Mikil aukning í umsóknum íbúa Hong Kong um bresk vegabréf Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 2. júní 2020 10:20 Li Keqiang, forsætisráðherra Kína, í beinni útsendingu á götum Hong Kong kynnir öryggislögin umdeildu. EPA-EFE/JEROME FAVRE Íbúar í Hong Kong geta sótt um endurnýjun á bresku vegabréfi sínu og átt möguleika á að verða breskir ríkisborgarar vegna yfirvofandi innleiðingu öryggislaga kínverskra stjórnvalda í Hong Kong. Öllum íbúum Hong Kong var afhent breskt vegabréf fyrir breska þegna erlendis (e. British National Overseas), BNO vegabréf, áður en svæðið var afhent Kína á ný árið 1997. Reuters greinir frá því að nærri þrjár milljónir Hong Kong búa geti sótt um vegabréfið. Það heimilar vegabréfshöfum að heimsækja Bretland í sex mánuði í senn en ekki að búa eða vinna þar sjálfkrafa. Sækja þarf sérstaklega um það þrátt fyrir að fólk búi yfir vegabréfinu. Dominic Raab, utanríkisráðherra Bretlands, sagði þó að hægt væri að endurskoða sex mánaða takmarkið komi til þess að öryggislögin verði innleidd. Öryggislögin voru samþykkt af kínverska þinginu fyrir helgi en þau munu hafa víðtæk áhrif á íbúa héraðsins og gera það refsivert að grafa undan yfirráðum Kína þar. Markmið laganna er sagt vera að koma í veg fyrir glæpsamlegt athæfi og hryðjuverkastarfsemi. Mannréttindasamtök hafa hins vegar gagnrýnt lögin og segja þau herða mjög að tjáningarfrelsi í héraðinu. Þá hafa ríkisstjórnir Bretlands, Bandaríkjanna, Ástralíu og Kanada fordæmt kínversk stjórnvöld. Þegar Bretar afhentu Kínverjum Hong Kong árið 1997 var það gegn þeirri skuldbindingu að íbúum héraðsins yrði tryggt grundvallarfrelsi. Ríkin fjögur segja þjóðaröryggislögin vera í trássi við þá skuldbindingu. Mikil aukning í umsóknum um BNO vegabréf Jafnvel áður en kínversk stjórnvöld kynntu lagatillöguna var mikil aukning í endurnýjun BNO vegabréfa og segir í frétt Reuters að rekja megi það til óeirðanna sem hafa staðið yfir í Hong Kong frá því í apríl í fyrra. Samkvæmt nýjum tölum sem fréttastofa Mingpao hefur undir höndum frá breska vegabréfaembættinu margfölduðust umsóknir fyrir BNO vegabréf á síðari hluta síðasta árs. Meira en 120 þúsund manns sóttu um árið 2019 en umsóknirnar voru um 14 þúsund árin 2017 og 2018. Þá hafa innflytjendaráðgjafar einnig greint frá því að mikil aukning hafi verið í fyrirspurnum um brottflutning frá Hong Kong frá því að Kína tilkynnti lagatillöguna 21. maí síðastliðinn. „Í síðustu viku bárust um 100 fyrirspurnir á dag,“ sagði Swing Wong, yfirmaður Midland innflytjendaráðgjafastofunnar, en fyrr á þessu ári voru þær um 50 á dag. Þá sagði hann að fólk spyrjist fyrir um Bretland, Bandaríkin, Kanada, Ástralíu, Taívan og Malasíu. Hong Kong Kína Bretland Tengdar fréttir Minningarathöfn um mótmælin á Torgi hins himneska friðar fellur niður í fyrsta skipti í þrjátíu ár Lögreglan í Hong Kong hefur bannað hald minningarathafnar um mótmælin á Torgi hins himneska friðar í fyrsta skipti í þrjátíu ár. 1. júní 2020 17:30 Vara Bandaríkin við því að grafa undan stöðu Hong Kong sem fjármálamiðstöð Æðstu ráðendur Hong Kong hafa varað Bandaríkin við því að skipta sér af innleiðingu umdeildra öryggislaga sem runnin eru undan rifjum Kommúnistaflokks Kína. 29. maí 2020 11:07 Vesturveldi mótmæla tilburðum Kína gagnvart Hong Kong Ríkisstjórnir Bretlands, Bandaríkjanna, Ástralíu og Kanada fordæmdu kínversk stjórnvöld vegna nýrra laga sem þau hafa samþykkt sem þrengja að frelsi íbúa Hong Kong. Lögin stangist einnig á við alþjóðlegar skuldbindingar Kína gagnvart sjálfstjórnarsvæðinu. 28. maí 2020 14:19 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fleiri fréttir Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Sjá meira
Íbúar í Hong Kong geta sótt um endurnýjun á bresku vegabréfi sínu og átt möguleika á að verða breskir ríkisborgarar vegna yfirvofandi innleiðingu öryggislaga kínverskra stjórnvalda í Hong Kong. Öllum íbúum Hong Kong var afhent breskt vegabréf fyrir breska þegna erlendis (e. British National Overseas), BNO vegabréf, áður en svæðið var afhent Kína á ný árið 1997. Reuters greinir frá því að nærri þrjár milljónir Hong Kong búa geti sótt um vegabréfið. Það heimilar vegabréfshöfum að heimsækja Bretland í sex mánuði í senn en ekki að búa eða vinna þar sjálfkrafa. Sækja þarf sérstaklega um það þrátt fyrir að fólk búi yfir vegabréfinu. Dominic Raab, utanríkisráðherra Bretlands, sagði þó að hægt væri að endurskoða sex mánaða takmarkið komi til þess að öryggislögin verði innleidd. Öryggislögin voru samþykkt af kínverska þinginu fyrir helgi en þau munu hafa víðtæk áhrif á íbúa héraðsins og gera það refsivert að grafa undan yfirráðum Kína þar. Markmið laganna er sagt vera að koma í veg fyrir glæpsamlegt athæfi og hryðjuverkastarfsemi. Mannréttindasamtök hafa hins vegar gagnrýnt lögin og segja þau herða mjög að tjáningarfrelsi í héraðinu. Þá hafa ríkisstjórnir Bretlands, Bandaríkjanna, Ástralíu og Kanada fordæmt kínversk stjórnvöld. Þegar Bretar afhentu Kínverjum Hong Kong árið 1997 var það gegn þeirri skuldbindingu að íbúum héraðsins yrði tryggt grundvallarfrelsi. Ríkin fjögur segja þjóðaröryggislögin vera í trássi við þá skuldbindingu. Mikil aukning í umsóknum um BNO vegabréf Jafnvel áður en kínversk stjórnvöld kynntu lagatillöguna var mikil aukning í endurnýjun BNO vegabréfa og segir í frétt Reuters að rekja megi það til óeirðanna sem hafa staðið yfir í Hong Kong frá því í apríl í fyrra. Samkvæmt nýjum tölum sem fréttastofa Mingpao hefur undir höndum frá breska vegabréfaembættinu margfölduðust umsóknir fyrir BNO vegabréf á síðari hluta síðasta árs. Meira en 120 þúsund manns sóttu um árið 2019 en umsóknirnar voru um 14 þúsund árin 2017 og 2018. Þá hafa innflytjendaráðgjafar einnig greint frá því að mikil aukning hafi verið í fyrirspurnum um brottflutning frá Hong Kong frá því að Kína tilkynnti lagatillöguna 21. maí síðastliðinn. „Í síðustu viku bárust um 100 fyrirspurnir á dag,“ sagði Swing Wong, yfirmaður Midland innflytjendaráðgjafastofunnar, en fyrr á þessu ári voru þær um 50 á dag. Þá sagði hann að fólk spyrjist fyrir um Bretland, Bandaríkin, Kanada, Ástralíu, Taívan og Malasíu.
Hong Kong Kína Bretland Tengdar fréttir Minningarathöfn um mótmælin á Torgi hins himneska friðar fellur niður í fyrsta skipti í þrjátíu ár Lögreglan í Hong Kong hefur bannað hald minningarathafnar um mótmælin á Torgi hins himneska friðar í fyrsta skipti í þrjátíu ár. 1. júní 2020 17:30 Vara Bandaríkin við því að grafa undan stöðu Hong Kong sem fjármálamiðstöð Æðstu ráðendur Hong Kong hafa varað Bandaríkin við því að skipta sér af innleiðingu umdeildra öryggislaga sem runnin eru undan rifjum Kommúnistaflokks Kína. 29. maí 2020 11:07 Vesturveldi mótmæla tilburðum Kína gagnvart Hong Kong Ríkisstjórnir Bretlands, Bandaríkjanna, Ástralíu og Kanada fordæmdu kínversk stjórnvöld vegna nýrra laga sem þau hafa samþykkt sem þrengja að frelsi íbúa Hong Kong. Lögin stangist einnig á við alþjóðlegar skuldbindingar Kína gagnvart sjálfstjórnarsvæðinu. 28. maí 2020 14:19 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fleiri fréttir Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Sjá meira
Minningarathöfn um mótmælin á Torgi hins himneska friðar fellur niður í fyrsta skipti í þrjátíu ár Lögreglan í Hong Kong hefur bannað hald minningarathafnar um mótmælin á Torgi hins himneska friðar í fyrsta skipti í þrjátíu ár. 1. júní 2020 17:30
Vara Bandaríkin við því að grafa undan stöðu Hong Kong sem fjármálamiðstöð Æðstu ráðendur Hong Kong hafa varað Bandaríkin við því að skipta sér af innleiðingu umdeildra öryggislaga sem runnin eru undan rifjum Kommúnistaflokks Kína. 29. maí 2020 11:07
Vesturveldi mótmæla tilburðum Kína gagnvart Hong Kong Ríkisstjórnir Bretlands, Bandaríkjanna, Ástralíu og Kanada fordæmdu kínversk stjórnvöld vegna nýrra laga sem þau hafa samþykkt sem þrengja að frelsi íbúa Hong Kong. Lögin stangist einnig á við alþjóðlegar skuldbindingar Kína gagnvart sjálfstjórnarsvæðinu. 28. maí 2020 14:19