Fótbolti

Milos meistari með Rauðu stjörnunni

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Milos Milojevic á hliðarlínunni er hann þjálfaði Víking.
Milos Milojevic á hliðarlínunni er hann þjálfaði Víking. Vísir/Vilhelm

Mi­los Miloj­evic, fyrrum leikmaður og þjálfari hér á landi, varð í gær meistari með serbneska knattspyrnuliðinu Rauðu Stjörnunni en liðið vann þá FK Brad 5-0 á útivelli. Með því gat Partizan Belgrade ekki náð Rauðu Stjörnunni að stigum og liðið þar með meistari í 31. skipti.

Milos var á sínum aðstoðarþjálfari Ólafs Þórðarsonar hjá Víking Reykjavík áður en hann tók við liðinu. Þaðan fór hann til Breiðabliks og svo Svíþjóðar. Eftir að hafa náð frábærum árangri með Mjällby samdi hann við Rauðu Stjörnunnar undir lok síðasta árs.

Þar er hann aðstoðarmaður Dejan Stankovic sem gerði garðinn frægan með Lazio og Inter Milan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×