Erlent

Namibísk yfirvöld leita til Interpol vegna Samherjaskjalanna

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Hinir sex ákærðu verða áfram í haldi þar til málið verður tekið fyrir 28. ágúst.
Hinir sex ákærðu verða áfram í haldi þar til málið verður tekið fyrir 28. ágúst. Skjáskot/Informanté

Yfirvöld í Namibíu hafa óskað eftir aðstoð alþjóðalögreglunnar Interpol við rannsókn á málinu um Samherjaskjölin. Rannsóknin teygir anga sína til níu landa en yfirvöld í Namibíu óska eftir liðsinni Interpol í öllum níu löndunum en Ísland er þar á meðal.

Namibíski miðillinn Informanté greinir frá beiðni namibískra yfirvalda en RÚV sagði fyrst frá innlendra miðla. 

Ólafur Þór Hauksson, héraðssaksóknari, segir í samtali við fréttastofu RÚV að embættið hefði átt í samskiptum við Interpol en vildi ekki nánar ofan í saumana á því sem fólst í samvinnunni.

Mennirnir sex sem hafa verið ákærðir í málinu verða ekki látnir lausir á meðan rannsókn málsins stendur. Dómari hefur fyrirskipað að þeir verði áfram í haldi lögreglu þar til málið verður tekið fyrir í haust, nánar tiltekið 28. ágúst.


Tengdar fréttir

„Ég hef ekkert að fela“

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segir hvorki sig né ráðuneyti sitt hafa neitt að fela í tengslum við Samherjamálið.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×