Fótbolti

Mikael lék klukkutíma í óvæntu tapi toppliðsins

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Mikael var ekki á skótskónum frekar en samherjar sínir í dag.
Mikael var ekki á skótskónum frekar en samherjar sínir í dag. Vísir/Getty

Landsliðsmaðurinn Mikael Anderson var í byrjunarliði FC Midtjylland sem tapaði óvænt gegn AC Horsens á heimavelli í dönsku úrvalsdeildinni í dag. Lokatölur 0-1 gestunum í vil.

Mikael, sem verður 22 ára eftir mánuð, hóf leikinn á vinstri væng toppliðsins en var tekinn af velli eftir tæplega klukkutíma leik. Þá var staðan enn 0-1 eftir að Louka Prip hafði komið gestunum yfir. Reyndist það eina mark leiksins og fór Horsens með óvæntan sigur af hólmi.

Var þetta aðeins þriðja tap Midtjylland í dönsku úrvalsdeildinni á leiktíðinni en liðið er með tólf stiga forystu á FC Kaupmannahöfn á toppi deildarinnar þegar 25 umferðum er lokið. 

Mikael hefur leikið alls fimm A-landsleiki fyrir Ísland og þá á hann 13 landsleiki fyrir U21 árs landsliðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×