Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Guðmundur Franklín Jónsson verða í forsetaframboði þann 27. júní næstkomandi. Dómsmálaráðuneytið hefur staðfest þetta með auglýsingu sem birtist í Lögbirtingablaðinu í dag.
Frestur til að bjóða sig fram til forseta rann út á föstudaginn og hefur nú verið staðfest að Guðni og Guðmundur Franklín skiluðu báðir inn nægilegri tölu meðmælenda og vottorðum yfirkjörstjórna um að þeir séu kosningabærir, en þeir skiluðu inn slíkum gögnum á föstudaginn.
Guðni var kjörinn forseti Íslands í forsetakosningunum 2016. Hann hlaut 71.356 atkvæði eða 39,1% gildra atkvæða. Guðmundur Franklín hefur áður boðið sig fram, bæði til forseta og til Alþingis. Hann var formaður stjórnmálaflokksins Hægri-Grænna sem bauð fram í þingkosningum 2013, hann reyndist hins vegar ekki kjörgengur sökum búsetu erlendis. Hann dró forsetaframboð sitt til baka árið 2016.