Nú stendur til að hópur kafara tíni rusl úr ströndum og vötnum suðvesturhorns landsins á næstu vikum.
Verkefnið hófst í apríl þegar lítill hópur kafara hreinsaði sjóinn við Garð á Reykjanesi en í dag var krúnudjásn íslenskrar köfunar, gjáin Silfra, hreinsuð þegar kafarar tóku til hendinni á Þingvöllum.
Skrautlegir hlutir skiluðu sér úr Silfru á meðan hreinsunin fór fram en kafararnir rákust á alls kyns hluti, allt frá plasthnífapörum til skartgripa og farsíma.
Sjá má myndir frá hreinsunaraðgerðunum í spilaranum hér að neðan.