Enski boltinn

Úr norsku C-deildinni í Arsenal

Sindri Sverrisson skrifar
George Lewis tekur ansi stórt stökk eftir að hafa staðið sig vel á æfingum hjá Arsenal.
George Lewis tekur ansi stórt stökk eftir að hafa staðið sig vel á æfingum hjá Arsenal.

Arsenal hefur gengið frá samningi við norska táninginn George Lewis eftir að hann var til reynslu hjá félaginu um tveggja vikna skeið í mars.

Lewis, sem er 19 ára, hefur verið án félags en spilaði síðast með Fram Larvik í norsku C-deildinni. Samkvæmt enskum miðlum mun hann koma inn í U23-lið Arsenal en gæti einnig æft með aðalliðinu, eins og hann gerði þrjá síðustu dagana þegar hann var hjá félaginu í mars.

„Ég get staðfest þetta. Ég er búinn að fá þau skilaboð að hann hafi skrifað undir hjá Arsenal,“ sagði Jostein Jensen, íþróttastjóri hjá Fram Larvik, við VG í Noregi. „Við óskum honum góðs gengis,“ sagði Jensen.

Lewis er fæddur í Rúanda í Afríku en hóf feril sinn með ungmennaliði Tromsö í Noregi, fór þaðan til Tromsdalen og loks Fram Larvik.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.