Innlent

Þróttur gæti verið farinn úr veirunni

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/vilhelm

Nýja kórónuveiran virðist ekki jafnágeng nú og hún var fyrr í faraldrinum. Þróttur gæti verið úr henni, að mati Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. Þetta kom fram í máli hans á síðasta upplýsingafundi almannavarna vegna veirunnar í bili nú síðdegis.

Faraldurinn er mjög í rénun hér á landi og aðeins fáeinir einstaklingar hafa greinst með veiruna nú í maí. Inntur eftir því hver staðan væri í raun, hvort fleiri væru smitaðir en sýnatökur sýndu, kvaðst Þórólfur telja að veiran væri vissulega enn í samfélaginu.

Einstaklingarnir sem greinst hafa upp á síðkastið væru hins vegar almennt ekki mikið veikir. Það gæti þýtt að þeir væru einfaldlega búnir með veiruveikindin, en þá gæti líka verið að þróttur sé farinn úr veirunni. Veiran virtist ekki jafnágeng og slæm nú og hún var.

„Það er örugglega smit úti, það er lítið, og við erum fljót að finna það og beita viðeigandi ráðstöfunum,“ sagði Þórólfur.

Þá væri ómögulegt að segja til um framhaldið. Það yrði til að mynda óvanalegt fyrir kórónuveiru að valda árstíðabundnum sýkingum líkt og í tilfelli inflúensu. Tæki þessi nýja kórónuveira upp á slíku væri það nýlunda. 

Þá benti Þórólfur á að SARS-veiran hefði dáið út og aðrar kórónuveirur sem valda kvefi væru meira viðloðandi. En aftur, þetta væri einfaldlega ekki vitað. Nú væri ráð að bíða og sjá hvað setur.


Tengdar fréttir

Sendingin frá Kína sem reyndist allt annað en hættu­laus

Kórónuveiran sem veldur sjúkdómnum Covid-19 hefur haft ótrúlega mikil áhrif á daglegt líf okkar allra. Þá hefur hún sett efnahag þjóðarinnar í algjört uppnám en þessi nýja veira sem á uppruna sinn í Kína lét ekki mikið yfir sér í fyrstu.

„Miklu, miklu hraðar“ létt á aðgerðum hér

Þórólfur Gunason sóttvarnalæknir segist hafa áhyggjur af því að landsmenn passi minna upp á sýkingarvarnir, svo sem handþvott og spritt, nú en þegar kórónuveirufaraldurinn var í miklum vexti. Víðir Reynisson segir að skipuleggjendur stórra viðburða í sumar verði að átta sig á ástandinu sem sé í gangi.

Sendingin frá Kína sem reyndist allt annað en hættu­laus

Kórónuveiran sem veldur sjúkdómnum Covid-19 hefur haft ótrúlega mikil áhrif á daglegt líf okkar allra. Þá hefur hún sett efnahag þjóðarinnar í algjört uppnám en þessi nýja veira sem á uppruna sinn í Kína lét ekki mikið yfir sér í fyrstu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×