Brynjar segir fráleitt að tala um gjafakvóta, þjófnað og Samherja í sömu andrá Jakob Bjarnar skrifar 3. júní 2020 09:12 Brynjar telur fráleitt að tala um Samherja og gjafakvótakerfið í sömu andrá. Fyrirtækið efldist vegna dugnaðar eigenda sem lögðu allt í sölurnar. Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja hefur staðið í ströngu að undanförnu. visir/vilhelm Brynjar Níelsson alþingismaður segist ekki ætla að vera fávitinn sem eyðilagði mikilvægustu atvinnugrein landsins, sjávarútveginn, með sýndarmennsku og illa útfærðum breytingartillögum á fiskveiðistjórnunarkerfinu. Þetta kemur fram í annarri grein Brynjars sem hann birtir á Vísi og fjallar um kvótakerfið. Þar beinir hann spjótum sínum í allar áttir. Sakar ónafngreinda stjórnmálamenn um lýðskrum og gefur lítið fyrir fjölmiðlana Stundina og Kjarnann sem hann kallar skoðanamiðla. Brynjar segist sjálfur ekki eiga neinna hagsmuna að gæta nema þeirra að hann sé sem Íslendingur þakklátur fyrir sjálfbæran sjávarútveg sem lagt hefur sitt til samfélagsins. Og hann telur fyrirtækið Samherja, sem hefur verið í fréttum að undanförnu bæði vegna meintra mútugreiðslna í Namibíu og í kjölfarið þegar það var skráð á aðra kynslóð, ómaklega gagnrýnt. „Þegar talað er um gjafakvóta og þjófnað á auðlindinni er Samherji afleitt dæmi. Nú er svo komið að nánast allur kvóti sem úthlutað var á sínum tíma eftir málefnalegum sjónarmiðum og í samræmi við réttindaákvæði stjórnarskrárinnar, hefur gengið kaupum og sölum samkvæmt gildandi lögum á hverjum tíma. Því er fráleitt að tala um gjafakvóta í dag, hvað þá þjófnað.“ Hann segir fyrirtækið Samherja hafa vaxið og dafnað vegna dugmikilla eigenda sem lögðu allt í sölurnar. Brynjar telur allt tal um gjafakvóta fleipur og kjafthátt. „Við upphaf kvótakerfisins hófu Samherjamenn útgerð með að kaupa gamlan ryðdall sem þeir gerðu upp með því að skuldsetja sig og fjölskyldurnar upp í rjáfur. Eina aflaheimildin var svokallaður skipstjórakvóti. Þetta var líkara trilluútgerð. Áfram héldu Samherjamenn að skuldsetja sig til að geta aukið við aflaheimildir sínar. Reksturinn reyndist áhættunnar virði og fyrirtækið óx jafnt og þétt. Haslaði Samherji sér völl víðar en á Íslandi og á í öflugum útgerðarfélögum í öðrum löndum.“ Sjávarútvegur Alþingi Panama-skjölin Fjölmiðlar Tengdar fréttir Fiskveiðiauðlindin II Brynjar Níelsson heldur áfram að fjalla um fiskveiðistjórnunarkerfið og segist ekki ætla að taka þátt í þeirri sýndarmennsku sem einkennir umræðu um kvótakerfið til að næla sér í atkvæði. 3. júní 2020 08:56 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Sjá meira
Brynjar Níelsson alþingismaður segist ekki ætla að vera fávitinn sem eyðilagði mikilvægustu atvinnugrein landsins, sjávarútveginn, með sýndarmennsku og illa útfærðum breytingartillögum á fiskveiðistjórnunarkerfinu. Þetta kemur fram í annarri grein Brynjars sem hann birtir á Vísi og fjallar um kvótakerfið. Þar beinir hann spjótum sínum í allar áttir. Sakar ónafngreinda stjórnmálamenn um lýðskrum og gefur lítið fyrir fjölmiðlana Stundina og Kjarnann sem hann kallar skoðanamiðla. Brynjar segist sjálfur ekki eiga neinna hagsmuna að gæta nema þeirra að hann sé sem Íslendingur þakklátur fyrir sjálfbæran sjávarútveg sem lagt hefur sitt til samfélagsins. Og hann telur fyrirtækið Samherja, sem hefur verið í fréttum að undanförnu bæði vegna meintra mútugreiðslna í Namibíu og í kjölfarið þegar það var skráð á aðra kynslóð, ómaklega gagnrýnt. „Þegar talað er um gjafakvóta og þjófnað á auðlindinni er Samherji afleitt dæmi. Nú er svo komið að nánast allur kvóti sem úthlutað var á sínum tíma eftir málefnalegum sjónarmiðum og í samræmi við réttindaákvæði stjórnarskrárinnar, hefur gengið kaupum og sölum samkvæmt gildandi lögum á hverjum tíma. Því er fráleitt að tala um gjafakvóta í dag, hvað þá þjófnað.“ Hann segir fyrirtækið Samherja hafa vaxið og dafnað vegna dugmikilla eigenda sem lögðu allt í sölurnar. Brynjar telur allt tal um gjafakvóta fleipur og kjafthátt. „Við upphaf kvótakerfisins hófu Samherjamenn útgerð með að kaupa gamlan ryðdall sem þeir gerðu upp með því að skuldsetja sig og fjölskyldurnar upp í rjáfur. Eina aflaheimildin var svokallaður skipstjórakvóti. Þetta var líkara trilluútgerð. Áfram héldu Samherjamenn að skuldsetja sig til að geta aukið við aflaheimildir sínar. Reksturinn reyndist áhættunnar virði og fyrirtækið óx jafnt og þétt. Haslaði Samherji sér völl víðar en á Íslandi og á í öflugum útgerðarfélögum í öðrum löndum.“
Sjávarútvegur Alþingi Panama-skjölin Fjölmiðlar Tengdar fréttir Fiskveiðiauðlindin II Brynjar Níelsson heldur áfram að fjalla um fiskveiðistjórnunarkerfið og segist ekki ætla að taka þátt í þeirri sýndarmennsku sem einkennir umræðu um kvótakerfið til að næla sér í atkvæði. 3. júní 2020 08:56 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Sjá meira
Fiskveiðiauðlindin II Brynjar Níelsson heldur áfram að fjalla um fiskveiðistjórnunarkerfið og segist ekki ætla að taka þátt í þeirri sýndarmennsku sem einkennir umræðu um kvótakerfið til að næla sér í atkvæði. 3. júní 2020 08:56