Skilja ekkert í því af hverju fólk er að hamstra klósettpappír Atli Ísleifsson skrifar 13. mars 2020 15:04 Engin þörf er á að hamstra mat. Alma Möller landlæknir og Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, segjast lítið skilja í því af hverju einhverjir hafa ákveðið að hamstra klósettpappír síðustu daga. Andrés var sérstaklega spurður að þessu á upplýsingafundi almannavarna klukkan 14. Sagði hann að þau sem sætu þar fyrir svörum hafi klórað sér í höfðinu yfir nákvæmlega þessu. „Eins og ég sagði áðan þá er engin ástæða til þess að hamstra mat, frekar en aðrar nauðsynjavörur til heimilisins, þar með talið klósettpappír.“ Alma bætti þá við: „Ef við ætlum að verja okkur verður næsti maður líka að eiga sápu og salernispappír.“ Í lok fundar var Andrés svo spurður hvort að öruggt væri að fólk þyrfti ekki að hafa neinar áhyggjur af vörum, mat, olíu og fleiru á næstu mánuðum og vikum. „Það er alveg á hreinu og það eru skilaboðin sem við viljum senda héðan mjög skýrt. Það er til nóg af mat í landinu, bæði innfluttum og innlendum. Vöruflutningar til landsins eru algerlega ótruflaðir. Það eru engin merki um það að það sé vöruskortur í uppsiglingu í landinu. Hvorki á mat, lyfjum né yfir höfuð öðrum vörum. Þannig er það,“ sagði Andrés. Skil ekki fólk sem er að HÓLKA klósettpappír. Er planið í sóttkví að kúka stanslaust í tvær vikur?— Pétur M. Urbancic (@PeturMarteinn) March 13, 2020 Heilbrigðismál Wuhan-veiran Neytendur Verslun Tengdar fréttir Ítrekar að fólk í sóttkví fari ekki í sýnatöku hjá Íslenskri erfðgreiningu Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, ítrekaði þau tilmæli sem Íslensk erfðagreining sendi frá sér í morgun varðandi það að fólk sem sé í sóttkví panti sér ekki í tíma í sýnatöku hjá fyrirtækinu og mæti til þess að láta taka sýni á því tímabili sem það er enn í sóttkví. 13. mars 2020 14:35 Örtröð í verslunum: „Það er til nóg af vöru í landinu“ Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir að oft sé sagt að almenning skynsemi sé ekki mjög almenn. Það eigi ekki við um Íslendinga. Íslendingar séu almennt með mjög góða skynsemi. 13. mars 2020 12:23 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Fleiri fréttir Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Sjá meira
Alma Möller landlæknir og Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, segjast lítið skilja í því af hverju einhverjir hafa ákveðið að hamstra klósettpappír síðustu daga. Andrés var sérstaklega spurður að þessu á upplýsingafundi almannavarna klukkan 14. Sagði hann að þau sem sætu þar fyrir svörum hafi klórað sér í höfðinu yfir nákvæmlega þessu. „Eins og ég sagði áðan þá er engin ástæða til þess að hamstra mat, frekar en aðrar nauðsynjavörur til heimilisins, þar með talið klósettpappír.“ Alma bætti þá við: „Ef við ætlum að verja okkur verður næsti maður líka að eiga sápu og salernispappír.“ Í lok fundar var Andrés svo spurður hvort að öruggt væri að fólk þyrfti ekki að hafa neinar áhyggjur af vörum, mat, olíu og fleiru á næstu mánuðum og vikum. „Það er alveg á hreinu og það eru skilaboðin sem við viljum senda héðan mjög skýrt. Það er til nóg af mat í landinu, bæði innfluttum og innlendum. Vöruflutningar til landsins eru algerlega ótruflaðir. Það eru engin merki um það að það sé vöruskortur í uppsiglingu í landinu. Hvorki á mat, lyfjum né yfir höfuð öðrum vörum. Þannig er það,“ sagði Andrés. Skil ekki fólk sem er að HÓLKA klósettpappír. Er planið í sóttkví að kúka stanslaust í tvær vikur?— Pétur M. Urbancic (@PeturMarteinn) March 13, 2020
Heilbrigðismál Wuhan-veiran Neytendur Verslun Tengdar fréttir Ítrekar að fólk í sóttkví fari ekki í sýnatöku hjá Íslenskri erfðgreiningu Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, ítrekaði þau tilmæli sem Íslensk erfðagreining sendi frá sér í morgun varðandi það að fólk sem sé í sóttkví panti sér ekki í tíma í sýnatöku hjá fyrirtækinu og mæti til þess að láta taka sýni á því tímabili sem það er enn í sóttkví. 13. mars 2020 14:35 Örtröð í verslunum: „Það er til nóg af vöru í landinu“ Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir að oft sé sagt að almenning skynsemi sé ekki mjög almenn. Það eigi ekki við um Íslendinga. Íslendingar séu almennt með mjög góða skynsemi. 13. mars 2020 12:23 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Fleiri fréttir Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Sjá meira
Ítrekar að fólk í sóttkví fari ekki í sýnatöku hjá Íslenskri erfðgreiningu Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, ítrekaði þau tilmæli sem Íslensk erfðagreining sendi frá sér í morgun varðandi það að fólk sem sé í sóttkví panti sér ekki í tíma í sýnatöku hjá fyrirtækinu og mæti til þess að láta taka sýni á því tímabili sem það er enn í sóttkví. 13. mars 2020 14:35
Örtröð í verslunum: „Það er til nóg af vöru í landinu“ Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir að oft sé sagt að almenning skynsemi sé ekki mjög almenn. Það eigi ekki við um Íslendinga. Íslendingar séu almennt með mjög góða skynsemi. 13. mars 2020 12:23