Brynjar segir fráleitt að tala um gjafakvóta, þjófnað og Samherja í sömu andrá Jakob Bjarnar skrifar 3. júní 2020 09:12 Brynjar telur fráleitt að tala um Samherja og gjafakvótakerfið í sömu andrá. Fyrirtækið efldist vegna dugnaðar eigenda sem lögðu allt í sölurnar. Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja hefur staðið í ströngu að undanförnu. visir/vilhelm Brynjar Níelsson alþingismaður segist ekki ætla að vera fávitinn sem eyðilagði mikilvægustu atvinnugrein landsins, sjávarútveginn, með sýndarmennsku og illa útfærðum breytingartillögum á fiskveiðistjórnunarkerfinu. Þetta kemur fram í annarri grein Brynjars sem hann birtir á Vísi og fjallar um kvótakerfið. Þar beinir hann spjótum sínum í allar áttir. Sakar ónafngreinda stjórnmálamenn um lýðskrum og gefur lítið fyrir fjölmiðlana Stundina og Kjarnann sem hann kallar skoðanamiðla. Brynjar segist sjálfur ekki eiga neinna hagsmuna að gæta nema þeirra að hann sé sem Íslendingur þakklátur fyrir sjálfbæran sjávarútveg sem lagt hefur sitt til samfélagsins. Og hann telur fyrirtækið Samherja, sem hefur verið í fréttum að undanförnu bæði vegna meintra mútugreiðslna í Namibíu og í kjölfarið þegar það var skráð á aðra kynslóð, ómaklega gagnrýnt. „Þegar talað er um gjafakvóta og þjófnað á auðlindinni er Samherji afleitt dæmi. Nú er svo komið að nánast allur kvóti sem úthlutað var á sínum tíma eftir málefnalegum sjónarmiðum og í samræmi við réttindaákvæði stjórnarskrárinnar, hefur gengið kaupum og sölum samkvæmt gildandi lögum á hverjum tíma. Því er fráleitt að tala um gjafakvóta í dag, hvað þá þjófnað.“ Hann segir fyrirtækið Samherja hafa vaxið og dafnað vegna dugmikilla eigenda sem lögðu allt í sölurnar. Brynjar telur allt tal um gjafakvóta fleipur og kjafthátt. „Við upphaf kvótakerfisins hófu Samherjamenn útgerð með að kaupa gamlan ryðdall sem þeir gerðu upp með því að skuldsetja sig og fjölskyldurnar upp í rjáfur. Eina aflaheimildin var svokallaður skipstjórakvóti. Þetta var líkara trilluútgerð. Áfram héldu Samherjamenn að skuldsetja sig til að geta aukið við aflaheimildir sínar. Reksturinn reyndist áhættunnar virði og fyrirtækið óx jafnt og þétt. Haslaði Samherji sér völl víðar en á Íslandi og á í öflugum útgerðarfélögum í öðrum löndum.“ Sjávarútvegur Alþingi Panama-skjölin Fjölmiðlar Tengdar fréttir Fiskveiðiauðlindin II Brynjar Níelsson heldur áfram að fjalla um fiskveiðistjórnunarkerfið og segist ekki ætla að taka þátt í þeirri sýndarmennsku sem einkennir umræðu um kvótakerfið til að næla sér í atkvæði. 3. júní 2020 08:56 Mest lesið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Sökk í mýri við Stokkseyri Innlent Fleiri fréttir Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjá meira
Brynjar Níelsson alþingismaður segist ekki ætla að vera fávitinn sem eyðilagði mikilvægustu atvinnugrein landsins, sjávarútveginn, með sýndarmennsku og illa útfærðum breytingartillögum á fiskveiðistjórnunarkerfinu. Þetta kemur fram í annarri grein Brynjars sem hann birtir á Vísi og fjallar um kvótakerfið. Þar beinir hann spjótum sínum í allar áttir. Sakar ónafngreinda stjórnmálamenn um lýðskrum og gefur lítið fyrir fjölmiðlana Stundina og Kjarnann sem hann kallar skoðanamiðla. Brynjar segist sjálfur ekki eiga neinna hagsmuna að gæta nema þeirra að hann sé sem Íslendingur þakklátur fyrir sjálfbæran sjávarútveg sem lagt hefur sitt til samfélagsins. Og hann telur fyrirtækið Samherja, sem hefur verið í fréttum að undanförnu bæði vegna meintra mútugreiðslna í Namibíu og í kjölfarið þegar það var skráð á aðra kynslóð, ómaklega gagnrýnt. „Þegar talað er um gjafakvóta og þjófnað á auðlindinni er Samherji afleitt dæmi. Nú er svo komið að nánast allur kvóti sem úthlutað var á sínum tíma eftir málefnalegum sjónarmiðum og í samræmi við réttindaákvæði stjórnarskrárinnar, hefur gengið kaupum og sölum samkvæmt gildandi lögum á hverjum tíma. Því er fráleitt að tala um gjafakvóta í dag, hvað þá þjófnað.“ Hann segir fyrirtækið Samherja hafa vaxið og dafnað vegna dugmikilla eigenda sem lögðu allt í sölurnar. Brynjar telur allt tal um gjafakvóta fleipur og kjafthátt. „Við upphaf kvótakerfisins hófu Samherjamenn útgerð með að kaupa gamlan ryðdall sem þeir gerðu upp með því að skuldsetja sig og fjölskyldurnar upp í rjáfur. Eina aflaheimildin var svokallaður skipstjórakvóti. Þetta var líkara trilluútgerð. Áfram héldu Samherjamenn að skuldsetja sig til að geta aukið við aflaheimildir sínar. Reksturinn reyndist áhættunnar virði og fyrirtækið óx jafnt og þétt. Haslaði Samherji sér völl víðar en á Íslandi og á í öflugum útgerðarfélögum í öðrum löndum.“
Sjávarútvegur Alþingi Panama-skjölin Fjölmiðlar Tengdar fréttir Fiskveiðiauðlindin II Brynjar Níelsson heldur áfram að fjalla um fiskveiðistjórnunarkerfið og segist ekki ætla að taka þátt í þeirri sýndarmennsku sem einkennir umræðu um kvótakerfið til að næla sér í atkvæði. 3. júní 2020 08:56 Mest lesið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Sökk í mýri við Stokkseyri Innlent Fleiri fréttir Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjá meira
Fiskveiðiauðlindin II Brynjar Níelsson heldur áfram að fjalla um fiskveiðistjórnunarkerfið og segist ekki ætla að taka þátt í þeirri sýndarmennsku sem einkennir umræðu um kvótakerfið til að næla sér í atkvæði. 3. júní 2020 08:56