Líkti samherja sínum við Road Runner Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. maí 2020 14:00 Alphonso Davies á sprettinum. getty/A. Hassenstein Fáir fótboltamenn eru fljótari en Alphonso Davies, kanadíski landsliðsmaðurinn hjá Bayern München. Bayern sigraði Borussia Dortmund, 0-1, í toppslag í þýsku úrvalsdeildinni í gær. Joshua Kimmich skoraði eina mark leiksins á 43. mínútu. Með sigrinum náðu Bæjarar sjö stiga forskoti á toppi deildarinnar. Eftir sigurinn á Westfalen-vellinum í gær fór Thomas Müller í viðtal þar sem hann líkti Davies við teiknimyndapersónuna Road Runner. Í teiknimyndunum Looney Tunes er Road Runner á stöðugum flótta undan sléttuúlfnum sísvanga Wile E. Coyote. Road Runner hefur alltaf betur í baráttu þeirra, enda frárri á fæti og ekki jafn seinheppinn og sléttuúlfurinn. Davies átti nokkra rosalega spretti í leiknum gegn Dortmund í gær. Hann elti m.a. Erling Håland uppi er hann virtist vera sloppinn í gegnum vörn Bayern. „Alphonso er gríðarlega kraftmikill leikmaður. Hann er ekki alltaf fullkomlega staðsettur en þegar andstæðingurinn heldur að hann hafi tíma kemur Road Runner hjá Bayern á fleygiferð - „meep meep“ - og vinnur boltann,“ sagði Müller og líkti eftir eina hljóðinu sem Road Runner gefur frá sér. .@esmuellert_: When the opponent thinks he has time... then «meep meep meep» the FC Bayern roadrunner @AlphonsoDavies comes ahead. pic.twitter.com/Ox89gKWcrK— Viaplay Fotball (@ViaplayFotball) May 26, 2020 Hinn nítján ára Davies hefur slegið í gegn í stöðu vinstri bakvarðar hjá Bayern í vetur. Hann hefur leikið 32 leiki á tímabilinu og skorað tvö mörk. Davies fæddist í Gana en fluttist ásamt foreldrum sínum til Kanada þegar hann var fimm ára. Hann lék með Vancouver Whitecaps í MLS-deildinni í Bandaríkjunum áður en hann gekk í raðir Bayern í ársbyrjun 2019. Þrátt fyrir ungan aldur hefur Davies leikið sautján landsleiki fyrir Kanada og skorað fimm mörk. Þýski boltinn Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM Handbolti Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Handbolti Fleiri fréttir Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Sjá meira
Fáir fótboltamenn eru fljótari en Alphonso Davies, kanadíski landsliðsmaðurinn hjá Bayern München. Bayern sigraði Borussia Dortmund, 0-1, í toppslag í þýsku úrvalsdeildinni í gær. Joshua Kimmich skoraði eina mark leiksins á 43. mínútu. Með sigrinum náðu Bæjarar sjö stiga forskoti á toppi deildarinnar. Eftir sigurinn á Westfalen-vellinum í gær fór Thomas Müller í viðtal þar sem hann líkti Davies við teiknimyndapersónuna Road Runner. Í teiknimyndunum Looney Tunes er Road Runner á stöðugum flótta undan sléttuúlfnum sísvanga Wile E. Coyote. Road Runner hefur alltaf betur í baráttu þeirra, enda frárri á fæti og ekki jafn seinheppinn og sléttuúlfurinn. Davies átti nokkra rosalega spretti í leiknum gegn Dortmund í gær. Hann elti m.a. Erling Håland uppi er hann virtist vera sloppinn í gegnum vörn Bayern. „Alphonso er gríðarlega kraftmikill leikmaður. Hann er ekki alltaf fullkomlega staðsettur en þegar andstæðingurinn heldur að hann hafi tíma kemur Road Runner hjá Bayern á fleygiferð - „meep meep“ - og vinnur boltann,“ sagði Müller og líkti eftir eina hljóðinu sem Road Runner gefur frá sér. .@esmuellert_: When the opponent thinks he has time... then «meep meep meep» the FC Bayern roadrunner @AlphonsoDavies comes ahead. pic.twitter.com/Ox89gKWcrK— Viaplay Fotball (@ViaplayFotball) May 26, 2020 Hinn nítján ára Davies hefur slegið í gegn í stöðu vinstri bakvarðar hjá Bayern í vetur. Hann hefur leikið 32 leiki á tímabilinu og skorað tvö mörk. Davies fæddist í Gana en fluttist ásamt foreldrum sínum til Kanada þegar hann var fimm ára. Hann lék með Vancouver Whitecaps í MLS-deildinni í Bandaríkjunum áður en hann gekk í raðir Bayern í ársbyrjun 2019. Þrátt fyrir ungan aldur hefur Davies leikið sautján landsleiki fyrir Kanada og skorað fimm mörk.
Þýski boltinn Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM Handbolti Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Handbolti Fleiri fréttir Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Sjá meira