Telja brunann í Hrísey af mannavöldum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 2. júní 2020 10:48 Mikill eldur logaði í frystihúsinu í Hrísey á fimmtudag. Lögregla telur að bruninn hafi verið af mannavöldum, en óljóst er hvort um slys eða íkveikju var að ræða. Steinar Ólafsson Lögreglan á Akureyri hefur nánast útilokað að bruninn sem varð í frystihúsi Hríseyjar Seafood í Hrísey á fimmtudagsmorgun hafi komið til vegna rafmagnsbilunar. Nú er unnið með tvær kenningar. Bruninn hafi verið af mannavöldum, en óljóst er hvort um slys eða íkveikju hafi verið að ræða. Lögregla telur slys þó líklegra eins og er. Þetta segir Bergur Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á Akureyri í samtali við Vísi. Hann segir að síðastliðinn föstudag, daginn eftir brunann, hafi rannsakendur frá tæknideild lögreglunnar farið ásamt sérfræðingi frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun farið út í eyjuna og rannsakað vettvang brunans. „Í fyrstu atrennu útiloka þeir rafmagnið, og segja að þetta sé þar af leiðandi bruni af mannavöldum. En það er ekki hægt að segja til hvort um sé að ræða íkveikju eða slys,“ segir Bergur. Fyrstu upplýsingar hafi gefið til kynna að rafmagnsbilun í rými þar sem lyftarar voru í hleðslu hafi mögulega valdið eldinum. Svo virðist þó ekki vera. Frystihúsið brann til kaldra kola, og lítið sem ekkert var eftir.Vísir/Tryggvi Telja slys líklegra eins og sakir standa „Nú er verið að vinna úr gögnum sem þeir tóku. Við höfum verið með skýrslutökur af vitnum og skoðað myndefni og annað. Við höllumst meira að því að þetta sé slys,“ segir Bergur. Hann segir ekkert hægt að fullyrða um hvað gögnin kunni, eða kunni ekki, að leiða í ljós. „Líkleg skýring væri slys. Það var verið að sjóða í rými þar sem við sjáum að eldur kemur upp, þannig að það er eitthvað sem ekki er hægt að útiloka. Að neisti hafi flogið eitthvað.“ Bergur segir hins vegar að fyrirliggjandi gögn sanni ekki með beinum hætti að sú sé raunin. „Á meðan við höfum ekki skýrslu frá þeim er þetta bara opið og þessar tvær kenningar eftir,“ segir hann. Bergur bendir þó á að brunar séu oft illrannsakanlegir, með tilliti til eldsupptaka. „Þetta er bara það erfiðasta sem þú getur unnið með til að komast að einhverri niðurstöðu. En þetta eru þessar vinnutilgátur sem við erum að elta í dag.“ Stórbruni í Hrísey Akureyri Hrísey Lögreglumál Tengdar fréttir Vettvangsrannsókn lokið í Hrísey Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur lokið rannsókn sinni á vettvangi stórbrunans í fiskvinnslu Hrísey Seafood í Hrísey í gær. 29. maí 2020 18:19 Eigendur Hríseyjar Seafood í áfalli Allir hafi þó komist heilir frá eldsvoðanum, og það skipti mestu máli. 28. maí 2020 10:20 Fullar geymslur af fiski fuðruðu upp í stórbrunanum í Hrísey Fiskvinnsla Hrísey Seafood í Hrísey brann til kaldra kola í stórbruna í eyjunni í morgun. Íbúar segja eldsvoðann gríðarlegt áfall en vinnsla var við það að hefjast á ný eftir hlé vegna kórónuveirufaraldursins. 28. maí 2020 20:15 Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fleiri fréttir Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Sjá meira
Lögreglan á Akureyri hefur nánast útilokað að bruninn sem varð í frystihúsi Hríseyjar Seafood í Hrísey á fimmtudagsmorgun hafi komið til vegna rafmagnsbilunar. Nú er unnið með tvær kenningar. Bruninn hafi verið af mannavöldum, en óljóst er hvort um slys eða íkveikju hafi verið að ræða. Lögregla telur slys þó líklegra eins og er. Þetta segir Bergur Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á Akureyri í samtali við Vísi. Hann segir að síðastliðinn föstudag, daginn eftir brunann, hafi rannsakendur frá tæknideild lögreglunnar farið ásamt sérfræðingi frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun farið út í eyjuna og rannsakað vettvang brunans. „Í fyrstu atrennu útiloka þeir rafmagnið, og segja að þetta sé þar af leiðandi bruni af mannavöldum. En það er ekki hægt að segja til hvort um sé að ræða íkveikju eða slys,“ segir Bergur. Fyrstu upplýsingar hafi gefið til kynna að rafmagnsbilun í rými þar sem lyftarar voru í hleðslu hafi mögulega valdið eldinum. Svo virðist þó ekki vera. Frystihúsið brann til kaldra kola, og lítið sem ekkert var eftir.Vísir/Tryggvi Telja slys líklegra eins og sakir standa „Nú er verið að vinna úr gögnum sem þeir tóku. Við höfum verið með skýrslutökur af vitnum og skoðað myndefni og annað. Við höllumst meira að því að þetta sé slys,“ segir Bergur. Hann segir ekkert hægt að fullyrða um hvað gögnin kunni, eða kunni ekki, að leiða í ljós. „Líkleg skýring væri slys. Það var verið að sjóða í rými þar sem við sjáum að eldur kemur upp, þannig að það er eitthvað sem ekki er hægt að útiloka. Að neisti hafi flogið eitthvað.“ Bergur segir hins vegar að fyrirliggjandi gögn sanni ekki með beinum hætti að sú sé raunin. „Á meðan við höfum ekki skýrslu frá þeim er þetta bara opið og þessar tvær kenningar eftir,“ segir hann. Bergur bendir þó á að brunar séu oft illrannsakanlegir, með tilliti til eldsupptaka. „Þetta er bara það erfiðasta sem þú getur unnið með til að komast að einhverri niðurstöðu. En þetta eru þessar vinnutilgátur sem við erum að elta í dag.“
Stórbruni í Hrísey Akureyri Hrísey Lögreglumál Tengdar fréttir Vettvangsrannsókn lokið í Hrísey Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur lokið rannsókn sinni á vettvangi stórbrunans í fiskvinnslu Hrísey Seafood í Hrísey í gær. 29. maí 2020 18:19 Eigendur Hríseyjar Seafood í áfalli Allir hafi þó komist heilir frá eldsvoðanum, og það skipti mestu máli. 28. maí 2020 10:20 Fullar geymslur af fiski fuðruðu upp í stórbrunanum í Hrísey Fiskvinnsla Hrísey Seafood í Hrísey brann til kaldra kola í stórbruna í eyjunni í morgun. Íbúar segja eldsvoðann gríðarlegt áfall en vinnsla var við það að hefjast á ný eftir hlé vegna kórónuveirufaraldursins. 28. maí 2020 20:15 Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fleiri fréttir Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Sjá meira
Vettvangsrannsókn lokið í Hrísey Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur lokið rannsókn sinni á vettvangi stórbrunans í fiskvinnslu Hrísey Seafood í Hrísey í gær. 29. maí 2020 18:19
Eigendur Hríseyjar Seafood í áfalli Allir hafi þó komist heilir frá eldsvoðanum, og það skipti mestu máli. 28. maí 2020 10:20
Fullar geymslur af fiski fuðruðu upp í stórbrunanum í Hrísey Fiskvinnsla Hrísey Seafood í Hrísey brann til kaldra kola í stórbruna í eyjunni í morgun. Íbúar segja eldsvoðann gríðarlegt áfall en vinnsla var við það að hefjast á ný eftir hlé vegna kórónuveirufaraldursins. 28. maí 2020 20:15