Fótbolti

Jón Dagur hafði betur gegn Aroni Elís í dönsku úrvalsdeildinni

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Jón Dagur og félagar í AGF höfðu ærna ástæðu til að fagna.
Jón Dagur og félagar í AGF höfðu ærna ástæðu til að fagna. Vísir/AGF

Tveir Íslendingar voru í eldlínunni þegar AGF og OB mættust í dönsku úrvalsdeildinni í kvöld. Fór það svo að Jón Dagur Þorsteinsson og félagar í AGF höfðu betur 1-0 gegn OB en Aron Elís Þrándarsson var í byrjunarliði gestanna.

Það tók Jón Dag aðeins fimmtán mínútur að fá gult spjald en fyrir utan það gerðist fátt markvert í fyrri hálfleik og var staðan markalaus að honum loknum. 

Jón fór af velli á 70. mínútu leiksins en átta mínútum síðar kom sigurmark leiksins. Það gerði varamaðurinn Nicklas Helenius en hann var nýkominn inn af bekknum þegar hann skoraði. Aron Elís og félögum tókst ekki að jafna metin og var Aron á endanum tekinn af velli þegar fjórar mínútur voru til leiksloka. 

Lokatölur 1-0 fyrir AGF sem styrkti þar með stöðu sína í 3. sæti þar sem liðið er með 44 stig á meðan OB er í 10. sæti með 30 stig.

Í hinum leik kvöldsins vann FC Kaupmannahöfn öruggan 4-1 sigur á Lyngby.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×