Innlent

Þórólfur skilaði af sér drögum að minnisblaði um opnun landamæra

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Myndin er tekin á einum af fjölmörgum upplýsingafundum sem haldnir hafa verið vegna kórónuveirufaraldursins.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Myndin er tekin á einum af fjölmörgum upplýsingafundum sem haldnir hafa verið vegna kórónuveirufaraldursins. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur skilað drögum að minnisblaði um útfærslu skimunar fyrir kórónuveirunni á Keflavíkurflugvelli til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra. Þetta hefur fréttastofa fengið staðfest frá ráðuneytinu.

Ekki hefur fengist staðfest hvert innihald draganna er. Þó liggur fyrir að ekki er um endanlega útgáfu minnisblaðsins að ræða.

Mikið hefur verið fjallað um fyrirhugaða opnun landamæra Íslands um miðjan júní næstkomandi, og fyrirætlanir um að skima ferðamenn sem koma hingað til lands fyrir kórónuveirunni.

Verkefnisstjórn um opnun landamæra landsins skilaði nýverið af sér skýrslu um fyrirhugaða opnun landamæra. Þar kom meðal annars fram að gerlegt væri að opna landamærin á öruggan hátt, að ákveðnum forsendum uppfylltum. Ekki hefur enn verið tekin lokaákvörðun um hvort af skimuninni verður eða hvernig henni yrði háttað.

Málið er nú í höndum Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra, sem sagði í samtali við fréttastofu í gær að ákvörðun um hvernig hlutum verður háttað myndi liggja fyrir á næstu dögum.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×