Fólk í Vanúatú og Úsbekistan í íslenskum landsliðsfatnaði Sindri Sverrisson skrifar 30. maí 2020 10:30 Íslensku landsliðin eru hætt að klæðast Errea-fötum og færa sig nú yfir í Puma. vísir/getty Það hefur verið nóg að gera á búningalager Knattspyrnusambands Íslands síðustu daga þar sem rýmt hefur verið til fyrir nýjum búningum og öðrum klæðnaði frá Puma, fyrir landsliðsfólkið. Samstarfi KSÍ við Errea í búningamálum er lokið og samið hefur verið við Puma um að klæða landsliðsfólk Íslands næstu árin. Því þurfa Ragnheiður Elíasdóttir, sem hefur umsjón með lagernum hjá KSÍ, og hennar fólk að rýma til fyrir nýjum vörum og sjá til þess að þær gömlu komist í góðar þarfir. Nóg er af fötum enda KSÍ með mörg landslið undir sínum hatti, en hvað verður um Errea-fötin? „Við erum í samstarfi við UEFA og ætlum að senda þetta til Vanúatú. Þar er þó mun heitara en hjá okkur og við erum ekki að fara að senda úlpur og slíkt þangað. Það fer til Úsbekistan,“ segir Ragnheiður í Sportinu í dag, en Henry Birgir Gunnarsson heimsótti hana á lagerinn þar sem vinna var í fullum gangi. Vanúatú er eyríki í Kyrrahafi, austur af Ástralíu, en Úsbekistan er í Mið-Asíu. Sjálfsagt eiga ekki margir íbúar þessara landa íslenskar landsliðstreyjur eða önnur föt merkt KSÍ, en nú verður breyting á. „Þau verða bara mjög hamingjusöm í fötum frá KSÍ og Errea,“ segir Ragnheiður létt, og bætir við: „Okkur fannst sniðugt að geta endurnýtt þetta. Eitthvað af þessu er úr sér gengið, búið að margnota, en það sem er heillegt er um að gera að nýta. Þetta verður fullur 40 feta gámur.“ Ragnheiður segir að nýju vörurnar frá Puma muni brátt berast en það hafi tafist aðeins vegna kórónuveirufaraldursins. Hún segir nýjar landsliðstreyjur, bláan aðalbúning og hvítan varabúning, fara í sölu seinni hluta sumars. Klippa: Sportið í dag - KSÍ rýmir til fyrir Puma-vörum Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. KSÍ Sportið í dag Vanúatú Úsbekistan Tengdar fréttir Er þetta nýr búningur íslenska landsliðsins? Puma tók forskot á sæluna og birti nýjan búning íslensku fótboltalandsliðana 26. maí 2020 09:42 KSÍ gerir sex ára samning við PUMA og kynnir nýtt landsliðsmerki í lok júní KSÍ hefur gengið frá sex ára samningi við íþróttavöruframleiðandann Puma en KSÍ tilkynnti þetta á samfélagsmiðlum sínum í morgun. Þetta hafði legið í loftinu í einhvern tíma en núverandi samningur við Errea var að renna út. 26. maí 2020 07:30 Mannleg mistök sem við tökum hæfilega létt - „Puma sótti það fast að semja við okkur“ „Þetta kom okkur á óvart en þetta var fínasta mynd,“ sagði Guðni Bergsson, formaður KSÍ, um það þegar nýr samstarfsaðili KSÍ, Puma, birti óvart mynd sem virtist sýna nýja treyju og merki íslensku fótboltalandsliðanna. 26. maí 2020 19:04 Mest lesið Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Fótbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Sjá meira
Það hefur verið nóg að gera á búningalager Knattspyrnusambands Íslands síðustu daga þar sem rýmt hefur verið til fyrir nýjum búningum og öðrum klæðnaði frá Puma, fyrir landsliðsfólkið. Samstarfi KSÍ við Errea í búningamálum er lokið og samið hefur verið við Puma um að klæða landsliðsfólk Íslands næstu árin. Því þurfa Ragnheiður Elíasdóttir, sem hefur umsjón með lagernum hjá KSÍ, og hennar fólk að rýma til fyrir nýjum vörum og sjá til þess að þær gömlu komist í góðar þarfir. Nóg er af fötum enda KSÍ með mörg landslið undir sínum hatti, en hvað verður um Errea-fötin? „Við erum í samstarfi við UEFA og ætlum að senda þetta til Vanúatú. Þar er þó mun heitara en hjá okkur og við erum ekki að fara að senda úlpur og slíkt þangað. Það fer til Úsbekistan,“ segir Ragnheiður í Sportinu í dag, en Henry Birgir Gunnarsson heimsótti hana á lagerinn þar sem vinna var í fullum gangi. Vanúatú er eyríki í Kyrrahafi, austur af Ástralíu, en Úsbekistan er í Mið-Asíu. Sjálfsagt eiga ekki margir íbúar þessara landa íslenskar landsliðstreyjur eða önnur föt merkt KSÍ, en nú verður breyting á. „Þau verða bara mjög hamingjusöm í fötum frá KSÍ og Errea,“ segir Ragnheiður létt, og bætir við: „Okkur fannst sniðugt að geta endurnýtt þetta. Eitthvað af þessu er úr sér gengið, búið að margnota, en það sem er heillegt er um að gera að nýta. Þetta verður fullur 40 feta gámur.“ Ragnheiður segir að nýju vörurnar frá Puma muni brátt berast en það hafi tafist aðeins vegna kórónuveirufaraldursins. Hún segir nýjar landsliðstreyjur, bláan aðalbúning og hvítan varabúning, fara í sölu seinni hluta sumars. Klippa: Sportið í dag - KSÍ rýmir til fyrir Puma-vörum Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
KSÍ Sportið í dag Vanúatú Úsbekistan Tengdar fréttir Er þetta nýr búningur íslenska landsliðsins? Puma tók forskot á sæluna og birti nýjan búning íslensku fótboltalandsliðana 26. maí 2020 09:42 KSÍ gerir sex ára samning við PUMA og kynnir nýtt landsliðsmerki í lok júní KSÍ hefur gengið frá sex ára samningi við íþróttavöruframleiðandann Puma en KSÍ tilkynnti þetta á samfélagsmiðlum sínum í morgun. Þetta hafði legið í loftinu í einhvern tíma en núverandi samningur við Errea var að renna út. 26. maí 2020 07:30 Mannleg mistök sem við tökum hæfilega létt - „Puma sótti það fast að semja við okkur“ „Þetta kom okkur á óvart en þetta var fínasta mynd,“ sagði Guðni Bergsson, formaður KSÍ, um það þegar nýr samstarfsaðili KSÍ, Puma, birti óvart mynd sem virtist sýna nýja treyju og merki íslensku fótboltalandsliðanna. 26. maí 2020 19:04 Mest lesið Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Fótbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Sjá meira
Er þetta nýr búningur íslenska landsliðsins? Puma tók forskot á sæluna og birti nýjan búning íslensku fótboltalandsliðana 26. maí 2020 09:42
KSÍ gerir sex ára samning við PUMA og kynnir nýtt landsliðsmerki í lok júní KSÍ hefur gengið frá sex ára samningi við íþróttavöruframleiðandann Puma en KSÍ tilkynnti þetta á samfélagsmiðlum sínum í morgun. Þetta hafði legið í loftinu í einhvern tíma en núverandi samningur við Errea var að renna út. 26. maí 2020 07:30
Mannleg mistök sem við tökum hæfilega létt - „Puma sótti það fast að semja við okkur“ „Þetta kom okkur á óvart en þetta var fínasta mynd,“ sagði Guðni Bergsson, formaður KSÍ, um það þegar nýr samstarfsaðili KSÍ, Puma, birti óvart mynd sem virtist sýna nýja treyju og merki íslensku fótboltalandsliðanna. 26. maí 2020 19:04