Eldri borgarar eiga að borða allt sem þeim finnst gott og nóg af próteini Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 19. janúar 2020 19:15 Berglind Soffía Ásbjörnsdóttir Blöndal, næringarfræðingur, sem býr í Hveragerði og kannar meðal annars í doktorsverkefni sínu næringarástand eldra fólks, sem útskrifast af Landsspítalanum. Magnús Hlynur Hreiðarsson. Berglind Soffía Ásbjörnsdóttir Blöndal, næringarfræðingur í Hveragerði hefur komist að því að eldra fólk, sem útskrifast af Landspítalanum er oftar en ekki vannært og versni eftir að það kemur heim. Þá fari fólk í ruglástand sé það ekki duglegt að drekka.Doktorsverkefni Berglindar Soffíu Ásbjörnsdóttir Blöndal í Hveragerði gengur út á að kanna með næringarástands eldra fólks, sem hefur lengið inn á Landspítalanum og kanna næringarástand þess. Fólkið fær næringarmeðferð og sérstakan orku og próteinbættan mat, sem Berglind Soffía gefur þeim í sex mánuði og fer með heim til þeirra. Um er að ræða 135 þátttakendur.Berglind Soffía hefur komist að því að fólk er vannært.„Já í mastersverkefninu mínu skoðuðum við hver staðan væri á fólki sem lá inn á Landsspítalanum og færi svo heim. Við skoðuðum viku eftir útskrift og tveimur vikum eftir útskrift og þar voru sláandi niðurstöður. Það voru allir vannærðir og versnuðu eftir að þeir komust heim“, segir Berglind og bætir við. „Með auknum aldri þá hverfur eða minnkar matarlystinni og þorstatilfinning og bragðlaukarnir breytast“.Þá hafi sýnt sig að þegar fólk hefur misst maka sinn, er eitt eftir, þá hefur það ekki mikinn áhuga á að elda eða standa í matseld. Því sé mjög mikilvægt að hvetja fólk til að vera duglegt að borða og drekka og koma með alls konar hugmyndir um hollt og gott fæði. Berglind Soffía leggur mikla áherslu á að fólk, sérstaklega eldra fólk, sé duglegt að drekka.„Já, þar er allur vökvi þar með talinn, hafa alltaf vatnsglas við höndina eða djúsglas eða annað sem fólki þykir gott að drekka af því að maður getur farið í ruglástand ef maður verður þurr því þá koma ójafnvægi á sölt líkamans“. Berglind Soffía fer með mat heim til 135 eldri borgarar á höfuðborgarsvæðinu á hverjum degi, sem eru með henni í verkefninu og sér til þess að það fái hollan og næringaríkan mat í sex mánuði. Hún er í samstarfi við MS, SS og Grím kokk í verkefninu.Magnús Hlynur Hreiðarsson. En hvernig á draumamatseðil eldra fólk að líta út að mati Berglindar Soffíu? „Bara allt sem manni finnst gott og nóg af próteini. Það er oft að fólk er ekki nægilega duglegt að borða prótein en það er í formi fisks, kjöts, kjúklings, egg og slíks, sem veitir mesta próteinið. Vera duglegt að borða það og hafa góða sósu með því, ekki að vera að einblína á kartöflur og grænmeti, það er bara svo lítil orka í því“, segir Berglind. Eldri borgarar Hveragerði Matur Mest lesið Davos-vaktin: Trump hættur við tolla og segir lausn í sjónmáli Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Hafi ákveðið að tvöfalda framlagið vegna prófkjörs Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Sjá meira
Berglind Soffía Ásbjörnsdóttir Blöndal, næringarfræðingur í Hveragerði hefur komist að því að eldra fólk, sem útskrifast af Landspítalanum er oftar en ekki vannært og versni eftir að það kemur heim. Þá fari fólk í ruglástand sé það ekki duglegt að drekka.Doktorsverkefni Berglindar Soffíu Ásbjörnsdóttir Blöndal í Hveragerði gengur út á að kanna með næringarástands eldra fólks, sem hefur lengið inn á Landspítalanum og kanna næringarástand þess. Fólkið fær næringarmeðferð og sérstakan orku og próteinbættan mat, sem Berglind Soffía gefur þeim í sex mánuði og fer með heim til þeirra. Um er að ræða 135 þátttakendur.Berglind Soffía hefur komist að því að fólk er vannært.„Já í mastersverkefninu mínu skoðuðum við hver staðan væri á fólki sem lá inn á Landsspítalanum og færi svo heim. Við skoðuðum viku eftir útskrift og tveimur vikum eftir útskrift og þar voru sláandi niðurstöður. Það voru allir vannærðir og versnuðu eftir að þeir komust heim“, segir Berglind og bætir við. „Með auknum aldri þá hverfur eða minnkar matarlystinni og þorstatilfinning og bragðlaukarnir breytast“.Þá hafi sýnt sig að þegar fólk hefur misst maka sinn, er eitt eftir, þá hefur það ekki mikinn áhuga á að elda eða standa í matseld. Því sé mjög mikilvægt að hvetja fólk til að vera duglegt að borða og drekka og koma með alls konar hugmyndir um hollt og gott fæði. Berglind Soffía leggur mikla áherslu á að fólk, sérstaklega eldra fólk, sé duglegt að drekka.„Já, þar er allur vökvi þar með talinn, hafa alltaf vatnsglas við höndina eða djúsglas eða annað sem fólki þykir gott að drekka af því að maður getur farið í ruglástand ef maður verður þurr því þá koma ójafnvægi á sölt líkamans“. Berglind Soffía fer með mat heim til 135 eldri borgarar á höfuðborgarsvæðinu á hverjum degi, sem eru með henni í verkefninu og sér til þess að það fái hollan og næringaríkan mat í sex mánuði. Hún er í samstarfi við MS, SS og Grím kokk í verkefninu.Magnús Hlynur Hreiðarsson. En hvernig á draumamatseðil eldra fólk að líta út að mati Berglindar Soffíu? „Bara allt sem manni finnst gott og nóg af próteini. Það er oft að fólk er ekki nægilega duglegt að borða prótein en það er í formi fisks, kjöts, kjúklings, egg og slíks, sem veitir mesta próteinið. Vera duglegt að borða það og hafa góða sósu með því, ekki að vera að einblína á kartöflur og grænmeti, það er bara svo lítil orka í því“, segir Berglind.
Eldri borgarar Hveragerði Matur Mest lesið Davos-vaktin: Trump hættur við tolla og segir lausn í sjónmáli Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Hafi ákveðið að tvöfalda framlagið vegna prófkjörs Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent