Fótbolti

Leipzig mistókst að komast í annað sæti

Sindri Sverrisson skrifar
Krzysztof Piatek jafnar metin fyrir Herthu Berlín úr víti.
Krzysztof Piatek jafnar metin fyrir Herthu Berlín úr víti. VÍSIR/GETTY

RB Leipzig missti mann af velli með rautt spjald eftir klukkutíma leik þegar liðið gerði 2-2 jafntefli við Herthu Berlín í þýsku 1. deildinni í fótbolta í dag.

Gestirnir frá Berlín komust yfir á 9. mínútu með marki Marko Grujic en Lukas Klostermann jafnaði metin með glæsilegum skalla eftir hornspyrnu og staðan var 1-1 í hálfleik.

Marcel Halstenberg fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt á 63. mínútu svo að leikmenn Leipzig voru tíu það sem eftir lifði leiks. Það breytti því ekki að Patrik Schick kom Leipzig yfir þegar norska markverðinum Rune Jarstein mistókst einhvern veginn að verja slakt skot hans.

Þegar tæpar tíu mínútur voru til leiksloka jafnaði Krzystof Piatek metin með marki úr víti og þar við sat.

Leipzig er því með 55 stig í 3. sæti deildarinnar, tveimur stigum á eftir Dortmund og tveimur á undan Borussia Mönchengladbach. Hertha Berlín er með 35 stig í 10. sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×