Víðir: Fótboltinn gæti farið á fulla ferð í júní Sindri Sverrisson skrifar 17. apríl 2020 18:00 Íslandsmeistarar KR geta vonandi hafið titilvörn sína sem fyrst í júní. VÍSIR/BÁRA „Keppni í fótbolta fullorðinna sýnist mér að geti byrjað í júní,“ segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, sem var gestur í Sportinu í dag á Stöð 2 Sport. Víðir fór yfir stöðuna með Henry Birgi Gunnarssyni og Kjartani Atla Kjartanssyni í beinni útsendingu og sagði að ef að áætlanir gengu eftir yrði hægt að opna fyrir keppni í Pepsi Max-deildunum í fótbolta um þarnæstu mánaðamót. Æfingar geta hafist, þó með miklum takmörkunum, þegar fyrsta skref í afléttingu samkomubanns verður tekið 4. maí. „Masterplanið sem við erum að vinna eftir í þessum afléttingum, að gera þetta í hægum skrefum og sjá hvernig málin þróast. Þá erum við að tala um að íþróttastarf barna og unglinga geti byrjað að mjög miklu leyti núna 4. maí. Við erum að klára útfærslur á þessum 4. maí-pakka, hlusta eftir viðbrögðum og fá ábendingar um hvernig hægt sé að vinna málin innan þess ramma sem sóttvarnalæknir er búinn að setja. Þá losnar um þetta æfingabann. Það verða takmarkanir á fjölda sem getur æft saman en að minnsta kosti geta menn farið að æfa í litlum hópum, sem mun örugglega skipta miklu máli. Síðan höfum við sagt að þetta verði tekið í 3-4 vikna skrefum,“ segir Víðir. „Þegar komið verður í lok maí eða byrjun júní er hugsunin að fara með þetta samkomubann upp í 100 manns, og jafnframt á sama tíma að opna á það að starfsemi sem hefur verið lokuð, eins og líkamsræktarstöðvar, geti opnað og að íþróttastarf fullorðinna geti farið fram án takmarkana. Það þýðir að fótboltinn ætti að geta farið á fulla ferð þá,“ segir Víðir. Klippa: Sportið í dag - Víðir um íþróttir fullorðinna Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Íslenski boltinn Sportið í dag Faraldur kórónuveiru (COVID-19) KSÍ Tengdar fréttir Mögulegt að fleiri en hundrað manns geti mætt á fyrstu leiki sumarsins Víðir Reynisson var gestur Sportsins í dag þar sem hann ræddi m.a. um áhorfendafjölda á fyrstu leikjum Íslandsmótsins. 17. apríl 2020 15:46 Segir að liðin fái væntanlega 2-3 vikur til að undirbúa sig fyrir Íslandsmótið Vonir standa til að keppni á Íslandsmótinu í fótbolta geti hafist um miðjan júní. 15. apríl 2020 15:41 Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Fótbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Fótbolti Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Íslenski boltinn Fleiri fréttir Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Sjá meira
„Keppni í fótbolta fullorðinna sýnist mér að geti byrjað í júní,“ segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, sem var gestur í Sportinu í dag á Stöð 2 Sport. Víðir fór yfir stöðuna með Henry Birgi Gunnarssyni og Kjartani Atla Kjartanssyni í beinni útsendingu og sagði að ef að áætlanir gengu eftir yrði hægt að opna fyrir keppni í Pepsi Max-deildunum í fótbolta um þarnæstu mánaðamót. Æfingar geta hafist, þó með miklum takmörkunum, þegar fyrsta skref í afléttingu samkomubanns verður tekið 4. maí. „Masterplanið sem við erum að vinna eftir í þessum afléttingum, að gera þetta í hægum skrefum og sjá hvernig málin þróast. Þá erum við að tala um að íþróttastarf barna og unglinga geti byrjað að mjög miklu leyti núna 4. maí. Við erum að klára útfærslur á þessum 4. maí-pakka, hlusta eftir viðbrögðum og fá ábendingar um hvernig hægt sé að vinna málin innan þess ramma sem sóttvarnalæknir er búinn að setja. Þá losnar um þetta æfingabann. Það verða takmarkanir á fjölda sem getur æft saman en að minnsta kosti geta menn farið að æfa í litlum hópum, sem mun örugglega skipta miklu máli. Síðan höfum við sagt að þetta verði tekið í 3-4 vikna skrefum,“ segir Víðir. „Þegar komið verður í lok maí eða byrjun júní er hugsunin að fara með þetta samkomubann upp í 100 manns, og jafnframt á sama tíma að opna á það að starfsemi sem hefur verið lokuð, eins og líkamsræktarstöðvar, geti opnað og að íþróttastarf fullorðinna geti farið fram án takmarkana. Það þýðir að fótboltinn ætti að geta farið á fulla ferð þá,“ segir Víðir. Klippa: Sportið í dag - Víðir um íþróttir fullorðinna Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Íslenski boltinn Sportið í dag Faraldur kórónuveiru (COVID-19) KSÍ Tengdar fréttir Mögulegt að fleiri en hundrað manns geti mætt á fyrstu leiki sumarsins Víðir Reynisson var gestur Sportsins í dag þar sem hann ræddi m.a. um áhorfendafjölda á fyrstu leikjum Íslandsmótsins. 17. apríl 2020 15:46 Segir að liðin fái væntanlega 2-3 vikur til að undirbúa sig fyrir Íslandsmótið Vonir standa til að keppni á Íslandsmótinu í fótbolta geti hafist um miðjan júní. 15. apríl 2020 15:41 Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Fótbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Fótbolti Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Íslenski boltinn Fleiri fréttir Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Sjá meira
Mögulegt að fleiri en hundrað manns geti mætt á fyrstu leiki sumarsins Víðir Reynisson var gestur Sportsins í dag þar sem hann ræddi m.a. um áhorfendafjölda á fyrstu leikjum Íslandsmótsins. 17. apríl 2020 15:46
Segir að liðin fái væntanlega 2-3 vikur til að undirbúa sig fyrir Íslandsmótið Vonir standa til að keppni á Íslandsmótinu í fótbolta geti hafist um miðjan júní. 15. apríl 2020 15:41