Innlent

Tíndu rusl úr Silfru

Andri Eysteinsson skrifar
Frá hreinsuninni í Silfru í dag
Frá hreinsuninni í Silfru í dag Ants Stern

Nú stendur til að hópur kafara tíni rusl úr ströndum og vötnum suðvesturhorns landsins á næstu vikum.

Verkefnið hófst í apríl þegar lítill hópur kafara hreinsaði sjóinn við Garð á Reykjanesi en í dag var krúnudjásn íslenskrar köfunar, gjáin Silfra, hreinsuð þegar kafarar tóku til hendinni á Þingvöllum.

Skrautlegir hlutir skiluðu sér úr Silfru á meðan hreinsunin fór fram en kafararnir rákust á alls kyns hluti, allt frá plasthnífapörum til skartgripa og farsíma.

Sjá má myndir frá hreinsunaraðgerðunum í spilaranum hér að neðan.

Ants Stern
Ants Stern
Ants Stern
Ants Stern
Ants Stern


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.