Húsleit gerð hjá manni sem grunaður er um að hafa brotið á tveimur börnum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. maí 2020 17:15 Maðurinn var starfsmaður frístundaheimilisins Haunsels, frístundaheimilis fyrir nemendur í Hraunvallaskóla á aldrinum 6-9 ára. Vísir/Einar Gerð var húsleit á heimili mannsins sem grunaður er um að hafa brotið á tveimur börnum í Hraunvallaskóla í Hafnarfirði og hald lagt á gögn í þágu málsins. Maðurinn er á þrítugsaldri og er starfsmaður á frístundaheimilinu Hraunseli. Maðurinn var handtekinn í síðustu viku og úrskurðaður í nokkurra daga gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjaness en Landsréttur felldi úrskurðinn síðan úr gildi. Skýrslutökur vegna barnanna fóru fram í Barnahúsi að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglu. Á þriðjudag í síðustu viku barst lögreglu tilkynning frá barnaspítala Hringsins um hugsanlegt kynferðisbrot mannsins gagnvart barni. Maðurinn hefur verið leystur frá störfum á meðan rannsókn stendur yfir en við rannsókn lögreglu kom í ljós að um tvö börn væri að ræða og herma heimildir fréttastofu að þau séu á aldrinum 6-7 ára. Í gæsluvarðhaldsúrskurði Héraðsdóms Reykjaness kemur fram að annað barnið hafi lýst því hvernig maðurinn hafi fengið þau til að koma með sér á salerni og sýnt þeim kynfæri sín. Hafi hann sagt aðeins stráka með þess lags kynfæri sem gætu orðið mjög hörð. Barnið segist hafa snert kynfærin og kysst. Þau hafi ekki mátt segja frá því þá yrði maðurinn reiður. Í yfirlýsingu frá Hafnarfjarðarbæ til fréttastofu segir að í síðustu viku hafi komið upp mál í Hraunvallaskóla sem snertir starfsmann skólans og er til rannsóknar hjá lögreglu. Þar sem málið sé á rannsóknarstigi sé ekki hægt að veita neinar upplýsingar að svo stöddu. Málið hafi strax farið í viðeigandi farveg og feril innan skólans og hjá skólayfirvöldum í Hafnarfirði og að unnið sé samkvæmt fyrir fram skilgreindu verklagi í samstarfi við lögregluyfirvöld. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu miðar rannsókn málsins vel. Lögreglumál Dómsmál Hafnarfjörður Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Starfsmaður á frístundaheimili leystur frá störfum vegna gruns um kynferðisbrot gegn nemendum Starfsmaður á frístundaheimili í Hafnarfirði er grunaður um að hafa brotið kynferðislega gegn tveimur nemendum í 1. bekk í síðustu viku. Hann hefur verið leystur frá störfum á meðan rannsókn stendur yfir. 25. maí 2020 18:30 Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Fleiri fréttir Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Sjá meira
Gerð var húsleit á heimili mannsins sem grunaður er um að hafa brotið á tveimur börnum í Hraunvallaskóla í Hafnarfirði og hald lagt á gögn í þágu málsins. Maðurinn er á þrítugsaldri og er starfsmaður á frístundaheimilinu Hraunseli. Maðurinn var handtekinn í síðustu viku og úrskurðaður í nokkurra daga gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjaness en Landsréttur felldi úrskurðinn síðan úr gildi. Skýrslutökur vegna barnanna fóru fram í Barnahúsi að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglu. Á þriðjudag í síðustu viku barst lögreglu tilkynning frá barnaspítala Hringsins um hugsanlegt kynferðisbrot mannsins gagnvart barni. Maðurinn hefur verið leystur frá störfum á meðan rannsókn stendur yfir en við rannsókn lögreglu kom í ljós að um tvö börn væri að ræða og herma heimildir fréttastofu að þau séu á aldrinum 6-7 ára. Í gæsluvarðhaldsúrskurði Héraðsdóms Reykjaness kemur fram að annað barnið hafi lýst því hvernig maðurinn hafi fengið þau til að koma með sér á salerni og sýnt þeim kynfæri sín. Hafi hann sagt aðeins stráka með þess lags kynfæri sem gætu orðið mjög hörð. Barnið segist hafa snert kynfærin og kysst. Þau hafi ekki mátt segja frá því þá yrði maðurinn reiður. Í yfirlýsingu frá Hafnarfjarðarbæ til fréttastofu segir að í síðustu viku hafi komið upp mál í Hraunvallaskóla sem snertir starfsmann skólans og er til rannsóknar hjá lögreglu. Þar sem málið sé á rannsóknarstigi sé ekki hægt að veita neinar upplýsingar að svo stöddu. Málið hafi strax farið í viðeigandi farveg og feril innan skólans og hjá skólayfirvöldum í Hafnarfirði og að unnið sé samkvæmt fyrir fram skilgreindu verklagi í samstarfi við lögregluyfirvöld. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu miðar rannsókn málsins vel.
Lögreglumál Dómsmál Hafnarfjörður Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Starfsmaður á frístundaheimili leystur frá störfum vegna gruns um kynferðisbrot gegn nemendum Starfsmaður á frístundaheimili í Hafnarfirði er grunaður um að hafa brotið kynferðislega gegn tveimur nemendum í 1. bekk í síðustu viku. Hann hefur verið leystur frá störfum á meðan rannsókn stendur yfir. 25. maí 2020 18:30 Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Fleiri fréttir Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Sjá meira
Starfsmaður á frístundaheimili leystur frá störfum vegna gruns um kynferðisbrot gegn nemendum Starfsmaður á frístundaheimili í Hafnarfirði er grunaður um að hafa brotið kynferðislega gegn tveimur nemendum í 1. bekk í síðustu viku. Hann hefur verið leystur frá störfum á meðan rannsókn stendur yfir. 25. maí 2020 18:30