Útbreiddur faraldur ólíklegur en líkur á einstaka smitum Andri Eysteinsson skrifar 28. maí 2020 21:13 Sóttvarnalæknir á fræðslufundi í dag. Vísir Sóttvarnalæknir segir ólíklegt að útbreiddur faraldur fari um landið en líkur séu á einstaka smitum í framtíðinni. Hann sagði þá vert að svara nokkrum spurningum þegar framtíðarhorfum Íslands vegna kórónuveirufaraldursins er velt fyrir sér. „Hvenær kemur næsta bylgja, verður önnur bylgja og um þetta er ómögulegt að segja því það fer eftir svo mörgum þáttum sem við vitum ekkert um, sagði Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir á fræðslufundi Íslenskrar erfðagreiningar í dag. Þórólfur sagði lítið enn vitað um veiruna og hegðun hennar og enn óljóst hvort kórónuveiran muni valda árstíðabundnum sýkingum eða einfaldlega deyja út. Spurning væri hvort og hvenær bóluefni yrði tilbúið til dreifingar og notkunar. „Það sem kemur til með að spila rullu hjá okkur er hver er útbreiðslan í öðrum löndum. Hvenær hverfur veiran virkilega,“ sagði Þórólfur og bætti við að raun hafi verið að fyrst og fremst íslendingar hafi komið með veiruna og einungis mjög fái erlendir ferðamenn hafi verið greindir hér á landi og smit út frá þeim lítil sem engin. Þá sagði Þórólfur Íslendinga hafa staðið sig vel í einstaklingsbundnum sýkingavörnum eins og til að mynda handþvotti en útlit sé fyrir að fólk sé farið að gleyma sér aðeins. „Við þurfum sífellt að minna á þetta,“ sagði sóttvarnalæknir. Þórólfur segir þá að hann telji að útbreiddur faraldur sé mjög ólíklegur hér á landi líkur séu þó á einstaka smitum og hópsýkingum. „Faraldurinn sem kom, hann kom mjög brátt að okkur og ég held að það gerist ekki. Hef ég rétt eða rangt fyrir mér, ég veit það ekki,“ sagði Þórólfur og minntist gagnrýni Kára Stefánssonar við fyrri spádómum Þórólfs. Þórólfur sagði Ísland vera komið með góða innviði og vera í viðbragðsstöðu. „Ég held við fáum einstaka smit áfram, það er held ég óumflýjanlegt og litlar hópsýkingar eru mögulegar. Við erum komin með reynslu af því að fást við það,“ og vísaði þar til Vestfjarða, Hvammstanga og Vestmannaeyja. „Ég held að þetta sé það sem við munum geta séð,“ sagði Þórólfur og sagði að nú þyrfti að tryggja góðan árangur með réttum aðgerðum. Halda þurfi áfram mikilli sýnatöku og beita smitrakningu áfram. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira
Sóttvarnalæknir segir ólíklegt að útbreiddur faraldur fari um landið en líkur séu á einstaka smitum í framtíðinni. Hann sagði þá vert að svara nokkrum spurningum þegar framtíðarhorfum Íslands vegna kórónuveirufaraldursins er velt fyrir sér. „Hvenær kemur næsta bylgja, verður önnur bylgja og um þetta er ómögulegt að segja því það fer eftir svo mörgum þáttum sem við vitum ekkert um, sagði Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir á fræðslufundi Íslenskrar erfðagreiningar í dag. Þórólfur sagði lítið enn vitað um veiruna og hegðun hennar og enn óljóst hvort kórónuveiran muni valda árstíðabundnum sýkingum eða einfaldlega deyja út. Spurning væri hvort og hvenær bóluefni yrði tilbúið til dreifingar og notkunar. „Það sem kemur til með að spila rullu hjá okkur er hver er útbreiðslan í öðrum löndum. Hvenær hverfur veiran virkilega,“ sagði Þórólfur og bætti við að raun hafi verið að fyrst og fremst íslendingar hafi komið með veiruna og einungis mjög fái erlendir ferðamenn hafi verið greindir hér á landi og smit út frá þeim lítil sem engin. Þá sagði Þórólfur Íslendinga hafa staðið sig vel í einstaklingsbundnum sýkingavörnum eins og til að mynda handþvotti en útlit sé fyrir að fólk sé farið að gleyma sér aðeins. „Við þurfum sífellt að minna á þetta,“ sagði sóttvarnalæknir. Þórólfur segir þá að hann telji að útbreiddur faraldur sé mjög ólíklegur hér á landi líkur séu þó á einstaka smitum og hópsýkingum. „Faraldurinn sem kom, hann kom mjög brátt að okkur og ég held að það gerist ekki. Hef ég rétt eða rangt fyrir mér, ég veit það ekki,“ sagði Þórólfur og minntist gagnrýni Kára Stefánssonar við fyrri spádómum Þórólfs. Þórólfur sagði Ísland vera komið með góða innviði og vera í viðbragðsstöðu. „Ég held við fáum einstaka smit áfram, það er held ég óumflýjanlegt og litlar hópsýkingar eru mögulegar. Við erum komin með reynslu af því að fást við það,“ og vísaði þar til Vestfjarða, Hvammstanga og Vestmannaeyja. „Ég held að þetta sé það sem við munum geta séð,“ sagði Þórólfur og sagði að nú þyrfti að tryggja góðan árangur með réttum aðgerðum. Halda þurfi áfram mikilli sýnatöku og beita smitrakningu áfram.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira