Ekkert komið fram sem lætur forsætisráðherra efast um að hægt verði að opna landamærin Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 29. maí 2020 22:56 Óvíst er hvenær niðurstaða liggur fyrir um hvernig og hvort staðið verði að skimun vegna kórónuveirunnar á Keflavíkurflugvelli. Forsætisráðherra segir unnið að því að útfæra stefnu um skimun á landamærum en sóttvarnalæknir á enn eftir að skila minnisblaði vegna skimunar til ráðherra. Verkefnisstjórn um skimun á landamærum komst að þeirri niðurstöðu í byrjun vikunnar að gerlegt er að hefja skimun á Keflavíkurflugvelli 15. júní ef uppfylltar eru ákveðnar forsendur. Ekki hefur enn þá verið tekin ákvörðun um það hvort að af skimuninni verði eða hvernig henni verður háttað. Það er nú í höndum Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra að taka ákvörðun um næstu skref en sóttvarnarlæknir á enn eftir að skila minnisblaði sínu til ráðherra um hvernig hann telji farsælast að gera hlutina. „Það er auðvitað svo að enn þá liggur ekki fyrir hagræn greining. Hún mun ekki liggja fyrir fyrr en um mánaðamót. Þannig að það er mikilvægt gagn inn í þessa umræðu alla. En við hins vegar vinnum bara áfram ótrauð að því að útfæra þessa stefnu um skimanir á landamærum,“ segir Katrín. Hún segir að niðurstaða í málinu komi til með að liggja fyrir á næstunni. „Ég ætla ekkert að lofa neinum tímasetningum um það. Við erum bara að vanda okkur og fara í raun og veru yfir hvert skref. Því augljóslega þurfum við að sjá til enda. Það er að segja þetta snýst ekki bara um skimanir á landamærum heldur hvernig við eigum við það síðan ef fólk greinist jákvætt og svo framvegis. Þannig að það þarf auðvitað sjá þann enda fyrir áður en lagt er af stað.“ Hún á von á að Íslensk erfðagreining komi að skimuninni. „Ég vænti þess að við munum óska eftir samráði og samtali við þau núna í aðdragandanum og við upphaf þessa verkefnis.“ Katrín segist sannfærð um að gerlegt sé að opna landamæri Íslands 15. júní. „Það hefur allavega ekkert fram sem svona lætur mig efast um það.“ Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Keflavíkurflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Innlent Fleiri fréttir „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Sjá meira
Óvíst er hvenær niðurstaða liggur fyrir um hvernig og hvort staðið verði að skimun vegna kórónuveirunnar á Keflavíkurflugvelli. Forsætisráðherra segir unnið að því að útfæra stefnu um skimun á landamærum en sóttvarnalæknir á enn eftir að skila minnisblaði vegna skimunar til ráðherra. Verkefnisstjórn um skimun á landamærum komst að þeirri niðurstöðu í byrjun vikunnar að gerlegt er að hefja skimun á Keflavíkurflugvelli 15. júní ef uppfylltar eru ákveðnar forsendur. Ekki hefur enn þá verið tekin ákvörðun um það hvort að af skimuninni verði eða hvernig henni verður háttað. Það er nú í höndum Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra að taka ákvörðun um næstu skref en sóttvarnarlæknir á enn eftir að skila minnisblaði sínu til ráðherra um hvernig hann telji farsælast að gera hlutina. „Það er auðvitað svo að enn þá liggur ekki fyrir hagræn greining. Hún mun ekki liggja fyrir fyrr en um mánaðamót. Þannig að það er mikilvægt gagn inn í þessa umræðu alla. En við hins vegar vinnum bara áfram ótrauð að því að útfæra þessa stefnu um skimanir á landamærum,“ segir Katrín. Hún segir að niðurstaða í málinu komi til með að liggja fyrir á næstunni. „Ég ætla ekkert að lofa neinum tímasetningum um það. Við erum bara að vanda okkur og fara í raun og veru yfir hvert skref. Því augljóslega þurfum við að sjá til enda. Það er að segja þetta snýst ekki bara um skimanir á landamærum heldur hvernig við eigum við það síðan ef fólk greinist jákvætt og svo framvegis. Þannig að það þarf auðvitað sjá þann enda fyrir áður en lagt er af stað.“ Hún á von á að Íslensk erfðagreining komi að skimuninni. „Ég vænti þess að við munum óska eftir samráði og samtali við þau núna í aðdragandanum og við upphaf þessa verkefnis.“ Katrín segist sannfærð um að gerlegt sé að opna landamæri Íslands 15. júní. „Það hefur allavega ekkert fram sem svona lætur mig efast um það.“
Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Keflavíkurflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Innlent Fleiri fréttir „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Sjá meira