Fótbolti

Liverpool vill selja þrjá leikmenn til þess að kaupa Werner

Anton Ingi Leifsson skrifar
Werner er líklega á leið frá Leipzig í sumar.
Werner er líklega á leið frá Leipzig í sumar. vísir/getty

Liverpool er sagt reiðubúið til þess að selja þrjá leikmenn til þess að safna peningum til að kaupa framherja RB Leipzig, Timo Werner, en enskir fjölmiðlar greina frá þessu.

Werner er sagður hafa fundað með Jurgen Klopp, þjálfara Liverpool, í útgöngubanninu en borga þarf 52 milljónir punda til þess að losa Werner undan samningi sínum við þýska orkudrykkjaliðið.

Kórónuveiran hefur áhrif í Liverpool eins og á öðrum stöðum og samkvæmt erlendum fjölmiðlum eru Klopp og félagar tilbúnir að selja Xherdan Shaqiri, Harry Wilson og Marko Grujic til að geta keypt Werner.

Liverpool vonast til þess að fá um 27 milljónir punda fyrir Shaqiri og samanlagt 40 milljónir punda fyrir þá Wilson og Grujic sem eru nú á láni hjá Bournemouth og Herthu Berlín.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.