Íslenski boltinn

Jafntefli hjá Fjölni og HK í Grafarvogi

Sindri Sverrisson skrifar
Arnþór Ari Atlason kom HK yfir í kvöld.
Arnþór Ari Atlason kom HK yfir í kvöld. Vísir/Bára

Fjölnismenn, sem verða nýliðar í Pepsi Max-deild karla í fótbolta í sumar, tóku á móti HK í æfingaleik í Grafarvogi í kvöld nú þegar styttist í að Íslandsmótið hefjist.

Liðin gerðu 1-1 jafntefli en samkvæmt Twitter-síðu Fjölnis var það Arnþór Ari Atlason sem kom HK yfir í byrjun síðari hálfleiks áður en Hallvarður Óskar Sigurðarson jafnaði metin skömmu síðar úr vítaspyrnu.

Fjölnir sækir Víking R. heim í fyrstu umferð Pepsi Max-deildarinnar og er áætlað að leikurinn fari fram sunnudaginn 14. júní kl. 18. HK tekur hins vegar á móti FH í Kórnum kl. 13.30 sama dag.

Grindavík og ÍR mættust einnig í æfingaleik í kvöld. Grindavík leikur í 1. deild í sumar en ÍR í 2. deild. Guðmundur Magnússon og Dagur Ingi Hammer Gunnarsson skoruðu mörk Grindvíkinga.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.