Hilmar Árni með tvennu í flottum sigri á KR Sindri Sverrisson skrifar 27. maí 2020 20:59 Hilmar Árni Halldórsson virðist í flottu formi nú þegar Íslandsmótið er að hefjast. vísir/bára Stjörnumenn virðast koma afar vel út úr kórónuveiruhléinu en þeir unnu flottan 3-0 sigur á KR í Vesturbænum í kvöld í fyrsta æfingaleik liðanna eftir hléið frá því í mars. Það skyggði örlítið á sigur Stjörnunnar að Daníel Laxdal fór meiddur af velli snemma leiks en meiðslin litu þó ekki út fyrir að vera alvarleg. Hilmar Árni Halldórsson skoraði fyrsta mark leiksins með föstu skoti vel utan teigs, á 16. mínútu, og hann bætti við öðru marki skömmu síðar eftir undirbúning Heiðars Ægissonar. Stjarnan var áfram nær því að bæta við mörkum í seinni hálfleik og Þorsteinn Már Ragnarsson var nálægt því á 67. mínútu. Hann slapp einn gegn Beiti Ólafssyni í marki KR og braut Beitir á honum rétt utan teigs. Beitir slapp með gult spjald við litla kátínu þjálfara Stjörnunnar sem virtist alveg sama þó að um æfingaleik væri að ræða og vildu sjá rauða spjaldið fara á loft. Þeir Ólafur Jóhannesson og Rúnar Páll Sigmundsson, sem nú stýra Stjörnunni saman, voru báðir afar líflegir á hliðarlínunni í kvöld. Þriðja mark leiksins skoraði Sölvi Snær Guðbjargarson af stuttu færi, þegar hann fylgdi á eftir föstu skoti Tristans Freys Ingólfssonar seint í leiknum. Klippa: Mörkin úr leik KR og Stjörnunnar Aron skoraði í stórsigri Vals Valsmenn unnu 5-1 sigur á 1. deildarliði Keflavíkur á Hlíðarenda. Patrick Pedersen skoraði tvennu fyrir Val og Aron Bjarnason skoraði í fyrsta leik sínum fyrir liðið. Ívar Örn Jónsson og Kristinn Freyr Sigurðsson skoruðu einnig. Á Akranesi mættust ÍA og 1. deildarlið ÍBV við talsvert erfiðar aðstæður, þar sem ÍBV vann 3-2 sigur. Samkvæmt Fótbolta.net skoruðu Gary Martin, Jose Sito og Víðir Þorvarðarson mörk ÍBV en Jón Gísli Eyland og Gísli Laxdal Unnarsson fyrir ÍA. Víkingur R. vann svo 3-2 sigur gegn Gróttu þar sem Helgi Guðjónsson, sem Víkingar fengu frá Fram, skoraði tvennu samkvæmt Fótbolta.net. Pepsi Max-deild karla Íslenski boltinn KR Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Ísland - Slóvenía | Strákarnir okkar undirbúa sig fyrir stórmót Handbolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sjá meira
Stjörnumenn virðast koma afar vel út úr kórónuveiruhléinu en þeir unnu flottan 3-0 sigur á KR í Vesturbænum í kvöld í fyrsta æfingaleik liðanna eftir hléið frá því í mars. Það skyggði örlítið á sigur Stjörnunnar að Daníel Laxdal fór meiddur af velli snemma leiks en meiðslin litu þó ekki út fyrir að vera alvarleg. Hilmar Árni Halldórsson skoraði fyrsta mark leiksins með föstu skoti vel utan teigs, á 16. mínútu, og hann bætti við öðru marki skömmu síðar eftir undirbúning Heiðars Ægissonar. Stjarnan var áfram nær því að bæta við mörkum í seinni hálfleik og Þorsteinn Már Ragnarsson var nálægt því á 67. mínútu. Hann slapp einn gegn Beiti Ólafssyni í marki KR og braut Beitir á honum rétt utan teigs. Beitir slapp með gult spjald við litla kátínu þjálfara Stjörnunnar sem virtist alveg sama þó að um æfingaleik væri að ræða og vildu sjá rauða spjaldið fara á loft. Þeir Ólafur Jóhannesson og Rúnar Páll Sigmundsson, sem nú stýra Stjörnunni saman, voru báðir afar líflegir á hliðarlínunni í kvöld. Þriðja mark leiksins skoraði Sölvi Snær Guðbjargarson af stuttu færi, þegar hann fylgdi á eftir föstu skoti Tristans Freys Ingólfssonar seint í leiknum. Klippa: Mörkin úr leik KR og Stjörnunnar Aron skoraði í stórsigri Vals Valsmenn unnu 5-1 sigur á 1. deildarliði Keflavíkur á Hlíðarenda. Patrick Pedersen skoraði tvennu fyrir Val og Aron Bjarnason skoraði í fyrsta leik sínum fyrir liðið. Ívar Örn Jónsson og Kristinn Freyr Sigurðsson skoruðu einnig. Á Akranesi mættust ÍA og 1. deildarlið ÍBV við talsvert erfiðar aðstæður, þar sem ÍBV vann 3-2 sigur. Samkvæmt Fótbolta.net skoruðu Gary Martin, Jose Sito og Víðir Þorvarðarson mörk ÍBV en Jón Gísli Eyland og Gísli Laxdal Unnarsson fyrir ÍA. Víkingur R. vann svo 3-2 sigur gegn Gróttu þar sem Helgi Guðjónsson, sem Víkingar fengu frá Fram, skoraði tvennu samkvæmt Fótbolta.net.
Pepsi Max-deild karla Íslenski boltinn KR Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Ísland - Slóvenía | Strákarnir okkar undirbúa sig fyrir stórmót Handbolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sjá meira