Erlent

Lögreglan gekk til liðs við mótmælendur

Samúel Karl Ólason skrifar
Lögregluþjónarnir í Genesee sýslu mættu mótmælendum ekki svona klæddir, heldur gengu þeir til liðs við þá.
Lögregluþjónarnir í Genesee sýslu mættu mótmælendum ekki svona klæddir, heldur gengu þeir til liðs við þá. AP/James H. Wallace

Þó mikið hafi verið um óeirðir og átök milli mótmælenda og lögreglu í Bandaríkjunum á það ekki við alls staðar þar sem mótmæli fóru fram. Í Genesee sýslu í Flint í Bandaríkjunum gengu mótmælendur að lögreglustöðinni í bænum og mótmæltu þar í skamman tíma. Þá gengu fógetinn Chris Swanson og lögregluþjónar hans út til móts við mótmælendurna og gegnu til liðs við þá.

Samhliða lögregluþjónum gengu mótmælendur áfram í nokkrar klukkustundir og kröfðust kerfisbreytinga hjá löggæsluembættum Bandaríkjanna.

Kveikja óeirðanna í Bandaríkjunum er andlát George Floyd, sem lést í haldi lögreglunnar í Minneapolis.

Myndaband af stuttri ræðu sem Swanson hélt hefur farið eins og eldur um sinu á internetinu.

Þar sagði hann meðal annars: „Ég vil gera þetta að skrúðgöngu, ekki mótmælum.“


Tengdar fréttir

Óeirðum fjölgar enn í Bandaríkjunum

Umfangsmiklar óeirðir brutust út í mörgum borgum Bandaríkjanna í nótt. Víða kom til átaka á milli mótmælenda og lögreglu og hafa fregnir borist af slösuðum og særðum á báðum hliðum.

Útgöngubann vegna óeirða í kjölfar lögregluofbeldis

Minnst sex ríki hafa óskað eftir stuðningi þjóðvarðliðs Bandaríkjanna til að bregðast við auknum óeirðum í kjölfar andláts George Floyd, sem lést í haldi lögreglunnar í Minneapolis eftir að lögreglumaður hélt hné sínu að hálsi hans í tæpar níu mínútur.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×