Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu

Kristín Ólafsdóttir skrifar

Lögregluofbeldi og kynþáttafordómum var mótmælt áfram í Bandaríkjunum í dag, áttunda daginn í röð. Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna og Donald Trump forseta greinir á um hvort beita eigi hernum gegn mótmælendum.

Einnig var mótmælt á Íslandi í dag en fjöldi fólks kom saman á Austurvelli síðdegis til að sýna samstöðu. Fjallað verður um mótmælin hér á landi og erlendis í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Þá segjum við frá því að íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri hafi verið handtekinn á Suðurnesjum í gær, grunaður um að hafa selt hlaupbangsa sem innihéldu fíkniefni. Maðurinn játaði sök.

Bílnum verður ýtt til hliðar og gangandi og hjólandi vegfarendur settir forgang í nýju hverfi Reykjavíkur í Skerjafirði. Rætt verður við talsmann borgarstjórnarmeirihlutans í fréttatímanum sem hafnar því að verið sé að brjóta samninga við ríkið í flugvallarmálinu með uppbyggingu svæðisins.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis í opinni dagskrá klukkan 18:30.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.