Húsleit gerð hjá manni sem grunaður er um að hafa brotið á tveimur börnum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. maí 2020 17:15 Maðurinn var starfsmaður frístundaheimilisins Haunsels, frístundaheimilis fyrir nemendur í Hraunvallaskóla á aldrinum 6-9 ára. Vísir/Einar Gerð var húsleit á heimili mannsins sem grunaður er um að hafa brotið á tveimur börnum í Hraunvallaskóla í Hafnarfirði og hald lagt á gögn í þágu málsins. Maðurinn er á þrítugsaldri og er starfsmaður á frístundaheimilinu Hraunseli. Maðurinn var handtekinn í síðustu viku og úrskurðaður í nokkurra daga gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjaness en Landsréttur felldi úrskurðinn síðan úr gildi. Skýrslutökur vegna barnanna fóru fram í Barnahúsi að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglu. Á þriðjudag í síðustu viku barst lögreglu tilkynning frá barnaspítala Hringsins um hugsanlegt kynferðisbrot mannsins gagnvart barni. Maðurinn hefur verið leystur frá störfum á meðan rannsókn stendur yfir en við rannsókn lögreglu kom í ljós að um tvö börn væri að ræða og herma heimildir fréttastofu að þau séu á aldrinum 6-7 ára. Í gæsluvarðhaldsúrskurði Héraðsdóms Reykjaness kemur fram að annað barnið hafi lýst því hvernig maðurinn hafi fengið þau til að koma með sér á salerni og sýnt þeim kynfæri sín. Hafi hann sagt aðeins stráka með þess lags kynfæri sem gætu orðið mjög hörð. Barnið segist hafa snert kynfærin og kysst. Þau hafi ekki mátt segja frá því þá yrði maðurinn reiður. Í yfirlýsingu frá Hafnarfjarðarbæ til fréttastofu segir að í síðustu viku hafi komið upp mál í Hraunvallaskóla sem snertir starfsmann skólans og er til rannsóknar hjá lögreglu. Þar sem málið sé á rannsóknarstigi sé ekki hægt að veita neinar upplýsingar að svo stöddu. Málið hafi strax farið í viðeigandi farveg og feril innan skólans og hjá skólayfirvöldum í Hafnarfirði og að unnið sé samkvæmt fyrir fram skilgreindu verklagi í samstarfi við lögregluyfirvöld. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu miðar rannsókn málsins vel. Lögreglumál Dómsmál Hafnarfjörður Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Starfsmaður á frístundaheimili leystur frá störfum vegna gruns um kynferðisbrot gegn nemendum Starfsmaður á frístundaheimili í Hafnarfirði er grunaður um að hafa brotið kynferðislega gegn tveimur nemendum í 1. bekk í síðustu viku. Hann hefur verið leystur frá störfum á meðan rannsókn stendur yfir. 25. maí 2020 18:30 Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Fleiri fréttir Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Sjá meira
Gerð var húsleit á heimili mannsins sem grunaður er um að hafa brotið á tveimur börnum í Hraunvallaskóla í Hafnarfirði og hald lagt á gögn í þágu málsins. Maðurinn er á þrítugsaldri og er starfsmaður á frístundaheimilinu Hraunseli. Maðurinn var handtekinn í síðustu viku og úrskurðaður í nokkurra daga gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjaness en Landsréttur felldi úrskurðinn síðan úr gildi. Skýrslutökur vegna barnanna fóru fram í Barnahúsi að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglu. Á þriðjudag í síðustu viku barst lögreglu tilkynning frá barnaspítala Hringsins um hugsanlegt kynferðisbrot mannsins gagnvart barni. Maðurinn hefur verið leystur frá störfum á meðan rannsókn stendur yfir en við rannsókn lögreglu kom í ljós að um tvö börn væri að ræða og herma heimildir fréttastofu að þau séu á aldrinum 6-7 ára. Í gæsluvarðhaldsúrskurði Héraðsdóms Reykjaness kemur fram að annað barnið hafi lýst því hvernig maðurinn hafi fengið þau til að koma með sér á salerni og sýnt þeim kynfæri sín. Hafi hann sagt aðeins stráka með þess lags kynfæri sem gætu orðið mjög hörð. Barnið segist hafa snert kynfærin og kysst. Þau hafi ekki mátt segja frá því þá yrði maðurinn reiður. Í yfirlýsingu frá Hafnarfjarðarbæ til fréttastofu segir að í síðustu viku hafi komið upp mál í Hraunvallaskóla sem snertir starfsmann skólans og er til rannsóknar hjá lögreglu. Þar sem málið sé á rannsóknarstigi sé ekki hægt að veita neinar upplýsingar að svo stöddu. Málið hafi strax farið í viðeigandi farveg og feril innan skólans og hjá skólayfirvöldum í Hafnarfirði og að unnið sé samkvæmt fyrir fram skilgreindu verklagi í samstarfi við lögregluyfirvöld. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu miðar rannsókn málsins vel.
Lögreglumál Dómsmál Hafnarfjörður Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Starfsmaður á frístundaheimili leystur frá störfum vegna gruns um kynferðisbrot gegn nemendum Starfsmaður á frístundaheimili í Hafnarfirði er grunaður um að hafa brotið kynferðislega gegn tveimur nemendum í 1. bekk í síðustu viku. Hann hefur verið leystur frá störfum á meðan rannsókn stendur yfir. 25. maí 2020 18:30 Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Fleiri fréttir Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Sjá meira
Starfsmaður á frístundaheimili leystur frá störfum vegna gruns um kynferðisbrot gegn nemendum Starfsmaður á frístundaheimili í Hafnarfirði er grunaður um að hafa brotið kynferðislega gegn tveimur nemendum í 1. bekk í síðustu viku. Hann hefur verið leystur frá störfum á meðan rannsókn stendur yfir. 25. maí 2020 18:30