Fótbolti

Rambaði oft á Rooney og skyrtulausan Gerrard á djamminu

Anton Ingi Leifsson skrifar
Hugo Rodallega leikur nú með Trabzonspor í Tyrklandi.
Hugo Rodallega leikur nú með Trabzonspor í Tyrklandi. vísir/getty

Hugo Rodallega, fyrrum framherji Wigan, segist hafa oft hitt þá Wayne Rooney og Steven Gerrard úti á lífinu er hann spilaði á Englandi en hann spilaði á Englandi í sex og hálft ár.

Þessi 34 ára gamli framherji sem nú spilar í Tyrklandi spilaði með Wigan í þrjú og hálft ár, frá 2009 til 2012, en Wigan liggur mitt á milli Liverpool og Manchester. Því sá hann stjörnurnar á barnum.

„Bara ef fólk vissi hversu oft ég rakst á Rooney í Manchester drekkandi eins og klikkaður maður eða hversu oft ég sá Gerrard á bar dansansi skyrtulausan,“ sagði Rodallega í beinni á Instagram í gær.

„Þeir eru mannlegir og það er ekkert að þessu. Ég gat talið á annarri hendi hversu margir fótboltamenn drekka ekki. Við allir, förum út og fáum okkur að drekka.“

„Ég hef alltaf sagt það. Mér líkar vel við það að fara út að drekka og dansa. Ég elska að dansa salsa. Það er ekkert að því. Ég veit að við erum fótboltamenn en við erum einnig mannlegir.“

Rodallega skoraði 24 mörk í 117 leikjum fyrir Wigan áður en hann gekk í raðir Fulham. Þar skoraði hann 19 mörk í 84 leikjum.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.