Tími Pukki hjá Bröndby hjálpaði honum að blómstra í úrvalsdeildinni Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. júní 2020 08:00 Pukki sendir stuðningsmönnum Norwich fingurkoss eftir að hafa skorað þrennu gegn Newcastle síðastliðið haust. Getty/Marc Atkins Teemu Pukki hóf leiktíðina með enska úrvalsdeildarfélaginu Norwich City frábærlega og segir að vera sín hjá danska liðinu Bröndbu hafi komið honum á þann stað sem hann er í dag. Hinn finnski Pukki var ungur að árum þegar hann varð mjög eftirsóttur. Hann var aðeins átján ára gamall þegar hann gekk í raðir Sevilla á Spáni. Það gekk ekki upp og fór hann heim til Finnlands og lék með HJK Helsinki áður en þýska úrvalsdeildarfélagið Schalke 04 keypti hann. Skoska stórliðið Celtic festi síðan kaup á honum áður en hann var lánaður til Bröndby sem keypti hann í kjölfarið. Á hans þriðja ári í Danmörku fóru hlutirnir loks að smella. „Við fengum þýskan þjálfara á þriðja tímabilinu mínu. Hann var harður í horn að taka, kom okkur í form og breytti hugarfari okkar. Það hjálpaði mér mjög mikið,“ sagði Pukki í viðtali við Sky Sports um innkomu Alexander Zorniger til Bröndby. Zorniger sá til þess að Pukki sinnti varnarvinnunni upp á tíu hjá Bröndby. Með því að hjálpa liðsfélögum sínum fékk hann enn meiri spiltíma og þar af leiðandi enn meiri tíma til að skora mörk, sem hann og gerði. In an exclusive interview with Sky Sports, Teemu Pukki explains how a shift in mentality during his time in Denmark with Brondby helped him go on to play the best football of his career at Norwich — Sky Sports (@SkySports) May 31, 2020 Þá hitti Pukki eiginkonu sína í Danmörku og eignaðist barn. „Þessir hlutir hjálpuðu mér að þroskast sem manneskju og knattspyrnumanni. Það varð auðveldara fyrir mig að einbeita mér að fótboltanum þegar hann var ekki lengur það mikilvægasta í lífi mínu.“ „Þegar þú átt litla stelpu þá er hún það mikilvægasta sem þú átt. Það hjálpaði til við að létta á pressunni sem fylgir fótbolta,“ sagði Pukki ennfremur. Þá óx sjálfstraust Pukki hjá Bröndby en framherjinn hafði misst trú á eigin getu og hæfileikum. Hann skoraði 29 mörk í ensku B-deildinni á síðustu leiktíð og var stór ástæða þess að Norwich komst aftur upp í ensku úrvalsdeildina. Finninn byrjaði leiktíðina, sem enn á eftir að klára, frábærlega en hann skoraði gegn Liverpool í fyrsta leik. Í fyrsta heimaleik Norwich skoraði hann þrennu gegn Newcastle United ásamt því að skora í ótrúlegum 3-2 sigri liðsins á Englandsmeisturum Manchester City. Alls skoraði Pukki 11 mörk í 28 leikjum áður en úrvalsdeildinni var frestað vegna kórónufaraldursins. Hann þarf að reima á sig markaskóna þegar deildin fer aftur af stað þann 17. júní en Norwich er í neðsta sæti deildarinnar, sex stigum frá öruggu sæti. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Körfubolti Arfleifð Cool Runnings lifir áfram á Ólympíuleikunum Sport Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Körfubolti „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ Körfubolti „Mig kitlar svakalega í puttana“ Handbolti Danir svöruðu fyrir Portúgalstapið og unnu Evrópumeistarana Handbolti Fleiri fréttir Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Sjá meira
Teemu Pukki hóf leiktíðina með enska úrvalsdeildarfélaginu Norwich City frábærlega og segir að vera sín hjá danska liðinu Bröndbu hafi komið honum á þann stað sem hann er í dag. Hinn finnski Pukki var ungur að árum þegar hann varð mjög eftirsóttur. Hann var aðeins átján ára gamall þegar hann gekk í raðir Sevilla á Spáni. Það gekk ekki upp og fór hann heim til Finnlands og lék með HJK Helsinki áður en þýska úrvalsdeildarfélagið Schalke 04 keypti hann. Skoska stórliðið Celtic festi síðan kaup á honum áður en hann var lánaður til Bröndby sem keypti hann í kjölfarið. Á hans þriðja ári í Danmörku fóru hlutirnir loks að smella. „Við fengum þýskan þjálfara á þriðja tímabilinu mínu. Hann var harður í horn að taka, kom okkur í form og breytti hugarfari okkar. Það hjálpaði mér mjög mikið,“ sagði Pukki í viðtali við Sky Sports um innkomu Alexander Zorniger til Bröndby. Zorniger sá til þess að Pukki sinnti varnarvinnunni upp á tíu hjá Bröndby. Með því að hjálpa liðsfélögum sínum fékk hann enn meiri spiltíma og þar af leiðandi enn meiri tíma til að skora mörk, sem hann og gerði. In an exclusive interview with Sky Sports, Teemu Pukki explains how a shift in mentality during his time in Denmark with Brondby helped him go on to play the best football of his career at Norwich — Sky Sports (@SkySports) May 31, 2020 Þá hitti Pukki eiginkonu sína í Danmörku og eignaðist barn. „Þessir hlutir hjálpuðu mér að þroskast sem manneskju og knattspyrnumanni. Það varð auðveldara fyrir mig að einbeita mér að fótboltanum þegar hann var ekki lengur það mikilvægasta í lífi mínu.“ „Þegar þú átt litla stelpu þá er hún það mikilvægasta sem þú átt. Það hjálpaði til við að létta á pressunni sem fylgir fótbolta,“ sagði Pukki ennfremur. Þá óx sjálfstraust Pukki hjá Bröndby en framherjinn hafði misst trú á eigin getu og hæfileikum. Hann skoraði 29 mörk í ensku B-deildinni á síðustu leiktíð og var stór ástæða þess að Norwich komst aftur upp í ensku úrvalsdeildina. Finninn byrjaði leiktíðina, sem enn á eftir að klára, frábærlega en hann skoraði gegn Liverpool í fyrsta leik. Í fyrsta heimaleik Norwich skoraði hann þrennu gegn Newcastle United ásamt því að skora í ótrúlegum 3-2 sigri liðsins á Englandsmeisturum Manchester City. Alls skoraði Pukki 11 mörk í 28 leikjum áður en úrvalsdeildinni var frestað vegna kórónufaraldursins. Hann þarf að reima á sig markaskóna þegar deildin fer aftur af stað þann 17. júní en Norwich er í neðsta sæti deildarinnar, sex stigum frá öruggu sæti.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Körfubolti Arfleifð Cool Runnings lifir áfram á Ólympíuleikunum Sport Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Körfubolti „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ Körfubolti „Mig kitlar svakalega í puttana“ Handbolti Danir svöruðu fyrir Portúgalstapið og unnu Evrópumeistarana Handbolti Fleiri fréttir Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Sjá meira