Fótbolti

Havertz skaut Leverkusen upp í þriðja sæti

Sindri Sverrisson skrifar
Kai Havertz skorar hér sigurmark Leverkusen.
Kai Havertz skorar hér sigurmark Leverkusen. VÍSIR/GETTY

Leverkusen komst í kvöld upp fyrir RB Leipzig og Borussia Mönchengladbach í 3. sæti þýsku 1. deildarinnar í fótbolta með 1-0 útisigri á Freiburg sem er í 8. sæti.

Kai Havertz skoraði eina mark leiksins, á 54. mínútu, og hefur þar með skorað ellefu mörk í deildinni á þessari leiktíð.

Þetta var fyrsti leikurinn í 29. umferð sem leikin verður nú um helgina. Bayern München er efst með 64 stig, Dortmund er með 57, Leverkusen 56, Leipzig 55, Mönchengladbach 53 og Wolfsburg í 6. sæti með 42 stig. Fjögur efstu liðin ættu að komast í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.