RÚV braut fjölmiðlalög með birtingu Exit á vefnum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 1. júní 2020 16:43 Rúv er gert að fjarlægja þættina Exit úr spilaranum á ruv.is. Vísir/Vilhelm Ríkisútvarpið braut fjölmiðlalög um vernd barna gegn skaðlegu hljóð- og myndmiðlunarefni eftir pöntunmeð því að hafa gert þáttaröðina Exit, sem bönnuð er börnum yngri en 16 ára, aðgengilega öllum í spilara RÚV án möguleika á aðgangsstýringu. Þá er Ríkisútvarpinu gert að greiða 1,2 milljóna króna í stjórnvaldssekt auk þess að fjarlægja þáttaröðina úr spilaranum fyrir 5. júní næstkomandi að því er kemur fram í ákvörðun fjölmiðlanefndar. Fjölmiðlanefnd barst kvörtun þann 2. febrúar síðastliðinn frá framkvæmdastjóra sölusviðs Símans fyrir hönd fyrirtækisins. Fram kom í kvörtuninni að kvartandi teldi lög hafa verið brotin um vernd barna gegn skaðlegu hljóð- og myndmiðlunarefni. Þá kom fram að um einstaklega gróft efni væri að ræða sem bannað væri börnum yngri en 16 ára. Engar aðgangsstýringar væru til staðar í spilara RÚV til að vernda börn og ungmenni og því „lægi efnið einfaldlega þarna með Krakkafréttum og Stundinni okkar.“ Þá var jafnframt vakin athygli á því hvernig Ríkisútvarpið kynnti þættina Exit. Í viðhengi fylgdi skjáskot af Facebook síðu RÚV þar sem umfjöllun um þættina sem birtist á ruv.is er deilt. Í umfjölluninni kemur fram að holskefla kvartana hafi borist NRK í Noregi vegna þáttaraðarinnar og væri Ríkisútvarpið að mati kvartanda „meira en meðvitað um hversu grófir og hrottalegir þættirnir eru en lætur sér í léttu rúmi liggja að þeir séu aðgengilegir í opnum spilara þvert á reglur.“ Þættirnir eru byggðir á sönnum frásögnum úr norska fjármálaheiminum og segja frá fjórum vinum sem allir eru vellauðugir, fagna velgengni í starfi og eiga fjölskyldur. Þeim leiðist þó og leita útgönguleiða úr daglegu lífi sínum, meðal annars með ofbeldi, eiturlyfjum og kynlífi. Stuttu eftir að kvörtunin barst fjölmiðlanefnd útfærði Ríkisútvarpið aðvörun í spilara RÚV sem birtist fyrir myndefni sem bannað er börnum yngri en 12 eða 16 ára. Nú birtist gluggi yfir myndefni sem bannað er börnum þar sem fram kemur að þetta dagskrárefni sé ekki við hæfi barna. Notandinn fær valmöguleika um að fara á forsíðu spilara RÚV eða staðfesta að hann sé „12 ára eða eldri“ eða „16 ára eða eldri,“ eftir því hvaða myndefni er valið. Með því að staðfesta aldur hverfur glugginn og er hægt að spila myndbandið. Aðvörunin var ekki til staðar þegar kvörtunin barst fjölmiðlanefnd. Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Bíó og sjónvarp Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Ríkisútvarpið braut fjölmiðlalög um vernd barna gegn skaðlegu hljóð- og myndmiðlunarefni eftir pöntunmeð því að hafa gert þáttaröðina Exit, sem bönnuð er börnum yngri en 16 ára, aðgengilega öllum í spilara RÚV án möguleika á aðgangsstýringu. Þá er Ríkisútvarpinu gert að greiða 1,2 milljóna króna í stjórnvaldssekt auk þess að fjarlægja þáttaröðina úr spilaranum fyrir 5. júní næstkomandi að því er kemur fram í ákvörðun fjölmiðlanefndar. Fjölmiðlanefnd barst kvörtun þann 2. febrúar síðastliðinn frá framkvæmdastjóra sölusviðs Símans fyrir hönd fyrirtækisins. Fram kom í kvörtuninni að kvartandi teldi lög hafa verið brotin um vernd barna gegn skaðlegu hljóð- og myndmiðlunarefni. Þá kom fram að um einstaklega gróft efni væri að ræða sem bannað væri börnum yngri en 16 ára. Engar aðgangsstýringar væru til staðar í spilara RÚV til að vernda börn og ungmenni og því „lægi efnið einfaldlega þarna með Krakkafréttum og Stundinni okkar.“ Þá var jafnframt vakin athygli á því hvernig Ríkisútvarpið kynnti þættina Exit. Í viðhengi fylgdi skjáskot af Facebook síðu RÚV þar sem umfjöllun um þættina sem birtist á ruv.is er deilt. Í umfjölluninni kemur fram að holskefla kvartana hafi borist NRK í Noregi vegna þáttaraðarinnar og væri Ríkisútvarpið að mati kvartanda „meira en meðvitað um hversu grófir og hrottalegir þættirnir eru en lætur sér í léttu rúmi liggja að þeir séu aðgengilegir í opnum spilara þvert á reglur.“ Þættirnir eru byggðir á sönnum frásögnum úr norska fjármálaheiminum og segja frá fjórum vinum sem allir eru vellauðugir, fagna velgengni í starfi og eiga fjölskyldur. Þeim leiðist þó og leita útgönguleiða úr daglegu lífi sínum, meðal annars með ofbeldi, eiturlyfjum og kynlífi. Stuttu eftir að kvörtunin barst fjölmiðlanefnd útfærði Ríkisútvarpið aðvörun í spilara RÚV sem birtist fyrir myndefni sem bannað er börnum yngri en 12 eða 16 ára. Nú birtist gluggi yfir myndefni sem bannað er börnum þar sem fram kemur að þetta dagskrárefni sé ekki við hæfi barna. Notandinn fær valmöguleika um að fara á forsíðu spilara RÚV eða staðfesta að hann sé „12 ára eða eldri“ eða „16 ára eða eldri,“ eftir því hvaða myndefni er valið. Með því að staðfesta aldur hverfur glugginn og er hægt að spila myndbandið. Aðvörunin var ekki til staðar þegar kvörtunin barst fjölmiðlanefnd.
Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Bíó og sjónvarp Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira