RÚV braut fjölmiðlalög með birtingu Exit á vefnum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 1. júní 2020 16:43 Rúv er gert að fjarlægja þættina Exit úr spilaranum á ruv.is. Vísir/Vilhelm Ríkisútvarpið braut fjölmiðlalög um vernd barna gegn skaðlegu hljóð- og myndmiðlunarefni eftir pöntunmeð því að hafa gert þáttaröðina Exit, sem bönnuð er börnum yngri en 16 ára, aðgengilega öllum í spilara RÚV án möguleika á aðgangsstýringu. Þá er Ríkisútvarpinu gert að greiða 1,2 milljóna króna í stjórnvaldssekt auk þess að fjarlægja þáttaröðina úr spilaranum fyrir 5. júní næstkomandi að því er kemur fram í ákvörðun fjölmiðlanefndar. Fjölmiðlanefnd barst kvörtun þann 2. febrúar síðastliðinn frá framkvæmdastjóra sölusviðs Símans fyrir hönd fyrirtækisins. Fram kom í kvörtuninni að kvartandi teldi lög hafa verið brotin um vernd barna gegn skaðlegu hljóð- og myndmiðlunarefni. Þá kom fram að um einstaklega gróft efni væri að ræða sem bannað væri börnum yngri en 16 ára. Engar aðgangsstýringar væru til staðar í spilara RÚV til að vernda börn og ungmenni og því „lægi efnið einfaldlega þarna með Krakkafréttum og Stundinni okkar.“ Þá var jafnframt vakin athygli á því hvernig Ríkisútvarpið kynnti þættina Exit. Í viðhengi fylgdi skjáskot af Facebook síðu RÚV þar sem umfjöllun um þættina sem birtist á ruv.is er deilt. Í umfjölluninni kemur fram að holskefla kvartana hafi borist NRK í Noregi vegna þáttaraðarinnar og væri Ríkisútvarpið að mati kvartanda „meira en meðvitað um hversu grófir og hrottalegir þættirnir eru en lætur sér í léttu rúmi liggja að þeir séu aðgengilegir í opnum spilara þvert á reglur.“ Þættirnir eru byggðir á sönnum frásögnum úr norska fjármálaheiminum og segja frá fjórum vinum sem allir eru vellauðugir, fagna velgengni í starfi og eiga fjölskyldur. Þeim leiðist þó og leita útgönguleiða úr daglegu lífi sínum, meðal annars með ofbeldi, eiturlyfjum og kynlífi. Stuttu eftir að kvörtunin barst fjölmiðlanefnd útfærði Ríkisútvarpið aðvörun í spilara RÚV sem birtist fyrir myndefni sem bannað er börnum yngri en 12 eða 16 ára. Nú birtist gluggi yfir myndefni sem bannað er börnum þar sem fram kemur að þetta dagskrárefni sé ekki við hæfi barna. Notandinn fær valmöguleika um að fara á forsíðu spilara RÚV eða staðfesta að hann sé „12 ára eða eldri“ eða „16 ára eða eldri,“ eftir því hvaða myndefni er valið. Með því að staðfesta aldur hverfur glugginn og er hægt að spila myndbandið. Aðvörunin var ekki til staðar þegar kvörtunin barst fjölmiðlanefnd. Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Bíó og sjónvarp Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Fleiri fréttir Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Sjá meira
Ríkisútvarpið braut fjölmiðlalög um vernd barna gegn skaðlegu hljóð- og myndmiðlunarefni eftir pöntunmeð því að hafa gert þáttaröðina Exit, sem bönnuð er börnum yngri en 16 ára, aðgengilega öllum í spilara RÚV án möguleika á aðgangsstýringu. Þá er Ríkisútvarpinu gert að greiða 1,2 milljóna króna í stjórnvaldssekt auk þess að fjarlægja þáttaröðina úr spilaranum fyrir 5. júní næstkomandi að því er kemur fram í ákvörðun fjölmiðlanefndar. Fjölmiðlanefnd barst kvörtun þann 2. febrúar síðastliðinn frá framkvæmdastjóra sölusviðs Símans fyrir hönd fyrirtækisins. Fram kom í kvörtuninni að kvartandi teldi lög hafa verið brotin um vernd barna gegn skaðlegu hljóð- og myndmiðlunarefni. Þá kom fram að um einstaklega gróft efni væri að ræða sem bannað væri börnum yngri en 16 ára. Engar aðgangsstýringar væru til staðar í spilara RÚV til að vernda börn og ungmenni og því „lægi efnið einfaldlega þarna með Krakkafréttum og Stundinni okkar.“ Þá var jafnframt vakin athygli á því hvernig Ríkisútvarpið kynnti þættina Exit. Í viðhengi fylgdi skjáskot af Facebook síðu RÚV þar sem umfjöllun um þættina sem birtist á ruv.is er deilt. Í umfjölluninni kemur fram að holskefla kvartana hafi borist NRK í Noregi vegna þáttaraðarinnar og væri Ríkisútvarpið að mati kvartanda „meira en meðvitað um hversu grófir og hrottalegir þættirnir eru en lætur sér í léttu rúmi liggja að þeir séu aðgengilegir í opnum spilara þvert á reglur.“ Þættirnir eru byggðir á sönnum frásögnum úr norska fjármálaheiminum og segja frá fjórum vinum sem allir eru vellauðugir, fagna velgengni í starfi og eiga fjölskyldur. Þeim leiðist þó og leita útgönguleiða úr daglegu lífi sínum, meðal annars með ofbeldi, eiturlyfjum og kynlífi. Stuttu eftir að kvörtunin barst fjölmiðlanefnd útfærði Ríkisútvarpið aðvörun í spilara RÚV sem birtist fyrir myndefni sem bannað er börnum yngri en 12 eða 16 ára. Nú birtist gluggi yfir myndefni sem bannað er börnum þar sem fram kemur að þetta dagskrárefni sé ekki við hæfi barna. Notandinn fær valmöguleika um að fara á forsíðu spilara RÚV eða staðfesta að hann sé „12 ára eða eldri“ eða „16 ára eða eldri,“ eftir því hvaða myndefni er valið. Með því að staðfesta aldur hverfur glugginn og er hægt að spila myndbandið. Aðvörunin var ekki til staðar þegar kvörtunin barst fjölmiðlanefnd.
Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Bíó og sjónvarp Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Fleiri fréttir Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Sjá meira