Fullar geymslur af fiski fuðruðu upp í stórbrunanum í Hrísey Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. maí 2020 20:15 Frystihúsið brann til kaldra kola, og lítið sem ekkert er eftir. Vísir/Tryggvi Fiskvinnsla Hrísey Seafood í Hrísey brann til kaldra kola í stórbruna í eyjunni í morgun. Íbúar segja eldsvoðann gríðarlegt áfall en vinnsla var við það að hefjast á ný eftir hlé vegna kórónuveirufaraldursins. Starfsmaður vinnslunnar sem gisti þar varð fyrstur var við eldinn klukkan fimm í morgun, komst hann út og hringdi á hjálp. Heimamenn sem manna slökkviliðið í Hrísey voru fyrstir á vettvang en slökkviliðið á Akureyri þurfti að aka 30 kílómetra og taka ferju til að komast á eldstað. Strax var ljóst að um stórbruna væri að ræða. „Maður sá það fljótt. Maður var rétt kominn yfir hæðina yfir Sandinn þá blasti bara reykurinn við og eldsúlan upp í loftið. Maður vissi strax hvers lags var,“ segir Ólafur Stefánsson, slökkviliðsstjóri Slökkviliðsins á Akureyri sem stýrði aðgerðum á vettvangi. Hér má sjá drónamyndband sem Laimonas Rimkus birti á Facebook í morgun. Slökkviliðið einbeitti sér að varnarstarfi við komuna en gríðarlega mikill eldur var í elsta hluta fiskvinnslunnar. Mikið af eldfimu efni og búnaði var innanhús sem torveldaði slökkvistarf. „Það er gríðarlega orkumikill eldur þarna inni þannig að fyrstu aðgerðir virtust ekki vera að gera mikið. Það var ekki fyrr en þakið hrundi sem það fór að ganga að slökkva í þessu. Þangað til það gerðist vorum við meira í að verja þessi hús,“ segir Ólafur. Eldurinn náði þó að teygja sig yfir í nærliggjandi byggingar. Mikið púður fór í að verja nýrri hluta fiskvinnslunnar auk þess sem að reykkafarar náðu að slökkva eld sem barst yfir í Salthúsið svokallaða, hinum megin við götuna. „Það er allt sviðbrunnið og kolað inn í hinum hluta hússins líka en húsið sjálft stendur og er ekki brunnið niður. Svo er náttúrúlega svolítð skemmt húsð hinu megin. Við misstum eld yfir í turninn á því húsi,“ segir Ólafur. Fiskvinnslan er gjörónýt og það sem eykur tjónið er að allar geymslur voru fullar af fiski. Starfsemin var að fara aftur af stað eftir hlé vegna kórónuveirufaraldursins. „Já, það var eiginlega komið allt á fullt. Allar geymslur fullar af fiski til útflutnings og til vinnslu. Gott dæmi um það að það beið á Sandinum fiskur klukkan sjö í morgun sem átti að fara í vinnslu í morgunsárið,” segir Kristinn Frímann Árnason, einn af þeim sem var fyrstur á vettvang. Eigandi vinnslunar baðst undan viðtali en sagði ljóst að tjónið væri mikið enda hafi vinnslan verið byggð upp að undanförnu. Eftir langt vinnslustopp vegna Covid-19 hafi menn séð ljós í myrkrinu með því að geta farið að hefja vinnslu á ný, svo dynji þetta yfir. Áfffalið sé því mikið, ekki síst fyrir íbúa eyjunnar. „Já, þetta er stærsti vinnustaðurinn í eyjunni þannig að þetta er gríðarlegt áfall fyrir okkur öll í eyjunni,“ segir Kristinn sem bindur vonir við að eigendurnir, sem eru tiltölulega nýteknir við fiskvinnslunni byggi hana upp á nýjan leik. „Við bundum miklar vonir við þessar eigendur, þeir voru svo áhugasamir. En við bara vonum að það opnist aðrar dyr og þeir bara byggi upp. Við vonum bara það besta.“ Hrísey Akureyri Slökkvilið Sjávarútvegur Stórbruni í Hrísey Tengdar fréttir Eigendur Hríseyjar Seafood í áfalli Allir hafi þó komist heilir frá eldsvoðanum, og það skipti mestu máli. 28. maí 2020 10:20 Búnir að ná tökum á eldinum Slökkviliðsmenn telja sig hafa náð tökum á eldinum sem kviknaði í Hrísey í morgun. 28. maí 2020 09:53 Eldurinn hefur borist í annað fiskvinnsluhús Eldurinn sem kviknaði í frystihúsinu í Hrísey í morgun hefur borist yfir í annað fiskvinnsluhús á hafnarsvæðinu. 28. maí 2020 08:00 Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Sjá meira
Fiskvinnsla Hrísey Seafood í Hrísey brann til kaldra kola í stórbruna í eyjunni í morgun. Íbúar segja eldsvoðann gríðarlegt áfall en vinnsla var við það að hefjast á ný eftir hlé vegna kórónuveirufaraldursins. Starfsmaður vinnslunnar sem gisti þar varð fyrstur var við eldinn klukkan fimm í morgun, komst hann út og hringdi á hjálp. Heimamenn sem manna slökkviliðið í Hrísey voru fyrstir á vettvang en slökkviliðið á Akureyri þurfti að aka 30 kílómetra og taka ferju til að komast á eldstað. Strax var ljóst að um stórbruna væri að ræða. „Maður sá það fljótt. Maður var rétt kominn yfir hæðina yfir Sandinn þá blasti bara reykurinn við og eldsúlan upp í loftið. Maður vissi strax hvers lags var,“ segir Ólafur Stefánsson, slökkviliðsstjóri Slökkviliðsins á Akureyri sem stýrði aðgerðum á vettvangi. Hér má sjá drónamyndband sem Laimonas Rimkus birti á Facebook í morgun. Slökkviliðið einbeitti sér að varnarstarfi við komuna en gríðarlega mikill eldur var í elsta hluta fiskvinnslunnar. Mikið af eldfimu efni og búnaði var innanhús sem torveldaði slökkvistarf. „Það er gríðarlega orkumikill eldur þarna inni þannig að fyrstu aðgerðir virtust ekki vera að gera mikið. Það var ekki fyrr en þakið hrundi sem það fór að ganga að slökkva í þessu. Þangað til það gerðist vorum við meira í að verja þessi hús,“ segir Ólafur. Eldurinn náði þó að teygja sig yfir í nærliggjandi byggingar. Mikið púður fór í að verja nýrri hluta fiskvinnslunnar auk þess sem að reykkafarar náðu að slökkva eld sem barst yfir í Salthúsið svokallaða, hinum megin við götuna. „Það er allt sviðbrunnið og kolað inn í hinum hluta hússins líka en húsið sjálft stendur og er ekki brunnið niður. Svo er náttúrúlega svolítð skemmt húsð hinu megin. Við misstum eld yfir í turninn á því húsi,“ segir Ólafur. Fiskvinnslan er gjörónýt og það sem eykur tjónið er að allar geymslur voru fullar af fiski. Starfsemin var að fara aftur af stað eftir hlé vegna kórónuveirufaraldursins. „Já, það var eiginlega komið allt á fullt. Allar geymslur fullar af fiski til útflutnings og til vinnslu. Gott dæmi um það að það beið á Sandinum fiskur klukkan sjö í morgun sem átti að fara í vinnslu í morgunsárið,” segir Kristinn Frímann Árnason, einn af þeim sem var fyrstur á vettvang. Eigandi vinnslunar baðst undan viðtali en sagði ljóst að tjónið væri mikið enda hafi vinnslan verið byggð upp að undanförnu. Eftir langt vinnslustopp vegna Covid-19 hafi menn séð ljós í myrkrinu með því að geta farið að hefja vinnslu á ný, svo dynji þetta yfir. Áfffalið sé því mikið, ekki síst fyrir íbúa eyjunnar. „Já, þetta er stærsti vinnustaðurinn í eyjunni þannig að þetta er gríðarlegt áfall fyrir okkur öll í eyjunni,“ segir Kristinn sem bindur vonir við að eigendurnir, sem eru tiltölulega nýteknir við fiskvinnslunni byggi hana upp á nýjan leik. „Við bundum miklar vonir við þessar eigendur, þeir voru svo áhugasamir. En við bara vonum að það opnist aðrar dyr og þeir bara byggi upp. Við vonum bara það besta.“
Hrísey Akureyri Slökkvilið Sjávarútvegur Stórbruni í Hrísey Tengdar fréttir Eigendur Hríseyjar Seafood í áfalli Allir hafi þó komist heilir frá eldsvoðanum, og það skipti mestu máli. 28. maí 2020 10:20 Búnir að ná tökum á eldinum Slökkviliðsmenn telja sig hafa náð tökum á eldinum sem kviknaði í Hrísey í morgun. 28. maí 2020 09:53 Eldurinn hefur borist í annað fiskvinnsluhús Eldurinn sem kviknaði í frystihúsinu í Hrísey í morgun hefur borist yfir í annað fiskvinnsluhús á hafnarsvæðinu. 28. maí 2020 08:00 Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Sjá meira
Eigendur Hríseyjar Seafood í áfalli Allir hafi þó komist heilir frá eldsvoðanum, og það skipti mestu máli. 28. maí 2020 10:20
Búnir að ná tökum á eldinum Slökkviliðsmenn telja sig hafa náð tökum á eldinum sem kviknaði í Hrísey í morgun. 28. maí 2020 09:53
Eldurinn hefur borist í annað fiskvinnsluhús Eldurinn sem kviknaði í frystihúsinu í Hrísey í morgun hefur borist yfir í annað fiskvinnsluhús á hafnarsvæðinu. 28. maí 2020 08:00