Messuhald og fermingar falla niður í vor Sylvía Hall skrifar 13. mars 2020 11:56 Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands. Vísir/baldur Allt messuhald og fermingar í Þjóðkirkjunni falla niður í vor vegna samkomubanns sem sett var á í dag. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá biskupi Íslands þar sem segir jafnframt að gert sé ráð fyrir sumarfermingum og haustfermingum. Ákvörðunin er tekin með almannaheill í húfi og mun hún gilda á meðan samkomubann er í gildi. Ákvörðun biskups verður endurskoðuð í samhengi við frekari ákvarðanir stjórnvalda. „Ljóst er að þessi ákvörðun setur þann einstaka viðburð sem ferming er hverjum einstaklingi og fjölskyldu hans í erfiða stöðu. Fermingardagur er tímamótaviðburður í lífi einstaklinga – um leið er dagurinn oft mikið ættar- og vinamót. Þetta er því þung ákvörðun að taka, en um leið afar mikilvæg og tekin með velferð fólks í huga,“ segir í tilkynningunni. Ekki er ljóst hvenær farið verður aftur af stað með hefðbundið starf innan Þjóðkirkjunnar en í millitíðinni verður streymt frá messuhaldi á netinu þann tíma sem það fellur niður. Prestar munu áfram gegna sálgæsluþjónustu með öllum þeim varúðarsjónarmiðum sem landlæknir hefur gefið út og hafa boð verið send til presta þess efnis. Þá segir í tilkynningunni að næstu dagar muni einkennast af snörum vendingum, nýjum upplýsingum og hröðum skiptingum. Biskup mun ávarpa þjóðina í útvarpsmessu á sunnudag frá Reynivöllum í Kjós. Tengdar fréttir Samkomubann í fjórar vikur á Íslandi og íslenskir íþróttakappleikir í uppnámi Áhorfendur geta ekki mætt á íslenska íþróttakappleiki næstu fjórar vikur eftir að samkomubann var sett á. 13. mars 2020 11:18 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Sjá meira
Allt messuhald og fermingar í Þjóðkirkjunni falla niður í vor vegna samkomubanns sem sett var á í dag. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá biskupi Íslands þar sem segir jafnframt að gert sé ráð fyrir sumarfermingum og haustfermingum. Ákvörðunin er tekin með almannaheill í húfi og mun hún gilda á meðan samkomubann er í gildi. Ákvörðun biskups verður endurskoðuð í samhengi við frekari ákvarðanir stjórnvalda. „Ljóst er að þessi ákvörðun setur þann einstaka viðburð sem ferming er hverjum einstaklingi og fjölskyldu hans í erfiða stöðu. Fermingardagur er tímamótaviðburður í lífi einstaklinga – um leið er dagurinn oft mikið ættar- og vinamót. Þetta er því þung ákvörðun að taka, en um leið afar mikilvæg og tekin með velferð fólks í huga,“ segir í tilkynningunni. Ekki er ljóst hvenær farið verður aftur af stað með hefðbundið starf innan Þjóðkirkjunnar en í millitíðinni verður streymt frá messuhaldi á netinu þann tíma sem það fellur niður. Prestar munu áfram gegna sálgæsluþjónustu með öllum þeim varúðarsjónarmiðum sem landlæknir hefur gefið út og hafa boð verið send til presta þess efnis. Þá segir í tilkynningunni að næstu dagar muni einkennast af snörum vendingum, nýjum upplýsingum og hröðum skiptingum. Biskup mun ávarpa þjóðina í útvarpsmessu á sunnudag frá Reynivöllum í Kjós.
Tengdar fréttir Samkomubann í fjórar vikur á Íslandi og íslenskir íþróttakappleikir í uppnámi Áhorfendur geta ekki mætt á íslenska íþróttakappleiki næstu fjórar vikur eftir að samkomubann var sett á. 13. mars 2020 11:18 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Sjá meira
Samkomubann í fjórar vikur á Íslandi og íslenskir íþróttakappleikir í uppnámi Áhorfendur geta ekki mætt á íslenska íþróttakappleiki næstu fjórar vikur eftir að samkomubann var sett á. 13. mars 2020 11:18