Bandaríkjamaður ákærður fyrir kynferðisbrot gegn þremur drengjum Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. júní 2020 18:22 Lögreglan á Suðurnesjum fer með rannsókn málsins. Vísir/vilhelm Bandarískur karlmaður á fertugsaldri sem hefur verið í varðhaldi síðan í lok janúar hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot gegn þremur drengjum. RÚV greindi fyrst frá en Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari staðfestir í samtali við Vísi að maðurinn hafi verið ákærður. Rannsókn málsins er umfangsmikil og tekur til nokkurra landa. Hún var jafnframt unnin í samstarfi við lögregluyfirvöld erlendis en maðurinn hafði ekki fasta búsetu hér á landi. Maðurinn er ákærður fyrir kynferðisbrot, kynferðislega áreitni, brot gegn barnaverndarlögum og brot á lögum um ávana- og fíkniefni. Hann braut á þremur drengjum og virðist hafa verið mislengi í samskiptum við þá. Þannig er maðurinn sagður hafa sett sig í samband við einn drenginn haustið 2016 og þóst vera 11 ára gömul stúlka. Eftir það hafi hann verið í samskiptum við drenginn á samskiptaforritinu Snapchat undir eigin nafni fram til 30. janúar síðastliðinn. Þá tók lögreglan yfir samskiptin, að því er fram kemur í frétt RÚV. Þá er manninum gefið að sök að hafa byrjað að brjóta gegn öðrum drengnum fyrir tveimur árum og þeim þriðja fyrir þremur árum. Maðurinn hafi í öllum tilvikum reynt að öðlast traust drengjanna og beitt ýmsum leiðum til að reyna að fá þá til að hitta sig í kynferðislegum tilgangi, ýmist á netinu eða í eigin persónu. Maðurinn er einnig ákærður fyrir að hvetja drengina til að prófa maríhúana. Í ákærunni kemur einnig fram að myndir og hreyfimyndir í þúsundatali, sem sýndu börn á kynferðislegan og klámfenginn hátt, hafi fundist á flakkara, fartölvu og farsíma mannsins. Þess er krafist að tækin verði gerð upptæk. Mæður drengjanna krefjast þess jafnframt að manninum verði gert að greiða sonum þeirra samtals rúmlega 3,6 milljónir í miskabætur. Lögreglumál Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Bandarískur karlmaður á fertugsaldri sem hefur verið í varðhaldi síðan í lok janúar hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot gegn þremur drengjum. RÚV greindi fyrst frá en Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari staðfestir í samtali við Vísi að maðurinn hafi verið ákærður. Rannsókn málsins er umfangsmikil og tekur til nokkurra landa. Hún var jafnframt unnin í samstarfi við lögregluyfirvöld erlendis en maðurinn hafði ekki fasta búsetu hér á landi. Maðurinn er ákærður fyrir kynferðisbrot, kynferðislega áreitni, brot gegn barnaverndarlögum og brot á lögum um ávana- og fíkniefni. Hann braut á þremur drengjum og virðist hafa verið mislengi í samskiptum við þá. Þannig er maðurinn sagður hafa sett sig í samband við einn drenginn haustið 2016 og þóst vera 11 ára gömul stúlka. Eftir það hafi hann verið í samskiptum við drenginn á samskiptaforritinu Snapchat undir eigin nafni fram til 30. janúar síðastliðinn. Þá tók lögreglan yfir samskiptin, að því er fram kemur í frétt RÚV. Þá er manninum gefið að sök að hafa byrjað að brjóta gegn öðrum drengnum fyrir tveimur árum og þeim þriðja fyrir þremur árum. Maðurinn hafi í öllum tilvikum reynt að öðlast traust drengjanna og beitt ýmsum leiðum til að reyna að fá þá til að hitta sig í kynferðislegum tilgangi, ýmist á netinu eða í eigin persónu. Maðurinn er einnig ákærður fyrir að hvetja drengina til að prófa maríhúana. Í ákærunni kemur einnig fram að myndir og hreyfimyndir í þúsundatali, sem sýndu börn á kynferðislegan og klámfenginn hátt, hafi fundist á flakkara, fartölvu og farsíma mannsins. Þess er krafist að tækin verði gerð upptæk. Mæður drengjanna krefjast þess jafnframt að manninum verði gert að greiða sonum þeirra samtals rúmlega 3,6 milljónir í miskabætur.
Lögreglumál Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira