Erlent

Gífurleg reiði í Palestínu vegna banaskots

Samúel Karl Ólason skrifar
Hinn 32 ára gamli Iyad Halaq, var skotinn til bana þegar hann var á leið í skóla fyrir fólk með sérþarfir í Jerúsalem.
Hinn 32 ára gamli Iyad Halaq, var skotinn til bana þegar hann var á leið í skóla fyrir fólk með sérþarfir í Jerúsalem. AP/Mahmoud Illean

Hundruð manna sóttu jarðarför einhverfs palestínsks manns sem skotinn var til bana af ísraelskum lögregluþjóni á laugardaginn. Hinn 32 ára gamli Iyad Halaq, var skotinn til bana þegar hann var á leið í skóla fyrir fólk með sérþarfir í Jerúsalem.

Samkvæmt frétt BBC segir lögreglan að lögregluþjónar hafi talið Halaq vera vopnaðan. Þeir hafi skotið hann þegar hann svaraði ekki tilmælum þeirra um að stoppa. Eftir það hafi komið í ljós að hann hafi verið óvopnaður.

Times of Israel segir Halaq hafa flúið undan lögregluþjónum og leitað skjóls í ruslageymslu þar sem hann hafi verið skotinn.

Benny Gantz, varnarmálaráðherra Ísrael, hefur lýst yfir sorg sinni vegna banaskotsins og heitið því að atvikið verði rannsakað ítarlega. Lögregluþjónninn sem skaut Halaq er í stofufangelsi og yfirmaður hans, sem var einnig á vettvangi er nú laus heftir að hafa einnig verið handtekinn.

Fatah-hreyfingin hefur fordæmt atvikið og segja að um stríðsglæp sé að ræða.

Faðir Halaq segir að lögregluþjónar hafi gert húsleit á heimili þeirra, eftir að Halaq var skotinn til bana og þrátt fyrir að hann hafi verið óvopnaður. Hann sagði einnig að sonur sinn hafi gengið þessa sömu leið á hverjum morgni og hann hafi verið skotinn um hundrað metra frá inngangi skólans sem hann sótti.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.