Hilmar Árni með tvennu í flottum sigri á KR Sindri Sverrisson skrifar 27. maí 2020 20:59 Hilmar Árni Halldórsson virðist í flottu formi nú þegar Íslandsmótið er að hefjast. vísir/bára Stjörnumenn virðast koma afar vel út úr kórónuveiruhléinu en þeir unnu flottan 3-0 sigur á KR í Vesturbænum í kvöld í fyrsta æfingaleik liðanna eftir hléið frá því í mars. Það skyggði örlítið á sigur Stjörnunnar að Daníel Laxdal fór meiddur af velli snemma leiks en meiðslin litu þó ekki út fyrir að vera alvarleg. Hilmar Árni Halldórsson skoraði fyrsta mark leiksins með föstu skoti vel utan teigs, á 16. mínútu, og hann bætti við öðru marki skömmu síðar eftir undirbúning Heiðars Ægissonar. Stjarnan var áfram nær því að bæta við mörkum í seinni hálfleik og Þorsteinn Már Ragnarsson var nálægt því á 67. mínútu. Hann slapp einn gegn Beiti Ólafssyni í marki KR og braut Beitir á honum rétt utan teigs. Beitir slapp með gult spjald við litla kátínu þjálfara Stjörnunnar sem virtist alveg sama þó að um æfingaleik væri að ræða og vildu sjá rauða spjaldið fara á loft. Þeir Ólafur Jóhannesson og Rúnar Páll Sigmundsson, sem nú stýra Stjörnunni saman, voru báðir afar líflegir á hliðarlínunni í kvöld. Þriðja mark leiksins skoraði Sölvi Snær Guðbjargarson af stuttu færi, þegar hann fylgdi á eftir föstu skoti Tristans Freys Ingólfssonar seint í leiknum. Klippa: Mörkin úr leik KR og Stjörnunnar Aron skoraði í stórsigri Vals Valsmenn unnu 5-1 sigur á 1. deildarliði Keflavíkur á Hlíðarenda. Patrick Pedersen skoraði tvennu fyrir Val og Aron Bjarnason skoraði í fyrsta leik sínum fyrir liðið. Ívar Örn Jónsson og Kristinn Freyr Sigurðsson skoruðu einnig. Á Akranesi mættust ÍA og 1. deildarlið ÍBV við talsvert erfiðar aðstæður, þar sem ÍBV vann 3-2 sigur. Samkvæmt Fótbolta.net skoruðu Gary Martin, Jose Sito og Víðir Þorvarðarson mörk ÍBV en Jón Gísli Eyland og Gísli Laxdal Unnarsson fyrir ÍA. Víkingur R. vann svo 3-2 sigur gegn Gróttu þar sem Helgi Guðjónsson, sem Víkingar fengu frá Fram, skoraði tvennu samkvæmt Fótbolta.net. Pepsi Max-deild karla Íslenski boltinn KR Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Körfubolti Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn Körfubolti Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Fótbolti Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Fótbolti Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Enski boltinn EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Körfubolti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Fleiri fréttir Gæti spilað fyrsta landsleikinn í sjö ár Vardy til Ítalíu og spilar með barnabarnabarni Mussolini Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðsins Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ Sjá meira
Stjörnumenn virðast koma afar vel út úr kórónuveiruhléinu en þeir unnu flottan 3-0 sigur á KR í Vesturbænum í kvöld í fyrsta æfingaleik liðanna eftir hléið frá því í mars. Það skyggði örlítið á sigur Stjörnunnar að Daníel Laxdal fór meiddur af velli snemma leiks en meiðslin litu þó ekki út fyrir að vera alvarleg. Hilmar Árni Halldórsson skoraði fyrsta mark leiksins með föstu skoti vel utan teigs, á 16. mínútu, og hann bætti við öðru marki skömmu síðar eftir undirbúning Heiðars Ægissonar. Stjarnan var áfram nær því að bæta við mörkum í seinni hálfleik og Þorsteinn Már Ragnarsson var nálægt því á 67. mínútu. Hann slapp einn gegn Beiti Ólafssyni í marki KR og braut Beitir á honum rétt utan teigs. Beitir slapp með gult spjald við litla kátínu þjálfara Stjörnunnar sem virtist alveg sama þó að um æfingaleik væri að ræða og vildu sjá rauða spjaldið fara á loft. Þeir Ólafur Jóhannesson og Rúnar Páll Sigmundsson, sem nú stýra Stjörnunni saman, voru báðir afar líflegir á hliðarlínunni í kvöld. Þriðja mark leiksins skoraði Sölvi Snær Guðbjargarson af stuttu færi, þegar hann fylgdi á eftir föstu skoti Tristans Freys Ingólfssonar seint í leiknum. Klippa: Mörkin úr leik KR og Stjörnunnar Aron skoraði í stórsigri Vals Valsmenn unnu 5-1 sigur á 1. deildarliði Keflavíkur á Hlíðarenda. Patrick Pedersen skoraði tvennu fyrir Val og Aron Bjarnason skoraði í fyrsta leik sínum fyrir liðið. Ívar Örn Jónsson og Kristinn Freyr Sigurðsson skoruðu einnig. Á Akranesi mættust ÍA og 1. deildarlið ÍBV við talsvert erfiðar aðstæður, þar sem ÍBV vann 3-2 sigur. Samkvæmt Fótbolta.net skoruðu Gary Martin, Jose Sito og Víðir Þorvarðarson mörk ÍBV en Jón Gísli Eyland og Gísli Laxdal Unnarsson fyrir ÍA. Víkingur R. vann svo 3-2 sigur gegn Gróttu þar sem Helgi Guðjónsson, sem Víkingar fengu frá Fram, skoraði tvennu samkvæmt Fótbolta.net.
Pepsi Max-deild karla Íslenski boltinn KR Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Körfubolti Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn Körfubolti Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Fótbolti Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Fótbolti Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Enski boltinn EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Körfubolti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Fleiri fréttir Gæti spilað fyrsta landsleikinn í sjö ár Vardy til Ítalíu og spilar með barnabarnabarni Mussolini Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðsins Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ Sjá meira