Fótbolti

Mikael lék klukkutíma í óvæntu tapi toppliðsins

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Mikael var ekki á skótskónum frekar en samherjar sínir í dag.
Mikael var ekki á skótskónum frekar en samherjar sínir í dag. Vísir/Getty

Landsliðsmaðurinn Mikael Anderson var í byrjunarliði FC Midtjylland sem tapaði óvænt gegn AC Horsens á heimavelli í dönsku úrvalsdeildinni í dag. Lokatölur 0-1 gestunum í vil.

Mikael, sem verður 22 ára eftir mánuð, hóf leikinn á vinstri væng toppliðsins en var tekinn af velli eftir tæplega klukkutíma leik. Þá var staðan enn 0-1 eftir að Louka Prip hafði komið gestunum yfir. Reyndist það eina mark leiksins og fór Horsens með óvæntan sigur af hólmi.

Var þetta aðeins þriðja tap Midtjylland í dönsku úrvalsdeildinni á leiktíðinni en liðið er með tólf stiga forystu á FC Kaupmannahöfn á toppi deildarinnar þegar 25 umferðum er lokið. 

Mikael hefur leikið alls fimm A-landsleiki fyrir Ísland og þá á hann 13 landsleiki fyrir U21 árs landsliðið.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.