Þrjár sektir vegna brota á kórónuveirureglum Stefán Ó. Jónsson skrifar 28. maí 2020 13:28 Fámennt föstudagskvöld í miðborg Reykjavíkur í samkomubanni. Vísir/Vilhelm Gunnarsson Þrír einstaklingar hafa verið sektaðir vegna brota á sóttvarnalögum og reglum settum samkvæmt þeim vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Samkvæmt upplýsingum frá ríkissaksóknara er annars vegar um að ræða brot á sóttkví og hins vegar brot á fjöldatakmörkunum. Einstaklingarnir tveir sem brutu reglur um sóttkví voru hvor um sig sektaðir um 50 þúsund krónur. Sá sem braut reglur um fjöldatakmarkanir fékk hins vegar 250 þúsund króna sekt. Sá er sagður vera forsvarsmaður veitingastaðar sem hýsti fleiri en 20 manns, sem var einmitt hámarksstærð samkoma frá 24. mars fram til 4. maí. Þá var samkomubannið rýmkað þannig að 50 máttu aftur koma saman. Þau sem sóttu veitingastaðinn voru hins vegar ekki sektuð. Í svari ríkissaksóknara við fyrirspurn fréttastofu kemur ekki fram um hvaða veitingastað ræðir, hvenær forsvarsmaður hans var sektaður eða hversu mörg voru samankomin á staðnum. Í fyrirmælum ríkissaksóknara sem voru gefin út í lok mars kom fram að þau sem trössuðu sóttkví gætu átt von á að allt 250 þúsund króna sekt. Bryti einstaklingur reglur um einangrun gæti sektin hins vegar hljóða upp á 500 þúsund, rétt eins og í tilfelli þeirra sem stæðu fyrir samkomu þar sem fjöldi fór yfir leyfilegt hámark. Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglumál Mest lesið Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Fleiri fréttir Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Sjá meira
Þrír einstaklingar hafa verið sektaðir vegna brota á sóttvarnalögum og reglum settum samkvæmt þeim vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Samkvæmt upplýsingum frá ríkissaksóknara er annars vegar um að ræða brot á sóttkví og hins vegar brot á fjöldatakmörkunum. Einstaklingarnir tveir sem brutu reglur um sóttkví voru hvor um sig sektaðir um 50 þúsund krónur. Sá sem braut reglur um fjöldatakmarkanir fékk hins vegar 250 þúsund króna sekt. Sá er sagður vera forsvarsmaður veitingastaðar sem hýsti fleiri en 20 manns, sem var einmitt hámarksstærð samkoma frá 24. mars fram til 4. maí. Þá var samkomubannið rýmkað þannig að 50 máttu aftur koma saman. Þau sem sóttu veitingastaðinn voru hins vegar ekki sektuð. Í svari ríkissaksóknara við fyrirspurn fréttastofu kemur ekki fram um hvaða veitingastað ræðir, hvenær forsvarsmaður hans var sektaður eða hversu mörg voru samankomin á staðnum. Í fyrirmælum ríkissaksóknara sem voru gefin út í lok mars kom fram að þau sem trössuðu sóttkví gætu átt von á að allt 250 þúsund króna sekt. Bryti einstaklingur reglur um einangrun gæti sektin hins vegar hljóða upp á 500 þúsund, rétt eins og í tilfelli þeirra sem stæðu fyrir samkomu þar sem fjöldi fór yfir leyfilegt hámark.
Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglumál Mest lesið Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Fleiri fréttir Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Sjá meira