Ítrekar að fólk í sóttkví fari ekki í sýnatöku hjá Íslenskri erfðagreiningu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. mars 2020 14:35 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, og Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, á upplýsingafundi. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, ítrekaði þau tilmæli sem Íslensk erfðagreining sendi frá sér í morgun varðandi það að fólk sem sé í sóttkví panti sér ekki í tíma í sýnatöku hjá fyrirtækinu og mæti til þess að láta taka sýni á því tímabili sem það er enn í sóttkví. Á upplýsingafundi um kórónuveiruna í dag benti Þórólfur á að það væri brot á sóttvarnalögum að mæta í sýnatöku á þeim tíma sem maður ætti að vera í sóttkví. Þá sagði Þórólfur jafnframt að neikvætt sýni sem tekið væri hjá einstakling í sóttkví gæti veitt falskt öryggi, það er að segja ef einstaklingur í sóttkví fer í sýnatöku, fær neikvætt út úr prófinu og fer úr sóttkví þá þýðir það ekki að viðkomandi sé ekki með veiruna. Einstaklingurinn gæti nefnilega verið smitaður án þess að veiran greinist akkúrat á þeim tímapunkti heldur komi jákvætt út úr sýnatöku síðar. „Þannig að ég vil eindregið vara við þessu,“ sagði Þórólfur. Þá sagði Þórólfur aðspurður um áreiðanleika prófanna sem notuð eru til þess að greina veiruna að þau væru mjög áreiðanleg og í raun bestu próf sem til eru fyrir svona sýnatöku og greiningu. „Prófin eru mjög áreiðanleg, það má ekki rugla þessu saman. Við höfum ekkert betra próf. Þetta PCR-próf sem leitar að kjarnasýru veirunnar er áreiðanlegasta próf sem til er almennt séð. Það er áreiðanlegra og nær fleirum en ræktun til dæmis þannig að þetta er besta próf sem við höfum. Það að prófið sé neikvætt en viðkomandi sjálfur sé sýktur segir ekki til um gæði prófsins. Það segir bara til um hegðun veirunnar í einstaklingnum þegar hann er smitaður. Einstaklingur sem er smitaður, hann er með veiruna, en hún er bara ekki í nefinu og hún er ekki búin að fjölga sér þannig að prófið greini hana,“ sagði Þórólfur. Þegar einstaklingurinn sé hins vegar orðinn veikur og kominn langt inn í meðgöngutíma þá verður prófið jákvætt vegna þess að það er svo mikið af veirunni til staðar að hún finnst. „Þannig að menn eru að rugla þessu svolítið saman, næmi prófsins sé ekki meira en 70 prósent, þá eru menn algjörlega að rugla saman hugtökum. Þegar maður reiknar út næmi þá þarf maður að meta eina rannsóknaraðferð við aðra rannsóknaaðferð. Og besta rannsóknaaðferð til að meta sýnarannsóknaaðferð við er PCR-prófið þannig að við höfum ekkert betra próf til að miða við.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Almannavarnir Íslensk erfðagreining Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, ítrekaði þau tilmæli sem Íslensk erfðagreining sendi frá sér í morgun varðandi það að fólk sem sé í sóttkví panti sér ekki í tíma í sýnatöku hjá fyrirtækinu og mæti til þess að láta taka sýni á því tímabili sem það er enn í sóttkví. Á upplýsingafundi um kórónuveiruna í dag benti Þórólfur á að það væri brot á sóttvarnalögum að mæta í sýnatöku á þeim tíma sem maður ætti að vera í sóttkví. Þá sagði Þórólfur jafnframt að neikvætt sýni sem tekið væri hjá einstakling í sóttkví gæti veitt falskt öryggi, það er að segja ef einstaklingur í sóttkví fer í sýnatöku, fær neikvætt út úr prófinu og fer úr sóttkví þá þýðir það ekki að viðkomandi sé ekki með veiruna. Einstaklingurinn gæti nefnilega verið smitaður án þess að veiran greinist akkúrat á þeim tímapunkti heldur komi jákvætt út úr sýnatöku síðar. „Þannig að ég vil eindregið vara við þessu,“ sagði Þórólfur. Þá sagði Þórólfur aðspurður um áreiðanleika prófanna sem notuð eru til þess að greina veiruna að þau væru mjög áreiðanleg og í raun bestu próf sem til eru fyrir svona sýnatöku og greiningu. „Prófin eru mjög áreiðanleg, það má ekki rugla þessu saman. Við höfum ekkert betra próf. Þetta PCR-próf sem leitar að kjarnasýru veirunnar er áreiðanlegasta próf sem til er almennt séð. Það er áreiðanlegra og nær fleirum en ræktun til dæmis þannig að þetta er besta próf sem við höfum. Það að prófið sé neikvætt en viðkomandi sjálfur sé sýktur segir ekki til um gæði prófsins. Það segir bara til um hegðun veirunnar í einstaklingnum þegar hann er smitaður. Einstaklingur sem er smitaður, hann er með veiruna, en hún er bara ekki í nefinu og hún er ekki búin að fjölga sér þannig að prófið greini hana,“ sagði Þórólfur. Þegar einstaklingurinn sé hins vegar orðinn veikur og kominn langt inn í meðgöngutíma þá verður prófið jákvætt vegna þess að það er svo mikið af veirunni til staðar að hún finnst. „Þannig að menn eru að rugla þessu svolítið saman, næmi prófsins sé ekki meira en 70 prósent, þá eru menn algjörlega að rugla saman hugtökum. Þegar maður reiknar út næmi þá þarf maður að meta eina rannsóknaraðferð við aðra rannsóknaaðferð. Og besta rannsóknaaðferð til að meta sýnarannsóknaaðferð við er PCR-prófið þannig að við höfum ekkert betra próf til að miða við.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Almannavarnir Íslensk erfðagreining Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira