búsetu hér á landi. Maðurinn er ákærður fyrir kynferðisbrot, kynferðislega áreitni, brot gegn barnaverndarlögum og brot á lögum um ávana- og fíkniefni. Hann braut á þremur drengjum og virðist hafa verið mislengi í samskiptum við þá. Þannig er maðurinn sagður hafa sett sig í samband við einn drenginn haustið 2016 og þóst vera 11 ára gömul stúlka. Eftir það hafi hann verið í samskiptum við drenginn á samskiptaforritinu Snapchat undir eigin nafni fram til 30. janúar síðastliðinn. Þá tók lögreglan yfir samskiptin, að því er fram kemur í frétt RÚV. Þá er manninum gefið að sök að hafa byrjað að brjóta gegn öðrum drengnum fyrir tveimur árum og þeim þriðja fyrir þremur árum. Maðurinn hafi í öllum tilvikum reynt að öðlast traust drengjanna og beitt ýmsum leiðum til að reyna að fá þá til að hitta sig í kynferðislegum tilgangi, ýmist á netinu eða í eigin persónu. Maðurinn er einnig ákærður fyrir að hvetja drengina til að prófa maríhúana. Í ákærunni kemur einnig fram að myndir og hreyfimyndir í þúsundatali, sem sýndu börn á kynferðislegan og klámfenginn hátt, hafi fundist á flakkara, fartölvu og farsíma mannsins. Þess er krafist að tækin verði gerð upptæk. Mæður drengjanna krefjast þess jafnframt að manninum verði gert að greiða sonum þeirra samtals rúmlega 3,6 milljónir í miskabætur. Lögreglumál Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Bandarískur karlmaður á fertugsaldri sem hefur verið í varðhaldi síðan í lok janúar hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot gegn þremur drengjum. RÚV greindi fyrst frá en Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari staðfestir í samtali við Vísi að maðurinn hafi verið ákærður. Rannsókn málsins er umfangsmikil og tekur til nokkurra landa. Hún var jafnframt unnin í samstarfi við lögregluyfirvöld erlendis en maðurinn hafði ekki fasta búsetu hér á landi. Maðurinn er ákærður fyrir kynferðisbrot, kynferðislega áreitni, brot gegn barnaverndarlögum og brot á lögum um ávana- og fíkniefni. Hann braut á þremur drengjum og virðist hafa verið mislengi í samskiptum við þá. Þannig er maðurinn sagður hafa sett sig í samband við einn drenginn haustið 2016 og þóst vera 11 ára gömul stúlka. Eftir það hafi hann verið í samskiptum við drenginn á samskiptaforritinu Snapchat undir eigin nafni fram til 30. janúar síðastliðinn. Þá tók lögreglan yfir samskiptin, að því er fram kemur í frétt RÚV. Þá er manninum gefið að sök að hafa byrjað að brjóta gegn öðrum drengnum fyrir tveimur árum og þeim þriðja fyrir þremur árum. Maðurinn hafi í öllum tilvikum reynt að öðlast traust drengjanna og beitt ýmsum leiðum til að reyna að fá þá til að hitta sig í kynferðislegum tilgangi, ýmist á netinu eða í eigin persónu. Maðurinn er einnig ákærður fyrir að hvetja drengina til að prófa maríhúana. Í ákærunni kemur einnig fram að myndir og hreyfimyndir í þúsundatali, sem sýndu börn á kynferðislegan og klámfenginn hátt, hafi fundist á flakkara, fartölvu og farsíma mannsins. Þess er krafist að tækin verði gerð upptæk. Mæður drengjanna krefjast þess jafnframt að manninum verði gert að greiða sonum þeirra samtals rúmlega 3,6 milljónir í miskabætur.
Lögreglumál Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira