Enski boltinn

Fótboltastjarnan var með níu öðrum í herbergi í herþjálfuninni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Son Heung-Min í leik með Tottenham á móti Aston Villa í febrúar þar sem hann skoraði tvö mörk og handleggsbrotnaði að auki.
Son Heung-Min í leik með Tottenham á móti Aston Villa í febrúar þar sem hann skoraði tvö mörk og handleggsbrotnaði að auki. EPA-EFE/PETER POWELL

Tottenham maðurinn Son Heung-min ætti að mæta í góðu formi til æfinga hjá Tottenham eftir að hafa notað kórónuveiruhléið til að klára þriggja vikna herþjálfun í heimalandi sínu Suður-Kóreu.

Son Heung-min stóð sig það vel í herþjálfuninni að hann fékk meðal annars verðlaun fyrir frábæra skottækni sína. Þar erum við að tala um byssuskot en ekki fótboltaskot.

Það er ljóst á lýsingu Son Heung-min að hann fékk enga sérmeðferð þrátt fyrir að vera ein frægasti íþróttamaður Suður-Kóreu í dag.

„Það hefur verið mjög mikið að gera hjá mér þessa þrjá mánuði," sagði Son Heung-min í viðltali á heimasíðu Tottenham.

Son Heung-min var líka að ná sér eftir handleggsbrot í leik með Tottenham á móti Aston Villa í febrúar.

„Þetta var góð lífsreynsla fyrir mig. Ég má ekki segja frá öllu sem ég gerði en ég naut þessarar lífsreynslu. Þetta voru samt erfiðar þrjár vikur en ég reyndi að njóta þeirra. Ég veit ekki hvernig hinum leið en fyrir mig var þetta góð upplifun þótt hún væri löng," sagði Son Heung-min.

„Fyrsta daginn þekkti maður engan og þetta var svolítið furðulegt en svo kynntumst við allir betur. Við eyddum öllum dögum saman og svo vorum við tíu saman í herbergi sem þýddi að við urðum mjög nánir. Við hjálpuðumst allir að," sagði Son.

„Fyrstu tvo dagana þorðu þeir ekkert að tala við mig en í lokin vorum við farnir að grínast í hverjum öðrum og nutum þess að vera saman," sagði Son.

Allir karlmenn í Suður-Kóreu þurfa að skila af sér herskyldu fyrir 28 ára afmælið sitt og 28 ára afmælisdagur Son Heung-min í júlí.

Að öllu eðlilegu hefði Son Heung-min þurft að missa af einhverjum leikjum með Tottenham til að ljúka herskyldu sinni í tíma en kórónuveirufaraldurinn kom sér vel fyrir hann hvað þetta varðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×