Ítrekar að fólk í sóttkví fari ekki í sýnatöku hjá Íslenskri erfðagreiningu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. mars 2020 14:35 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, og Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, á upplýsingafundi. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, ítrekaði þau tilmæli sem Íslensk erfðagreining sendi frá sér í morgun varðandi það að fólk sem sé í sóttkví panti sér ekki í tíma í sýnatöku hjá fyrirtækinu og mæti til þess að láta taka sýni á því tímabili sem það er enn í sóttkví. Á upplýsingafundi um kórónuveiruna í dag benti Þórólfur á að það væri brot á sóttvarnalögum að mæta í sýnatöku á þeim tíma sem maður ætti að vera í sóttkví. Þá sagði Þórólfur jafnframt að neikvætt sýni sem tekið væri hjá einstakling í sóttkví gæti veitt falskt öryggi, það er að segja ef einstaklingur í sóttkví fer í sýnatöku, fær neikvætt út úr prófinu og fer úr sóttkví þá þýðir það ekki að viðkomandi sé ekki með veiruna. Einstaklingurinn gæti nefnilega verið smitaður án þess að veiran greinist akkúrat á þeim tímapunkti heldur komi jákvætt út úr sýnatöku síðar. „Þannig að ég vil eindregið vara við þessu,“ sagði Þórólfur. Þá sagði Þórólfur aðspurður um áreiðanleika prófanna sem notuð eru til þess að greina veiruna að þau væru mjög áreiðanleg og í raun bestu próf sem til eru fyrir svona sýnatöku og greiningu. „Prófin eru mjög áreiðanleg, það má ekki rugla þessu saman. Við höfum ekkert betra próf. Þetta PCR-próf sem leitar að kjarnasýru veirunnar er áreiðanlegasta próf sem til er almennt séð. Það er áreiðanlegra og nær fleirum en ræktun til dæmis þannig að þetta er besta próf sem við höfum. Það að prófið sé neikvætt en viðkomandi sjálfur sé sýktur segir ekki til um gæði prófsins. Það segir bara til um hegðun veirunnar í einstaklingnum þegar hann er smitaður. Einstaklingur sem er smitaður, hann er með veiruna, en hún er bara ekki í nefinu og hún er ekki búin að fjölga sér þannig að prófið greini hana,“ sagði Þórólfur. Þegar einstaklingurinn sé hins vegar orðinn veikur og kominn langt inn í meðgöngutíma þá verður prófið jákvætt vegna þess að það er svo mikið af veirunni til staðar að hún finnst. „Þannig að menn eru að rugla þessu svolítið saman, næmi prófsins sé ekki meira en 70 prósent, þá eru menn algjörlega að rugla saman hugtökum. Þegar maður reiknar út næmi þá þarf maður að meta eina rannsóknaraðferð við aðra rannsóknaaðferð. Og besta rannsóknaaðferð til að meta sýnarannsóknaaðferð við er PCR-prófið þannig að við höfum ekkert betra próf til að miða við.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Almannavarnir Íslensk erfðagreining Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Fleiri fréttir Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Sjá meira
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, ítrekaði þau tilmæli sem Íslensk erfðagreining sendi frá sér í morgun varðandi það að fólk sem sé í sóttkví panti sér ekki í tíma í sýnatöku hjá fyrirtækinu og mæti til þess að láta taka sýni á því tímabili sem það er enn í sóttkví. Á upplýsingafundi um kórónuveiruna í dag benti Þórólfur á að það væri brot á sóttvarnalögum að mæta í sýnatöku á þeim tíma sem maður ætti að vera í sóttkví. Þá sagði Þórólfur jafnframt að neikvætt sýni sem tekið væri hjá einstakling í sóttkví gæti veitt falskt öryggi, það er að segja ef einstaklingur í sóttkví fer í sýnatöku, fær neikvætt út úr prófinu og fer úr sóttkví þá þýðir það ekki að viðkomandi sé ekki með veiruna. Einstaklingurinn gæti nefnilega verið smitaður án þess að veiran greinist akkúrat á þeim tímapunkti heldur komi jákvætt út úr sýnatöku síðar. „Þannig að ég vil eindregið vara við þessu,“ sagði Þórólfur. Þá sagði Þórólfur aðspurður um áreiðanleika prófanna sem notuð eru til þess að greina veiruna að þau væru mjög áreiðanleg og í raun bestu próf sem til eru fyrir svona sýnatöku og greiningu. „Prófin eru mjög áreiðanleg, það má ekki rugla þessu saman. Við höfum ekkert betra próf. Þetta PCR-próf sem leitar að kjarnasýru veirunnar er áreiðanlegasta próf sem til er almennt séð. Það er áreiðanlegra og nær fleirum en ræktun til dæmis þannig að þetta er besta próf sem við höfum. Það að prófið sé neikvætt en viðkomandi sjálfur sé sýktur segir ekki til um gæði prófsins. Það segir bara til um hegðun veirunnar í einstaklingnum þegar hann er smitaður. Einstaklingur sem er smitaður, hann er með veiruna, en hún er bara ekki í nefinu og hún er ekki búin að fjölga sér þannig að prófið greini hana,“ sagði Þórólfur. Þegar einstaklingurinn sé hins vegar orðinn veikur og kominn langt inn í meðgöngutíma þá verður prófið jákvætt vegna þess að það er svo mikið af veirunni til staðar að hún finnst. „Þannig að menn eru að rugla þessu svolítið saman, næmi prófsins sé ekki meira en 70 prósent, þá eru menn algjörlega að rugla saman hugtökum. Þegar maður reiknar út næmi þá þarf maður að meta eina rannsóknaraðferð við aðra rannsóknaaðferð. Og besta rannsóknaaðferð til að meta sýnarannsóknaaðferð við er PCR-prófið þannig að við höfum ekkert betra próf til að miða við.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Almannavarnir Íslensk erfðagreining Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Fleiri fréttir Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Sjá meira