Innlent

Guðni með yfirburðarfylgi

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Guðmundur Franklín Jónsson og Guðni Th. Jóhannesson.
Guðmundur Franklín Jónsson og Guðni Th. Jóhannesson. Vísir/Vilhelm

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands nýtur 90,4 prósenta fylgis ef marka má nýjasta þjóðarpúls Gallup. Mótframbjóðandi hans í forsetakosningunum sem framundan eru, Guðmundur Franklin Jónsson, er með öllu minna fylgi eða 9,6 prósent.

RÚV greinir frá og vísar þar í skoðanakönnun Gallup frá deginum í dag. Þar kemur meðal annars fram að Guðni njóti forskots á nærri alla mælikvarða, 86 prósent karla og 95 prósent kvenna segjast til að mynda ætla að kjósa Guðna. 

Stuðningsmenn flestra stjórnmálaflokka virðast vera í liði með Guðna, nema þeir sem styðja Miðflokkinn en 55 prósent þeirra segjast styðja Guðmund.

Skoðanakönnun Gallup var framkvæmd á netinu dagana 29. maí til dagsins í dag. Heildarúrtak var 1.108 manns og var þátttökuhlutfall um 55 prósent.

Forsetakosningarnar verða haldnar þann 27. júní næstkomandi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×