Fótbolti

Leverkusen steinlá og fór úr meistaradeildarsæti

Sindri Sverrisson skrifar
Renato Steffen skorar þriðja mark Wolfsburg gegn Leverkusen í kvöld.
Renato Steffen skorar þriðja mark Wolfsburg gegn Leverkusen í kvöld. VÍSIR/GETTY

Borussia Mönchengladbach komst upp fyrir Leverkusen og í 4. sæti þýsku 1. deildarinnar í fótbolta í kvöld þrátt fyrir aðeins markalaust jafntefli við Werder Bremen á útivelli.

Leverkusen tapaði illa á heimavelli gegn Wolfsburg, 4-1. Miðvörðurinn Marin Pongracic skoraði tvö marka Leverkusen sem komst í 4-0 áður en að Julian Baumgartlinger minnkaði muninn undir lokin.

Fjögur efstu lið deildarinnar komast væntanlega í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð og er Mönchengladbach í hinu dýrmæta 4. sæti með tveimur mörkum betri markatölu en Leverkusen, en liðin hafa 53 stig eftir 28 leiki. RB Leipzig er í 3. sæti með 54 stig og leik til góða. Wolfsburg er í 6. sæti með 42 stig.

Fyrr í kvöld vann Bayern München toppslaginn við Dortmund, 1-0, og eftir sigurinn blasir titillinn við Bayern.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.